Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 11
Sú einkennilega staða kom
upp á fimmtudag í síðustu viku
að vél Flugfélags Íslands lenti
tóm á Ísafjarðarflugvelli með-
an nærri 50 farþegar biðu þess
fyrir sunnan að komast vestur.
Senda átti þá farþega með ann-
arri vél einungis 15 mínútum
síðar, en vegna bilunar tafðist
brottför og þegar vélin komst
loksins vestur var orðið ófært
til lendingar.
Ólafur Ólafsson sem starfar
við flugumsjón hjá Flugfélag-
inu segist vel skilja að fólk
hafi verið svekkt vegna þessa.
„Þetta er pínlegt, ég viður-
kenni það og verð bara að biðj-
ast afsökunar á þessu. Tvær
vélar þurfti til að flytja farþega
að vestan, en farþegar á vestur-
leið komust fyrir í einni vél og
til hagræðingar var ákveðið
að senda aðra vélina tóma, eins
og oft er gert. Í slíkum tilfellum
eru farþegar þó yfirleitt sendir
með fyrri vél“, segir Ólafur.
„Í þetta skiptið voru ekki
allir farþegar mættir, þó þeir
hafi flestir verið komnir, og
var því ákveðið að senda þá
korteri seinna. Þegar kom að
brottför vildi svo illa til að
bilun varð til þess að það þurfti
að fresta. Svo var orðið ófært
og flugi aflýst.“ Ekki var flug-
fært til Ísafjarðar á ný fyrr en
rétt fyrir hádegi á laugardag,
eða tveimur sólarhringum síð-
ar. – halfdan@bb.is
Vél lenti tóm á Ísafirði meðan
farþegar biðu enn í Reykjavík
Pétur Tryggvi Hjálmarsson
Meðal bestu silfur-
smiða á síðustu öld
Kanna eftir silfursmið-
inn Pétur Tryggva var
valin í hóp bestu verka
silfursmiða 20. aldar hjá
Koldinghus-listasafninu á
Jótlandi. Koldinghus sem
á eitt stærsta silfursafn
20. aldar í Evrópu valdi
nýlega 24 bestu verk
safnsins eftir átján silfur-
smiði og hönnuði. Var
gefin út bók með mynd-
um af verkunum ásamt
umfjöllun um smiðina.
„Ellefu af þessum átján
smiðum eru látnir og sá
elsti var fæddur 1843. Þá
eru margir góðir smiðir
sem ekki eru í bókinni“,
segir Pétur Tryggvi.
Verkin spanna alla 20.
öldina og eru eftir þekkta
silfursmiði eins og George
Jensen og því ljóst að um
mikinn heiður er að
ræða. „Þetta er mjög
ánægjulegt og ég áttaði
mig ekki alveg á þessu
fyrst“, segir Pétur
Tryggvi. Hann lauk
sveinsprófi í gullsmíði hjá
föður sínum, Hjálmari
Torfasyni, árið 1979, og
hefur unnið við gull- og
silfursmíði síðan. Hann
stundaði nám í Institut
for Ædelmetal í Kaup-
mannahöfn 1981-83. Silf-
ursmíði Péturs Tryggva
hefur víða vakið athygli
og hann hefur unnið til
fjölda viðurkenninga fyrir
verk sín. – thelma@bb.is
Pétur Tryggvi Hjálmarsson.
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Þrjátíu útköll á nýliðnu ári
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
var kallað út 30 sinnum á
nýliðnu ári. Ellefu útkallanna
voru vegna elds, tvö vegna
mengunarslysa, sjö vegna
dælingu úr kjöllurum húsa,
tvö vegna feilboðunar eld-
varnarkerfa, tvö vegna um-
ferðarslysa, tvö vegna örygg-
isvaktar í samkomuhúsum
og fjögur vegna óveðurs. Eitt
dauðsfall varð í bruna á
árinu. Sjúkraflutningar voru
218 talsins. Þar af voru al-
mennir flutningar 126 og for-
gangsflutningar 61. Þetta
kemur fram í nýútkominni
ársskýrslu slökkviliðsins.
Þar fyrir utan stóðu slökkvi-
liðsmenn sjö sinnum vakt við
olíuskip og ellefu sinnum
voru staðnar helgarvaktir yfir
sumartímann. Tíu æfingar
voru haldnar á árinu, þar af
eitt námskeið frá Brunamála-
skóla.
„Á árinu voru eldvarnar-
eftirlitsskoðanir um 82 tals-
ins af 130 skoðunarskyldum
og af þeim voru 60 bruna-
varnarskýrslur Allir skólar
voru heimsóttir og rætt við
alla átta ára nema um bruna-
mál. Einnig var nokkur fræð-
sla á vegum slökkviliðsins
bæði fyrir einstaklinga, fyrir-
tæki og skóla í meðferð
slökkvitækja. Unnið er eftir
vinnureglum um eftirfylgni
eldvarnareftirlit fyrir slökk-
vilið Ísafjarðarbæjar sem
hafa verið samþykktar af
bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar“,
segir í skýrslunni.
„Almannavarnir Ísafjarð-
arbæjar funduðu 13 sinnum
á árinu og þurfti nefndin að
rýma hús vegna snjóflóða-
hættu í byrjun janúar í Hnífs-
dal, Ísafirði, Dýrafirði og Ön-
undarfirði. Snjóflóð féll á
varnargarð við sorpbrennsluna
Funa í Skutulsfirði og á íbúðar-
húsið að Hrauni í Hnífsdal og
íbúðarblokk við Árvelli. Hafði
þetta svæði verið rýmt stuttu
áður að ósk almannavarnar-
nefndar. Mikið tjón varð á hús-
um á Hrauni og á Árvöllum
skemmdist fjölbýlishús og
spennistöð. Auk þess sendi
nefndin út fjölmargar við-
varanir vegna hættu á viss-
um svæðum í Ísafjarðarbæ.
Nefndin hélt nokkrar skrif-
borðsæfingar á árinu. Á
næsta ári verða töluverðar
breytingar á nefndinni þar
sem fyrirhugað er að al-
mannavarnarnefndin í Súða-
vík sameinist Ísafjarðar-
nefndinni.“
– halfdan@bb.is
Slökkvistöðin á Ísafirði.
Dr. Þorleifur Ágústsson hjá Rf á Ísafirði
Tekur þátt í rannsókn á hugs-
anlegum erfðaáhrifum fiskeldis
Dr. Þorleifur Ágústsson,
fisklífeðlisfræðingur hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins á Ísafirði, tekur þátt í
alþjóðlega verkefninu Geni-
mpact, sem gengur út á að
safna saman upplýsingum um
hugsanleg erfðaáhrif fiskeldis.
Þessum upplýsingum verður
síðan miðlað til hagsmunaðila,
stjórnvalda og almennings.
Fullt heiti verkefnisins er Eva-
luation of genetic impact of
aquaculture activities on na-
tive populations – A European
network. Það er leitt af dr.
Terje Svåsand hjá norsku haf-
rannsóknastofnuninni. Þor-
leifur rannsakar annars vegar
áhrif eldis á genamengi fiska
og hins vegar þróun mælitækni
til að hægt sé að meta gena-
mengun í náttúrunni.
„Erfðabreytt matvæli hafa
verið talsvert til umræðu á síð-
ustu árum og eru ekki allir á
eitt sáttir um áhrif þeirra. Um-
ræðan hefur verið af tvennum
toga, annars vegar hvort mat-
vælin geti haft skaðleg áhrif á
heilsu manna og hins vegar
hvaða áhrif ræktun erfða-
breyttra nytjaplantna hafi á
umhverfið og lífríkið í heild.
Þessi umræða hefur einnig náð
til fiskeldisiðnaðarins, þar sem
ýmsir hafa áhyggjur af hugsan-
legum áhrifum eldisfisks á
villta stofna“, segir í frétt á
vef Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins. – halfdan@bb.is
Dr. Þorleifur Ágústsson.
Sveitarstjórnarkosningar í Ísafjarðarbæ 2006
Prófkjör minnihlutaflokk-
anna haldið 25. febrúar
Prófkjör til sameiginlegs
framboðs minnihluta-
flokkanna í bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar, Sam-
fylkingar, Vinstrihreyf-
ingarinnar græns fram-
boðs og Frjálslyndra og
óháðra verður haldið þann
25. febrúar nk. Þá hefur
Jón Ásgeir Sigurðsson
verið ráðinn í hlutverk
kosningaráðgjafa hjá sam-
eiginlegu framboði flokk-
anna. Jón Ásgeir er
dagskrárgerðarmaður hjá
Ríkisútvarpinu, en er í fríi
frá því starfi. Prófkjör
flokkanna verður með því
framboðs undir lok nóv-
embermánaðar og hafa
starfað að undirbúningi
framboðsins síðan.
Í síðustu sveitarstjórnar-
kosningum fékk Vinstri-
hreyfingin 6,7% af gildum
atkvæðum, og náði ekki
inn manni í bæjarstjórn.
Samfylkingin fékk 22,7%
og náði inn tveimur mönn-
um á meðan Frjálslyndir
fengu 13,4% og einn mann
kjörinn. Samtals voru
flokkarnir þrír því með
42,8% atkvæða, en ein-
ungis þriðjung bæjar-
fulltrúa. – eirikur@bb.is
sniði að svokallað hólfa-
prófkjör verður fyrir
fyrstu fjögur sætin en bar-
áttusætið, fimmta sætið,
verður skipað sameigin-
legum fulltrúa sem allir
flokkarnir geta sætt sig
við. Uppstillt verður svo í
sætin sem eftir eru.
Flokkarnir ákváðu að
ganga til sameiginlegs
Jón Ásgeir Sigurðsson.
02.PM5 5.4.2017, 10:0711