Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Side 14

Bæjarins besta - 11.01.2006, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 200614 Vilja endur- nýja tækin Íþrótta- og æskulýðsráð Bolungarvíkur hefur bókað ábendingu til bæjarráðs um að tillit verði tekið til þess að þörf sé fyrir endurnýjun tækja- búnaðar í íþróttamiðstöðinni Árbæ við gerð fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2006. Í fundar- gerð ráðsins segir meðal ann- ars: „Á undanförnum árum hefur heilsubæjarverkefni verið áberandi í hinum ýmsu þáttum samfélagsins. Það hefur verið bæjarbúum mikil hvatning til heilsusamlegs lífernis. Hefur það meðal annars leitt það af sér að stöðug aðsókn er í þrek- sal íþróttamiðstöðvar Árbæjar. Nú er svo komið að þörf fyrir endurnýjun tækjabúnaðar hef- ur aukist til muna.“ Breytt símsvörun Fjarskiptamiðstöð Ríkislög- reglustjóra (Neyðarlínan 112) hefur tekið við símsvörun fyrir lögregluna í Bolungarvík og á Patreksfirði. Breytingarnar eru hluti af samræmdum breyting- um sem gerðar eru um allt land. Ekki er búið að koma upp svokölluðu Tetra fjarskipta- kerfi hjá lögregluliðunum á Patreksfirði og í Bolungarvík og munu samskipti liðanna við Fjarskiptamiðstöð Ríkislög- reglustjóra fara fram í gegnum hið almenna símkerfi. Nítján leyfi Nítján frístundabændum verður veitt leyfi til frístunda- búskapar á löndum sínum í Ísafjarðarbæ. Þetta var sam- þykkt á fundi landbúnaðar- nefndar bæjarins. Langflestir þeirra, eða tólf talsins, eru með búskap í Dýrafirði og eru bú- settir á Þingeyri. Þá eru fjórir með búskap í Súgandafirði, einn í Hnífsdal og tveir við Ísafjörð. Í fundargerð landbúnaðar- nefndar kemur fram að menn skuli nota þau beitarlönd sem vísað er til í umsóknum þeirra á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið. Vilja aðskilnað Landeigendur í Þjóðólfs- tungu í Bolungarvík hafa ósk- að eftir því að undanskilja 21 hektara skika frá lögbýlinu Þjóðólfstungu. Einnig er þess óskað að staðfest verði landa- merkjalína sem skilur að bæj- arlandið og land Þjóðólfstungu á gömlu Meirihlíðarengjum. Á síðasta fundi bæjarráðs var erindið tekið fyrir. Ráðið staðfesti hnitsetta landa- merkjalínu á landamerkjum bæjarlands og land Þjóðólfs- tungu á gömlu Meirihlíðar- engjunum samkvæmt loft- mynd og hnitum í desember 2005. Þeim hluta erindisins er varðar skiptingu á lögbýlinu var vísað til umhverfismálaráðs. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að selja Wout- er Van Hoeymissen, belgísk- um manni sem búsettur er á Þingeyri, húsið við Fjarðar- götu 5 á Þingeyri, Simbahöll- ina svonefndu. Húsið er áber- andi í bæjarmynd Þingeyrar, enda er það stórt og glæsilegt þó það sé illa farið. Ætlar Wouter að gera úr húsinu eins konar kaffihús sem hýsa á ýmsa starfsemi á borð við kvikmyndasýningar, tónleika, ljóðalestur og matsölu. Í bréfi sem Wouter skrifaði bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar segir meðal annars. „Fólk sem heimsækir Þingeyri þarf að hafa þægilegan stað með fjöl- menningarlegu yfirbragði þar sem hægt er að drekka kaffi, þiggja veitingar og fá upplýs- ingar um bæinn, íbúa hans og það sem umhverfið hefur upp á að bjóða.“ Rétt er að geta þess að bréfið er á ensku og eru tilvitnanir í það þýddar af blaðamanni. Wouter hefur í hyggju að ráðast í gífurlegar endurbætur á húsinu, enda er þeirra vissu- lega þörf. Hann vill færa húsið fjær götunni og byggja nýjan grunn sem helst á að vera tvö- falt lengri en sá sem nú er svo hægt verði að byggja sólpall. Þá vill hann setja stóra glugga á bakhlið hússins og hurð út á sólpallinn. Wouter gerir ráð fyrir að 18 til 20 mánuði taki að byggja nýjan grunn og flytja húsið, laga útveggi þess, þak og einangrun. – eirikur@bb.is Bæjarráð selur Simbahöll á Þingeyri Prammi vélsmiðjunn- ar Mjölnis fjarlægður Dýpkunarprammi í eigu vélsmiðjunnar Mjölnis í Bolungarvík var fjarlægður úr Ísafjarðar- höfn í síðustu viku þar sem hann hefur legið um áraraðir. „Hlutverki hans sem graftóli er lokið og nú ætlum við að losa hann úr höfninni. Við byrjuðum á því að taka það dýrmætasta úr hon- um til þess að létta hann svo að eftirleikurinn verði auðveldari. Ekki hefur verið ráðið hvort pramm- inn fái nýtt hlutverk en hann væri mjög brúklegur til þungaflutninga þar sem hann ber um 70-80 tonn“, sagði Finnbogi Bernódus- son hjá vélsmiðjunni Mjölni þegar hafist var hand við verkið um miðja síðustu viku. Pramminn hefur lengi legið ónotaður en hann gegndi áður mikil- vægu hlutverki. „Þessi prammi var notaður til að byggja upp heilmikið af bænum, eða nánar tiltekið eyrina við sjúkrahúsið og íþróttahúsið. En það var orðið löngu tímabært að fjarlægja hann og hafa hafnarstjórinn á Ísafirði og menn hans verið einstak- lega þolinmóðir og hjálp- samir“, segir Finnbogi. Frá flutningi prammans úr Ísafjarðarhöfn. Hugmyndir eru uppi um að umdæmisskrifstofa Siglinga- stofnunar á Ísafirði og embætti sýslumannsins á Ísafirði sjái í framtíðinni alfarið um skipa- skráningu og þinglýsingar á réttindum tengdum skipum. Núverandi fyrirkomulag við skráningu og þinglýsingu skipa hefur ýmsa galla sem bæta þarf úr. Í dag gilda mis- munandi reglur um eignar- skráningu, sem fer eftir stærð skipa. Þá er tvöföld eigna- skráning á skipum, þar sem skrá þarf skip í þinglýsinga- bækur hjá sýslumönnum og í skipaskrá hjá Siglingastofnun. Siglingastofnun og sýslu- maðurinn á Ísafirði telja að með því að einfalda umsýsluna verði unnt að leysa vandamál í tengslum við skráningu og þinglýsingu skipa. Nú þegar eru haffærisskírteini fyrir allt landið gefin út á Ísafirði, auk þess sem Ísafjörður og Reykja- vík eru einu staðirnir á landinu þar sem þessi starfsemi fer saman. Samgönguráðherra og dómsmálaráðherra hafa ákveðið að vinna að tillögum Siglingastofnunar og sýslu- mannsins á Ísafirði með það að markmiði að minnka skrif- finnsku og einfalda stjórnsýsl- una. Ráðherrarnir hafa falið stofnunum að vinna að fram- kvæmd málsins í samráði við Söndru Baldvinsdóttur lög- fræðing hjá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og Svönu Margréti Davíðsdóttur lög- fræðing hjá samgönguráðu- neytinu. Stefnt er að því að breytingarnar geti tekið gildi 1. júní 2006. – thelma@bb.is Skráning og þinglýsing skipa til Ísafjarðar? Svo gæti farið að Siglingastofnunar á Ísafirði og embætti sýslumannsins á Ísafirði sjái alfarið um skipaskráningu og þinglýsingar á skipum landsins. Skip Hraðfrystihússins – Gunnvarar komu með alls 12.713 tonn af sjávarfangi að landi á nýliðnu ári og nam samanlagt aflaverðmæti ein- um og hálfum milljarði króna. Sé litið til magns í tonnum var Páll Pálsson afla- hæstur með 4.559 tonn að verðmæti 406 milljónir króna. Júlíus Geirmundsson skilaði örfáum tonnum minna, 4.480, en verðmæti þess afla var 744 milljónir. Ef afurðir af Júlíusi hefðu verið seldar Cif má áætla að verðmætið hefði verið um 807 milljónir. Þá var rúmlega 3 þúsund tonnum landað úr togaranum Stefni að verð- mæti 286 m.kr. Eins og alkunna er hafa rækjuveiðar verið einstak- lega erfiðar að undanförnu og þarf ekki að koma á óvart að ísrækjutogararnir Andey og Framnes skiluðu ekki miklu að landi, enda voru skipin meira og minna bund- in við bryggju á síðasta ári. Úr Andey var landað 558 tonnum að verðmæti 53 m.kr., en úr Framnesi var landað 113 tonnum að verð- mæti 10 m.kr. Séu þessar tölur bornar saman við árið 2004 kemur í ljós rúmlega 6% samdráttur á heildarafla og aflaverð- mæti. Skýrist samdrátturinn alfarið af hruni í rækjuveið- um. Ísrækjutogararnir And- ey og Framnes skiluðu tæp- um 2.000 tonnum að landi árið 2004, en einungis tæp- um 700 tonnum á síðasta ári og nemur samdrátturinn 66%, hvort sem litið er til tonnafjölda eða aflaverð- mætis. – halfdan@bb.is Rúmlega 6% aflasamdráttur Skip Hraðfrystihússins – Gunnvarar Páll Pálsson ÍS, aflahæsta skip HG á síðasta ári. 02.PM5 5.4.2017, 10:0714

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.