Bæjarins besta - 11.01.2006, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 15
Einn æðsti yfirmaður alþjóðlega stór-
fyrirtækisins Cisco Systems í Evrópu
Tölvunarfræðingurinn Steinþór Bjarnason er
fæddur í Bolungarvík, en að mestu uppalinn á Ísa-
firði. Hann fékk nýlega að vita að hann yrði einn
þriggja æðstu manna alþjóðlega stórfyrirtækisins
Cisco Systems í Evrópu á sviði öryggismála, en
Steinþór hefur unnið hjá útibúi fyrirtækisins í
Noregi í næstum sex ár.
Steinþór verður fertugur á næsta ári. Hann er
ættaður úr Aðalvík og af Ströndum og úr Ísafjarð-
ardjúpi. Hann gekk í Iðnskóla Ísafjarðar og lauk
honum á mettíma og fékk síðan inngöngu í Háskóla
Íslands 18 ára gamall þar sem hann lagði stund á
tölvunarfræði. Á sínum tíma starfaði Steinþór
sem tölvunarfræðingur hjá Íslandsbanka en hefur
verið búsettur í Noregi í næstum ellefu ár. Lengi
starfaði hann þar hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í
bankakerfum en síðustu sex ár hefur hann unnið
hjá Cisco. Eiginkona Steinþórs er Kristín Hrönn
Pálsdóttir úr Grundarfirði og saman eiga þau
dótturina Lilju.
Steinþór á bróðurinn Gest og hálfsysturina
Freyju sem bæði eru búsett á Ísafirði. Þá er önnur
hálfsystir Steinþórs, Linda, búsett á Hvamms-
tanga.
Starfið fellst í að sjá hættuna fyrir
Eins og áður segir fékk Steinþór nýlega að vita að hann yrði
einn þriggja æðstu manna Cisco í Evrópu á sviði öryggismála.
„Fyrirtækið er hið stærsta í heimi hvað varðar netbúnað.
Þegar maður talar um netbúnað getur maður verið að tala um
allt frá litlum beinum (router) upp í þessi stóru kerfi sem
Síminn og aðrir Internet þjónustuaðilar nota til að byggja upp
sína þjónustu.
Stór hluti af starfsemi fyrirtækisins gengur síðan út á það að
tryggja öryggi notenda. Ekki er vanþörf á og ýmislegt getur
gerst ef menn hyggja ekki nægilega að sínum netkerfum, eins
og við höfum til dæmis séð af nýlegum fréttum um innbrot á
heimabanka einstaklinga.
Cisco leggur mikið upp úr því að nýta sér þekkingu sinna
tæknimanna og þess vegna eru til þessar stöður í Evrópu, sem
ég mun gegna ásamt öðrum. Starfið fellst einfaldlega í því að
sjá fyrir sér hverjar hætturnar eru og hvað getur mögulega
komið upp á í framtíðinni. Við lítum á þær vörur sem Cisco er
með í dag, er eitthvað hægt að endurbæta þær, er hægt að þróa
þær frekar til að mæta þessum nýju hættum, eða verður að búa
til eitthvað nýtt.
Við sem gegnum þessum störfum þurfum því að fylgjast
mjög vel með því hvað er að gerast og verðum að hafa nægilega
þekkingu til að geta komið með tillögur að nýjum framleiðslu-
vörum til að bregðast við hættunni.“
Finnur hvar þörfin liggur
Steinþór starfar í Noregi, en starfsvæði hans er þó öll Evrópa,
vestur- og austurhluti álfunnar, Afríka og suður Ameríka.
„Áður náði mitt starfsvæði nær einungis yfir Noreg og
Ísland, en núna er ég að dekka alla Evrópu og meira til. Þá er
maður að vinna með þeim aðilum sem eru að markaðssetja
okkar vörur í Evrópu, og að sjálfsögðu þeim í Bandaríkjunum
sem framleiða vörurnar.“
– Þú kannar sem sagt hvar þörfin liggur og kemur ábendingum
og tillögum til forritaranna í Bandaríkjunum?
„Já, til allra tæknimannanna. Þá fellst hluti starfsins í því að
halda fundi með okkar stærstu viðskiptavinum í Evrópu. Við
erum í raun tveir í svipuðum stöðum. Verkaskiptingin er
þannig að hinn maðurinn sér aðallega um fyrirtæki eins og t.d.
Símann sem bjóða upp á netþjónustu fyrir einstaklinga. Ég sé
meira um fyrirtækjakerfin. Svo eigum við að sitja, klóra okkur
í kollinum og reyna að komast að því hvar þörfin liggur.“
Steinþór hefur unnið hjá Cisco í næstum sex ár. Hann var
valinn tæknimaður ársins í Noregi árið 2001.
„Það sniðuga við þetta fyrirtæki er að það metur sína tækni-
menn að verðleikum og þeir sem þykja standa sig vel, sem
leggja sig fram og sýna að þeir hafa hæfileika, eiga möguleika
á að komast áfram.“
Komst að því eftirá að hann
hefði verið látinn sleppa grunnnámi
Eins og komið hefur fram er Steinþór uppalinn á Ísafirði.
„Ég fæddist í Bolungarvík og bjó þar allra fyrstu árin. Eftir
að pabbi dó, þegar ég var fimm ára gamall, fluttum við til
Ísafjarðar. Fyrsta hálfa árið bjuggum við beint á móti Bókhlöð-
unni, en áttum síðan heima í Pólgötunni eftir það.
Ég gekk í Grunnskóla Ísafjarðar og síðar Iðnskóla Ísafjarðar.
Iðnskólinn hafði þá fengið námsefni frá Tækniskólanum í
Reykjavík og boðið var upp á nám þaðan sem ég tók á tveimur
árum.“
– Þú kláraðir skólann á mettíma, ekki satt?
„Ég komst ekki að því fyrr en eftirá. Í rauninni á maður fyrst
að klára eins árs grunnnám í iðnskóla, en skólastjórinn þekkti
mig þar sem ég var vinur sonar hans. Hann vildi bara láta mig
sleppa grunnnáminu, en lét vera að segja mér frá því svo ég
yrði ekki hræddur.“
– Þú fékkst inngöngu í Háskóla Íslands 18 ára gamall.
Þurftirðu ekki sérstaka undanþágu til að geta stundað háskóla-
nám?
„Jú, ég þurfti þess. Ég á afmæli í ágúst og var þess vegna ekki
nema 17 ára þegar ég sótti um. Mín umsókn þurfti að fara fyrir
sérstaka matsnefnd Verkfræðideildar.
Þeir hleyptu mér inn og námið gekk ágætlega. Þegar ég
byrjaði, árið 1984, var þetta orðið eiginlegra tölvunarfræðinám,
en áður hafði þetta verið mjög samtvinnað stærðfræðinni.“
Vann að fyrstu heimabankatengingunni
– Og hvað fórstu að gera að námi loknu? Þú fórst ekki beint
til útlanda, var það?
„Nei. Ég var mikið að vinna með skólanum eins og menn
gera. Ég vann hjá fyrirtækinu Hughönnun sem gerði við-
skiptahugbúnað fyrir fyrirtæki og banka. Ég var meðal annars
að vinna að fyrstu heimabankatengingunni. Þetta var fyrir
daga Internetsins og menn notuðust við modem til að senda
gögn hver til annars.
Út frá því fór ég að vinna hjá Iðnaðarbankanum sem var að
láta okkur búa til þessa tengingu. Bankinn sameinaðist síðan
í Íslandsbanka, þar sem ég vann í fimm ár við að koma á fót
þessum forvera heimabankans, sem svo má kalla.
Síðan fékk ég tilboð frá norsku hugbúnaðarfyrirtæki. Ég
sló til og fluttist í kjölfarið til Osló þar sem ég hef verið
síðan. Það fyrirtæki vann að gerð viðskiptahugbúnaðar
fyrir banka og ég vann mikið með viðskiptavinum út um
allan heim, í Afríku, Slóvakíu og Íslandi, svo nefndir séu
nokkrir staðir.“
Gríðarstórt fyrirtæki
„Síðan bauðst mér vinna hjá Cisco. Á þeim tíma voru
tæknimenn Cisco aðallega rafmagnsverkfræðingar og þeir
vildu fá fólk sem vissi betur hvernig hugbúnaðurinn virkaði og
hvernig hægt væri að byggja lausnir byggðar á tækni Cisco.
Cisco er með nokkuð mikla starfsemi í Noregi, þar vinna hátt
í fimmtíu manns. Fyrirtækið er alþjóðlegt stórfyrirtæki með
starfsemi í eitthvað um 120 löndum. Starfsmenn þess eru um
70 þúsund í það heila, þannig að fyrirtækið er gríðarstórt.
Mikil áhersla er lögð á menntun tæknimanna og er maður
eiginlega í stöðugri endurþjálfun enda breytist þessi tækni svo
hratt. Cisco er með sérstakt þjálfunarprógram fyrir tæknimenn,
bæði fyrir tæknimenn hjá viðskiptamönnum og söluaðilum og
fyrir tæknimenn innanhúss. Efsta gráðan þar er svokölluð
CCIE gráða (Cisco Certified Internetwork Expert) sem er
nokkurs konar doktorsgráða innan nettækni. Tekið er bæði
skriflegt og verklegt próf þar sem verklega prófið
felst í því að leysa verkefni sem góður
tæknimaður leysir á 3 dögum, á innan
við 8 klukkutím- um. Fallprósentan
er mjög há og þeir sem ná þessu prófi
eru því mjög eftir- sóttir starfskraftar.
Þessa gráðu hafa um 12.700 manns
í heiminum, þar af sjö Íslendingar.“
02.PM5 5.4.2017, 10:0715