Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 17
Fréttaannáll ársins 2005 – síðari hluti
bara vilja fá að vera í friði.
Hann vildi greinilega láta lítið
á sér bera og stoppaði frekar
stutt“, segir Eygló Jónsdóttir,
kaffihúsagestur. Að sögn
starfsmanna á Langa Manga
staldraði Viggo við á kaffihús-
inu, fékk sér kaffibolla og
skoðaði myndlistasýningu
sem þar stendur yfir. Sam-
kvæmt upplýsingum bb.is
kom Viggo til Ísafjarðar á
laugardag með ferjunni Baldri
yfir Breiðafjörð. Var hann einn
að ferðast á bíl og sneri aftur
með Baldri á sunnudag.
Grafíkball í fyrsta
sinn í tæp 20 ár
06.07 Ísfirska hljómsveitin
Grafík heldur dansleik í fé-
lagsheimilinu í Hnífsdal þann
23. júlí næstkomandi. Að-
spurður segist Helgi Björnsson
söngvari sveitarinnar halda að
hátt í tuttugu ár séu síðan Graf-
ík hélt dansleik fyrir vestan.
„Það hlýtur að vera ansi langt
síðan. Sennilega var síðasta
Grafíkballið haldið þar árið
1987, þá með Andreu Gylfa-
dóttur söngkonu. Sjálfur söng
ég síðast með Grafík á balli
fyrir vestan í júlí 1986“, segir
Helgi.
Sæluhelgi
á Suðureyri
11.07 Sumarhátíðin Sælu-
helgi á Suðureyri er að baki
og þótti takast vel þrátt fyrir
að veður hafi ekki verið með
besta móti. „Sæluhelgin hepp-
naðist vonum framar þrátt fyrir
leiðindaveður og í heildina
litið erum við ánægðir. Þó það
hafi verið blautt og vindasamt
yfir helgina tel ég að allir hafi
farið heim með sól í hjarta“,
segir Sturla Páll Sturluson,
einn Mansavina sem skipu-
leggja Sæluhelgina.
Varðeldur í
Naustahvilft
18.07 Nær 250 manns gengu
upp í Naustahvilft í fjallinu
Erni ofan byggðar á Ísafirði til
að njóta skemmtunar við varð-
eld á föstudagskvöld. Sam-
koman var liður í útivistarhá-
tíðinni Útilífverunni. „230
manns skráðu sig í gestabók-
ina og eflaust hefur einhverj-
um láðst að kvitta fyrir komu
sína. Þarna var fólk á öllum
aldri og margir sem höfðu
aldrei farið upp í Naustahvilft
en skelltu sér nú þar sem þeir
höfðu skemmtilegt tilefni“,
segir Rúnar Óli Karlsson, einn
af skipuleggjendunum.
Hafnarstræti 17 rifið
03.08 Ásýnd Eyrar í Skut-
ulsfirði breyttist mjög í gær-
morgun þegar starfsmenn Ísa-
fjarðarbæjar hófust handa við
að rífa húsið númer 17 við
Hafnarstræti. Staðið hefur til
um nokkurra ára skeið að rífa
húsið þar sem það hefur lengi
verið fyrir skipulagi enda stóð
það vel út í Hafnarstrætið. Eig-
andi hússins, Ísafjarðarbær,
seldi húsið í vor fyrir 2.005
krónur en kaupandinn stóð
ekki við tilboð sitt. Því var
ákveðið að rífa það nú. Húsið
var byggt árið 1907 og bílskúr
við það var byggður árið 1940.
Það var í heild tæpir 275 fer-
metrar að stærð.
Raggagarður opnar
08.08 Raggagarður, fjöl-
skyldugarður Vestfjarða í
Súðavík, var tekinn í notkun á
laugardag. „Það var rosalega
stór áfangi að geta opnað garð-
inn í ár. Ég gat ekki betur séð
en að börn og fullorðnir hafi
verið hæstánægð með þetta en
það var töluvert að fólki þarna
saman komið og svo var stöð-
ugt rennerí allan daginn“, segir
Vilborg Arnarsdóttir frum-
kvöðull að byggingu garðsins
en nú hefur verið stofnað
áhugamannafélagið Ragga-
garður um uppbyggingu hans.
Mýrarknatt-
spyrnumót
11.08 Mót í mýrarknatt-
spyrnu verður haldið á Ísafirði
um helgina og er það í annað
sinn sem keppni í þessari
skemmtilegu en miður hrein-
legu íþrótt er haldin á Íslandi.
Knattspyrnufélagið Reynir frá
Hnífsdal varð fyrsti Íslands-
meistarinn í fyrra og verða
liðsmenn þess krýndir um
helgina. Upphaf þessarar
óvenjulegu íþróttar má rekja
til skóglendis Norður-Finn-
lands þar sem er að finna tals-
verð mýrlendi sem myndast á
auðum blettum í skóginum
eftir að tré hafa verið höggvin.
Herkastalinn
endurbyggður?
16.08 Umhverfisnefnd Ísa-
fjarðarbæjar hefur veitt heim-
ild til að skipta tveimur íbúð-
um hússins að Mánagötu 4 á
Ísafirði í þrjár íbúðir og til að
hafa í húsinu verslunar- og
þjónusturými auk þess að setja
kvist á austurhlið hússins.
Breytingarnar eru hannaðar af
Sverri Norðfjörð. Um leið og
nefndin féllst á tillögurnar
benti hún á ákvæði um bruna-
varnir. Mánagata 4 er í daglegu
tali nefnd Herkastalinn og
hófst bygging hússins árið
1920. Hjálpræðisherinn reisti
húsið og árið 1922 var stofn-
sett í kjallara þess „gamal-
mennahæli“ og mun það hafa
verið fyrsta elliheimilið á Ís-
landi.
Perlufiskur
hættir starfsemi
20.08 Fiskverkunin Perlu-
fiskur á Þingeyri hefur hætt
starfsemi og einnig hefur út-
gerð í eigu sömu eigenda verið
hætt. Nú eru 22 skráðir at-
vinnulausir á Þingeyri. For-
maður atvinnumálanefndar
Ísafjarðarbæjar hefur heyrt af
málinu en ekkert erindi hefur
borist á borð nefndarinnar og
því hefur nefndin ekki fjallað
um það. Fleiri eru nú atvinnu-
lausir á Þingeyri en á Bíldudal.
Ástarvikan sett
22.08 Hjartalaga blöðrum
var sleppt upp í himininn er
Ástarvikan í Bolungarvík var
sett í gær. „Bæjarbúar og ná-
grannar tóku vel í upphaf Ást-
arvikunnar og það var ljóm-
andi vel mætt“, segir Ingibjörg
Vagnsdóttir, einn af skipu-
leggjendum Ástarviku. Mark-
mið ástarvikunnar er að fjölga
Bolvíkingum og verða verð-
laun í boði fyrir afraksturinn.
Leggur af stað í
Vestfjarðasund
22.08 Sundkappinn Bene-
dikt Lafleur hóf sjósundferða-
lag sitt um Vestfirði í gær þeg-
ar hann lagði upp frá Gilsfirði.
Hann ætlar að synda alla firði
fjórðungsins að Ströndum
undanskildum til að draga at-
hygli að náttúrulegum og
menningarlegum fjársjóðum
sem þar eru. Áætlað er að
ferðalagið taki um tvær vikur.
Markmiðið með sundinu er
annars vegar að vekja athygli
almennings á þeim umhverfis-
perlum sem Vestfirðir hafa
upp á að bjóða nútímanum
með sinni ósnortnu náttúru,
sem og kröftugu menningar-
starfi Vestfirðinga í heima-
byggð sinni, sögu þeirra og
framtíð í heimi nútímans.
Sindraberg óskar
gjaldþrotaskipta
23.08 Stjórn sushi-verk-
smiðjunnar Sindrabergs ehf.,
á Ísafirði hefur óskað eftir því
að bú félagsins verði tekið til
gjaldþrotaskipta. Sindraberg
var stofnað haustið 1999 og
var megin tilgangur með stofn-
un þess, framleiðsla á frosnum
sushi-réttum. Um var að ræða
nýsköpun, ekki bara á Íslandi,
heldur í Evrópu. Fyrirtækið
hóf að selja sushi-rétti á inn-
lendum markaði, en markað-
urinn reyndist afar smár. Strax
í byrjun var þó stefnt að út-
flutningi sem hófst á árinu
2000. Tap hefur verið á rekstri
fyrirtækisins.
Stútur undir stýri
endaði inn í garði
29.08 Jeppabifreið lenti utan
vegar á Seljalandsvegi á Ísa-
firði aðfararnótt laugardags og
endaði hún inn í garði húss
við Miðtún. Vegfarandi, sem
varð vitni að atburðinum, til-
kynnti óhappið til lögreglu.
Þegar lögregla kom á staðinn
voru tveir menn í bifreiðinni.
Þegar þeir urðu lögreglu varir
lögðu þeir á flótta en náðust
fljótt og voru þeir handteknir.
Ökumaður bílsins er grunaður
um ölvun við akstur. Erfitt er
að átta sig á með hvaða hætti
óhappið átti sér stað því bif-
reiðin rann afturábak niður af
Ríkisstjórn Íslands
samþykkti í haust tillögu
samgönguráðherra um
aðgerðir á Óshlíðarvegi.
Vegagerðinni var falið að
hefja rannsóknir og und-
irbúning að jarðaganga-
gerð með það fyrir aug-
um að framkvæmdir geti
hafist haustið 2006. Gert
er ráð fyrir að jarðgöngin
verði um 1.220 metrar að
lengd og kosti um einn
milljarð króna. Einnig var
samþykkt að auka eftirlit á
veginum um hlíðina og það
verði forgangsatriði að
koma upp GSM sambandi
á þessum vegarkafla. Í
minnisblaði sem Sturla
Böðvarsson samgönguráð-
herra lagði fram á fundin-
um er sagt frá stöðu mála
og þeirri hættu sem vegfar-
endur hafa ítrekað staðið
frammi fyrir undanfarin
ár. Þá er sagt frá þeim
hugmyndum sem fram
hafa komið til lausnar
vandamálsins. Þessi
ákvörðun vakti blendin
viðbrögð hjá Vestfirðing-
um, sem vildu margir að
farnar væru aðrar leiðir
en þær sem ríkisstjórnin
stakk upp á.
Jarðgöng í Óshlíð
veginum. Helst geta menn þess
til að ökumaðurinn hafi ætlað
að snúa bifreið sinni með þess-
um afleiðingum.
Rækjuvinnslu
hætt í Súðavík
31.08 Rækjuvinnslu hjá
Frosta hf. í Súðavík verður
hætt innan skamms og við það
missa 18 manns vinnuna hjá
fyrirtækinu. Stjórn félagsins
ákvað þetta til þess að komast
hjá því að félagið færi í þrot.
Eigendur Frosta hf. eru Hrað-
frystihúsið-Gunnvör hf. í
Hnífsdal og Súðavíkurhrepp-
ur. Fyrirtækið var stofnað á
síðasta ári og tók við rækju-
vinnslu HG í Súðavík 1. maí
2004.
Hálf milljón
safnaðist
06.09 Ágóði góðgerðartón-
leika Krabbameinsfélagsins
Sigurvonar sem haldnir voru í
íþróttahúsinu á Torfnesi í lok
ágúst er um hálf milljón króna
samkvæmt fyrstu tölum. Allir
sem komu að tónleikunum
gáfu vinnu sína og settur var
upp ljósabúnaður sem vegur
1.200 kg og er það stærsta
ljósakerfi sem notað hefur ver-
ið á Vestfjörðum. Á tónleikun-
um komu fram Á móti sól,
Birgitta Haukdal, Nylon, Sign,
Davíð Smári Harðarson, Nine
elevens, Apollo og Húsið á
sléttunni.
Hönnun brúar
yfir Mjóafjörð
12.09 Segja má að nú sjái
fyrir endann á síðasta áfangan-
um í uppbygginu Djúpvegar
en unnið er að hönnun brúar
yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi
og hefur verið ákveðið að
byggja bogabrú. Brúin er liður
í endurbyggingu Djúpvegar á
28,3 km kafla frá Eyrarhlíð í
Ísafirði, yfir Reykjarfjörð, yfir
Mjóafjörð um Hrútey og að
slitlagsenda utan Hörtnár.
Ætlunin er að ljúka verkinu
árið 2008. Þegar hafa verið
opnuð tilboð í 3,6 kílómetra
hluta leiðarinnar í Svansvík,
sem er fyrsti hluti síðasta
áfanga uppbyggingar Djúp-
vegar, eins og komist er að
orði í framkvæmdafréttum
Vegagerðarinnar. Brúin mun
liggja yfir sundið austanmegin
við Hrútey en vestanmegin
verður lögð fylling. Sundinu
að vestanverðu verður líklega
lokað áður en brúin verður
byggð.
Verðandi ráðherra
óskað til hamingju
26.09 Á árlegum aðalfundi
Eldingar, félags smábátaeig-
enda á Vestfjörðum, sem hald-
inn var á Hótel Ísafirði í gær,
lét fundurinn bóka hamingju-
óskir til nýskipaðs sjávarút-
vegsráðherra Einars Kr. Guð-
finnssonar sem tekur við em-
bætti á morgun. Óskar aðal-
fundur Eldingar Einari vel-
farnaðar í starfi og vonast
félagið eftir góðu samstarfi við
hann í framtíðinni. Einar er
fyrsti ráðherra sem Vestfirð-
ingar hafa átt síðan Sighvatur
Björgvinsson hvarf úr ríkis-
stjórn árið 1995 og fyrsti vest-
firski ráðherra Sjálfsstæðis-
flokksins síðan Matthías
Bjarnason lét af embætti 1987.
Meintar ólöglegar
sæbjúgnaveiðar
04.10 Varðskip kom á sun-
nudaginn að Hannesi Andrés-
syni SH-747 þar sem skipið
var við sæbjúgnaveiðar á
Aðalvík. Við athugun varð-
skipsmanna kom í ljós að leyfi
til tilraunaveiða á sæbjúgum
var útrunnið. Var skipið því
fært til Bolungarvíkur og er
málið nú til meðferðar hjá
sýslumanninum í Bolungar-
vík. Veiðar á sæbjúgum í plóg
eru bannaðar við Ísland nema
með sérstöku leyfi frá sjávar-
útvegsráðuneytinu.
Sturla kominn
til heimahafnar
12.10 Sturla Halldórsson,
nýr hafnsögubátur Ísfirðinga,
sigldi rétt í þessu inn Skutuls-
fjörðinn til heimahafnar. Nú
býðst bæjarbúum að skoða
bátinn og þiggja kaffiveitingar
í Guðmundarbúð. Aðspurður
segir Guðmundur Kristjáns-
son hafnarstjóri að sér lítist
vel á bátinn. Hann hafi reynst
vel í sjó á siglingunni frá Pól-
landi þrátt fyrir vonskuveður
á köflum. Sturla Halldórsson,
sem nefndur er í höfuðið á
fyrrum yfirhafnaverði Ísa-
fjarðar, verður strax tekinn í
notkun en Þytur, gamli lóðs-
bátur Ísafjarðarhafnar, verður
seldur. Eins og sagt hefur verið
frá var báturinn sjósettur í
Gdansk í Póllandi í ágúst og
var lagt af stað áleiðis til Ís-
lands fyrir tæplega þremur vik-
um síðan.
Til stendur að
kaupa nýtt skip
24.10 Til stendur að kaupa
nýtt skip í stað flutningaskips-
ins Jaxlsins sem seldur var til
Danmerkur í síðustu viku. Að
því er kemur fram á mbl.is
segir Einar Vignir Einarsson,
skipstjóri Jaxlsins og talsmað-
ur Sæskipa ehf., að rekstur
skipsins hafi gengið erfiðlega
þrátt fyrir samning um gáma-
flutninga fyrir Eimskip. Þá
segir Einar reksturinn vera
þungan og ótraustan, sér í lagi
þar sem fyrirtækið hafi ekki
bindandi flutningasamninga
við fleiri en Eimskip, og því
hafi tap verið mikið á rekstr-
inum. Nú er verið að leita kjöl-
festusamninga til að tryggja
rekstur nýs skips. Jaxlinn tekur
02.PM5 5.4.2017, 10:0717