Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Page 24

Bæjarins besta - 11.01.2006, Page 24
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Við útreikning jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga á fram- lögum til tekjujöfnunar kem- ur í ljós að Ísafjarðarbær fær ekkert framlag. Jöfnunar- sjóður veitir tekjujöfnunar- framlög þeim sveitarfélögum sem hafa lægri skatttekjur en sveitarfélög af sambæri- legri stærð. Hámarksskatt- tekjur á íbúa í Ísafjarðarbæ eru tæplega 266 þúsund krónur, en samkvæmt reglu- gerð um tekjujöfnunarfram- lag skal miða jöfnunina við meðaltekjur sveitarfélaga í sama stærðarflokki, sem í til- felli Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga með íbúa á bilinu 300-9.999, eru rétt ríflega 271 þúsund krónur. Ef sveitarfélag er með undir 96,2% af þessum viðmiðunar- tekjum fær það tekjujöfnunar- framlag, en í tilfelli Ísafjarð- arbæjar er sú tala tæplega 261 þúsund krónur. Sveitarfélög með færri en 300 íbúa fá tekju- jöfnunarframlag séu viðmið- unartekjur undir ríflega 231 þúsund krónum, og sveitarfé- lög með yfir 10 þúsund íbúa fá framlag séu viðmiðunartekj- ur undir tæplega 271 þúsund krónum. Að sögn Halldórs Halldórs- sonar, bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar, hefur Ísafjarðarbær al- drei fengið tekjujöfnunarfram- lag. „Við fáum ekki og höfum aldrei fengið þetta framlag“, segir Halldór. „Söngurinn er ævinlega sá að við í Ísafjarðar- bæ séum með lægstu tekjur á landinu og við höfum öll heyrt hann, en það er einfaldlega ekki satt. Vestfirðingar hafa lækkað mjög mikið í tekjum á síðastliðnum áratugum en ekki meira en svo að við erum enn yfir þessum viðmiðunartekj- um miðað við sambærileg sveitarfélög og höfum aldrei fengið tekjujöfnunarframlag,“ sagði Halldór Halldórsson. – eirikur@bb.is Ísafjarðarbær fær ekkert tekjujöfnunarframlag Menntaskólinn á Ísafirði Þrettán stúdent- ar brautskráðir Tuttugu og sex nemar voru brautskráðir frá Menntaskól- anum á Ísafirði á laugardag. Í þessari nýársútskrift skólans voru útskrifaðir þrettán stúd- entar, ellefu vélaverðir og tveir húsasmiðir. Fjölmenni fylgd- ist með athöfninni sem fram fór á sal skólans. Verðlaun fyrir bestan náms- árangur í vélstjórnargreinum fékk Níels Guðmundsson en hann hafði jafnframt útskrifast sem stúdent í vor. Fyrir bestan árangur á stúdentsprófi fékk Arndís Aðalbjörg Finnboga- dóttir verðlaun. Tveir nemend- ur brautskráðust sem hafa lokið námi bæði á bók- og verknámsbraut, áðurnefndur Níels Guðmundsson og Ragn- ar Arnbjörn Guðmundsson. 26 nemar voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði í nýársútskrift skólans. Jakob Einar Jakobsson skíðagöngumaður var kosinn íþróttamaður ársins í Ísafjarð- arbæ árið 2005. Tilkynnt var um úrslitin í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á sunudag, en tólf voru tilnefndir og er þetta 26. árið sem kosningin fer fram. Jakob Einar hefur átt glæsilegt ár og er vel að kjörinu kominn. Í byrjun árs tók hann þátt í heimsmeistaramótinu í Ober- stdorf í Þýskalandi þar sem hann stóð sig með mikilli prýði, og í mars varð hann 27. sæti af um 350 keppendum í Skejtvasan skíðagöngunni í Svíþjóð. Þá gekk hann 30 km á rétt rúmlega fjögurra mín- útna lengri tíma en sigurveg- arinn. Jakob varð Íslands- meistari í skíðaskotfimi um svipað leyti og vann gull á Skíðamóti Íslands í 10 km göngu með frjálsri aðferð, auk þess sem hann sigraði í boð- göngu með A-sveit Skíðafé- lags Ísafjarðar og bar sigur úr býtum í hálfmaraþoni Óshlíð- arhlaupsins síðasta sumar. Þess ber einnig að geta að Jakob Einar var valinn í lands- lið Íslands í skíðagöngu undir lok sumarsins. Titlinum fylgir styrkur upp á hundrað þúsund krónur, auk þess sem Jakob hlaut hundrað þúsund króna styrk til viðbótar úr afreks- og styrktarsjóði Ísa- fjarðarbæjar. Þá hlutu einnig Tólf manns hlutu tilnefningu og er þetta hluti þeirra auk fulltrúa fyrir þá sem ekki komust á athöfnina. sams konar styrki þeir Halldór Sveinbjörnsson, Sæfara, Sig- urður Gunnar Þorsteinsson, KFÍ og Bragi Þorsteinsson, Sundfélaginu Vestra. Jakob er við æfingar í Noregi og gat ekki sjálfur verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna, en það voru foreldrar Jakobs sem tóku við verðlaununum fyrir hans hönd. Eins og áður sagði voru tólf manns tilnefndir í kjörinu, en þau voru auk Jakobs, Bragi Þorsteinsson, Sundfélaginu Vestra, Halldór Sveinbjörns- son, Sæfara, Haraldur Jón Jó- hannesson, Reyni í Hnífsdal, Högni Gunnar Pétursson, Golfklúbbi Ísafjarðar, Jens Magnússon, Skotíþróttafélagi Ísafjarðar, Jón Helgi Guðna- son, Boltafélagi Ísafjarðar, Karen Emelía Barrysdóttir, hestamannafélaginu Hend- ingu, Laufey Björk Sigmunds- dóttir, íþróttafélaginu Höfr- ungi, Sigmundur Þorkelsson, hestamannafélaginu Stormi, Sigurður Gunnar Þorsteins- son, KFÍ og Stígur Berg Sophusson, knattspyrnufélag- inu Herði, glímudeild. – eirikur@bb.is Foreldrar Jakobs tóku við verðlaununum fyrir hans hönd. Jakob Einar Jakobsson valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 02.PM5 5.4.2017, 10:0724

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.