Bæjarins besta - 03.03.2004, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 20042
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560,
Fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Kristinn Hermannsson
sími 863 1623
kristinn@bb.is
Halldór Jónsson
sími 892 2132
hj@bb.is
Ritstjóri netútgáfu:
Sigurjón J. Sigurðsson
sími 892 5362
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson
sími 894 6125,
halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
Sölustaðir á Ísafirði:
Hamraborg, Hafnarstræti
7, sími 456 3166. Flug-
barinn, Ísafjarðarflugvelli,
sími 456 4772. Bónus,
Ljóninu, Skeiði, sími 456
3230. Bókhlaðan, Hafn-
arstræti 2, sími 456 3123.
Bensínstöðin, Hafnarstræti,
sími 456 3574. Samkaup,
Hafnarstræti 9-13, sími 456
5460. Krílið, Sindragata 6,
sími 456 3556.
Umboðsaðilar BB:
Eftirtaldir aðilar sjá um
dreifingu á blaðinu á þétt-
býlisstöðum utan Ísa-
fjarðar: Bolungarvík:
Sólveig Sigurðardóttir,
Hlíðarstræti 3, sími 456
7305. Súðavík: Sólveig
Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími
456 4106. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, sími 898
6328. Flateyri: Gunnhildur
Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi
12a, sími 456 7752.
Þingeyri: Anna Signý
Magnúsdóttir, Hlíðargötu
14, sími 456 8233.
RITSTJÓRNARGREIN
Þriðja kynslóð BB-vefsins
Lausasöluverð er kr. 250
eintakið m.vsk. Áskriftarverð
er kr. 215 eintakið. Veittur
er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti.
ÚTGÁFAN
Það verður að segjast eins og er að þegar ráðist var í gerð BB-vefsins á sínum tíma fór lítið
fyrir forsjánni í samanburði við kappið og óbilandi bjartsýni um að þarna væri verið að stíga
framfaraskref. Ef til vill lágu rætur bjartsýninnar allt aftur til ársins 1984, þegar fyrsta litla
BB-blaðið kom úr fjölritaranum og hefur allar götur síðan dafnað ár frá ári og sífellt lagað
sig að breyttum tímum og tækni; blaðið, sem í nær 20 ár hefur notið velvildar og stuðnings
góðra viðskiptavina og tryggs lesendahóps.
Allt frá því að BB-vefurinn var opnaður 4. janúar 2000 hefur hann notið mikilla vinsælda
og heimsóknir farið stöðugt vaxandi. Gestabókin ber líka með sér að lesendur eru svo að
segja frá öllum heimshornum. Veigamikil breyting var gerð á vefnum 12. janúar 2002 og nú
28. febrúar orðuðum við það svo, að þriðja kynslóð BB-vefsins væri komin til skjalana.
Af viðbrögðum þeirra að merkja sem litið hafa við á vefnum eftir breytinguna kvíðum við
ekki framtíðinni. bb.is mun hér eftir sem hingað til hafa það að markmiði að halda nafni
Vestfjarða á lofti og alls þess sem þar er í boði, auka hróður fjórðungsins og fólksins sem
þar býr.
Framsækin fyrirtæki
Á sama tíma og blásið er í herlúðra af bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ vegna seinagangs
á efndum ríkisvaldsins við að efla Ísafjörð sem einn þriggja byggðakjarna á landsbyggðinni,
er einkar ánægjulegt að fylgjast með árangri ísfirskra fyrirtækja í samkeppni á mörkuðum
fjarri heimabyggð, utan lands sem innan. Má þar til nefna fyrirtækin 3X-STÁL ehf. og Póls
hf, sem áunnið hafa sér traust viðskiptavina víðs vegar um heim fyrir vandaða framleiðslu.
Góður vitnisburður um hugvit og hagleik vestfirskra iðnaðarmanna.
Ánægjulegt er að líta til nýgræðings eins og Beituverksmiðjunnar, sem nú virðist á góðu
róli með pokabeituna. Viðbrögðin við einingahúsum Ágústar og Flosa ehf, eiga vonandi
eftir að blása nýju lífi í byggingariðnaðinn hér vestra.
Til að tryggja stöðu Ísafjarðarbæjar þurfum við á fleiri slíkum fyrirtækjum að halda. BB
hefur áður haldið því fram, að eitt af forgangsverkefnum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sé
að laða fyrirtæki til bæjarins og greiða fyrir stofnun nýrra á staðnum. s.h.
Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar gefa ráðherra skýrslu um ástandið í Ísafjarðardjúpi
Litlar líkur á veiðum í vetur?
Hafrannsóknastofnun skil-
aði á mánudag niðurstöðum
úr rannsóknum stofnunarinnar
í Ísafjarðardjúpi sem fram-
kvæmdar voru á dögunum til
sjávarútvegsráðherra. Sem
kunnugt er hafa rækjuveiðar
ekki verið leyfðar í Djúpinu í
vetur vegna seiðagengdar og
slæms ástands rækjustofnsins.
Litlar líkur eru á veiðum í vet-
ur.
Hjalti Karlsson, útibússtjóri
Hafrannsóknastofnunar á Ísa-
firði, var ófáanlegur til að gefa
nokkrar upplýsingar um niður-
stöður rannsóknanna og vísaði
á starfsmenn stofnunarinnar
syðra. Guðmundur Skúli
Bragason fiskifræðingur sem
manna lengst hefur stundað
rannsóknir í Djúpinu varðist
allra frétta og vísaði á Unni
Skúladóttur fiskifræðing.
Unnur staðfesti að niður-
stöður rannsókna í Djúpinu
hefðu verið sendar til sjávarút-
vegsráðuneytisins þar sem
endanleg ákvörðun um hugs-
anlegar veiðar verður tekin í
samráði við vísindamenn
stofnunarinnar. Unnur var ófá-
anleg til þess að gefa upplýs-
ingar um tillögur vísinda-
manna.
Þórður Eyþórsson deildar-
stjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu staðfesti að niðurstöður
Hafró hefðu borist í ráðuneyt-
ið. Hann sagði að ákvörðun
yrði tekin fyrir innan nokkurra
daga. Ekki vildi Þórður slá
neinu föstu um hver niðurstað-
an yrði en staðfesti að slæmt
ástand væri nú í Ísafjarðar-
djúpi.
Af viðbrögðum vísinda-
manna má ætla að ástand mála
sé óvenju slæmt í Ísafjarðar-
djúpi og því litlar sem engar
líkur til þess að veiðar verði
leyfðar á þessari vertíð. Eru
það mjög slæm tíðindi fyrir
útgerðarmenn og sjómenn við
Djúp.
Rækjustofninn í Ísafjarðar-
djúpi hefur verið gjöfull í
gegnum árin. Hæst komust
veiðarnar í 3.000 tonn á ári.
Oftast var veiði á bilinu 2.000
til 2.500 tonn. Fáir stofnar eða
engir hafa verið rannsakaðir
meira undanfarna áratugi en
rækjustofninn í Ísafjarðar-
djúpi. Sömu sögu má segja
um Ísafjarðardjúpið í heild.
Þrátt fyrir það virðist niður-
staðan sú að með aukinni
þekkingu og bættum tækjum
til veiða er ástandið þannig að
ekki verði leyfðar veiðar. Að
sinni að minnsta kosti.
Tekjutap sjómanna og út-
gerðarmann við Djúp er mikið.
Þegar best lét var aflaverðmæti
úr Djúpinu á bilinu 200-300
milljónir króna árlega. Má ætla
að hlutur launa af því afla-
verðmæti sé um 100-150 millj-
ónir króna. Útflutningsverð-
mæti rækju úr Ísafjarðardjúpi
hefur þegar best lét verið á
bilinu 400-500 milljónir
króna.
– hj@bb.is
KFÍ heldur sæti sínu í úr-
valsdeildinni eftir spennu-
þrungnar viðureignir í
fallbaráttunni að undan-
förnu. Áhugamenn um
körfubolta fylgdust spennt-
ir með leik í úrvalsdeild-
inni á mánudagskvöld. Að
þessu sinni var það ekki
leikur KFÍ sem vakti
áhuga manna heldur leik-
ur Þórs í Þorlákshöfn og
Keflavíkur í Keflavík. Til
þess að eiga möguleika á
að halda sæti sínu í deild-
inni urðu leikmenn Þórs að
sigra Keflavík. Það tókst
ekki. Leiknum lauk með
sigri drengjanna í bítla-
bænum með 107 stigum
gegn 102 stigum drengj-
anna úr höfn Þorláks.
Því verður hlutskipti Þórs
að fylgja liðsmönnum
Breiðabliks að spila í 1.
deild á næsta ári. Lið KFÍ
er í 10. sæti með tíu stig
þegar einn leikur er eftir.
Liðin sem falla eru bæði
með 8 stig og geta því með
sigri náð Ísfirðingum að
stigum en KFÍ er með hag-
stæðari úrslit í innbyrðis
viðureignum liðanna og
halda því sínum sætum
mönnum til mikils léttis.
KFÍ hélt
sæti sínu
Ferðaþjónusta Margrétar og
Guðna ehf. sem átti næst læg-
sta tilboð í akstur fyrir Ferða-
þjónustu fatlaðra í Ísafjarðar-
bæ hefur dregið tilboð sitt til
baka. Félagsmálanefnd Ísa-
fjarðarbæjar hafði lagt það til
við bæjarstjórn að tilboðinu
yrði tekið. Málinu var vísað
að nýju til félagsmálanefndar.
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðar-
bæjar á mánudag var lagt fram
bréf frá Ferðaþjónustu Mar-
grétar og Guðna ehf. þar sem
tilkynnt var að fyrirtækið hefði
dregið til baka tilboð sitt í akst-
ur fyrir ferðaþjónustu fatlaðra.
Eins og fram hefur komið í
fréttum átti fyrirtækið næst
lægsta tilboðið í aksturinn. Var
tilboð fyrirtækisins um 10%
hærra en tilboð Stjörnubíla
ehf. Þrátt fyrir það samþykkti
félagsmálanefnd Ísafjarðar-
bæjar að leggja til að tilboði
FMG yrði tekið þar sem nefnd-
in taldi notendur þjónustunnar
viðkvæma fyrir breytingum á
henni. Því væri faglegur ávinn-
ingur af því að skipta ekki um
verktaka þar sem ekki væri að
mati nefndarinnar mikill mun-
ur á lægstu tilboðum.
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri segir ekki hafa komið
fram hvers vegna tilboðið var
dregið til baka.
Samningur um aksturinn
rann út um mánaðarmótin og
féllst Ferðaþjónusta Margrétar
og Guðna á það að halda akstr-
inum áfram þar til ljóst verður
við hvern verður samið um
aksturinn. – hj@bb.is
FMG dregur tilboðið til baka
Ferðaþjónusta fatlaðra í Ísafjarðarbæ
Bræðratunga, þjónustumiðstöð fatlaðra í Tungudal.
09.PM5 12.4.2017, 09:332