Bæjarins besta - 03.03.2004, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 3
Ísafjarðarbær og Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ
Vilji til að endurskoða sjúkraflutninga
Heilbrigðisstofnunin Ísa-
fjarðarbæ hefur lýst yfir vilja
til viðræðna við Ísafjarðarbæ
um endurskoðun á verksamn-
ingum um sjúkraflutninga á
svæði stofnunarinnar. Ísafjarð-
arbær óskaði eftir viðræðum
við Heilbrigðisstofnunina í
nóvember á síðasta ári.
Þröstur Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðis-
stofnunarinnar, segir í bréfi til
bæjarins að stofnunin sé tilbú-
in til við viðræðna með það
fyrir augum að gerður verði
einn samningur um sjúkra-
flutninga í umdæminu í stað
tveggja eins og nú sé. Stofnun-
in leggur til að Ísafjarðarðbær
leggi fram drög að nýjum
samningi sem nái til alls starfs-
svæðisins. Þröstur segir vilja
til þess að annað hvort verði
öllum sjúkraflutningunum
sinnt frá Ísafirði eða að Dýra-
firði verði þjónað sérstaklega
með bíl RKÍ sem er staðsettur
þar.
Fram kemur í bréfinu að
heilbrigðisráðuneytið er með
samning við RKÍ um sjúkra-
bifreið á Þingeyri og hefur
Heilbrigðisstofnunin ekki haft
nein afskipti af rekstri hans á
liðnum árum. Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar, segir menn þar á bæ
vilja taka samninginn til end-
urskoðunar þar sem greiðslur
vegna hans endurspegli ekki
kostnað við rekstur sjúkra-
flutninganna.
– kristinn@bb.is
Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ.
Hagstofa Íslands
Launagreiðendum fjölgar
Þrátt fyrir fækkun íbúa á
undanförnum árum hefur
launagreiðendum á Vest-
fjörðum fjölgað samkvæmt
tölum frá Hagstofu Íslands.
Árið 1998 voru launagreið-
endur á Vestfjörðum 728
talsins en árið 2002 voru þeir
735 að tölu. Flestir launa-
greiðendur voru aðeins með
einn starfsmann árið 2002
eða 475 og hafði fækkað úr
517 árið 1998. Launagreið-
endur með 2-9 starfsmenn
voru 194 árið 2002 og hafði
fjölgað úr 159 árið 1998.
Sömu sögu er að segja af
launagreiðendum með 10-19
starfsmenn. Þeim fjölgaði úr
25 í 36 á sömu árum. Launa-
greiðendum með 20-49 starfs-
menn fjölgaði úr 19 í 21 og
launagreiðendum með 50-99
starfsmenn fjölgaði úr 5 í 6.
Einungis þrír launagreiðendur
eru á Vestfjörðum með 100-
249 starfsmenn árið 2002 og
er það sami fjöldi og árið 1998.
Eru það fjölmennustu launa-
greiðendurnir í landshlutanum
þau ár.
Árið 2002 eru flestir launa-
greiðendurnir í landbúnaði eða
184 talsins og hafði fækkað
nokkuð frá árinu 1998. Ein-
ungis einn launagreiðandi í
landbúnaði á Vestfjörðum var
með fleiri en einn starfsmann
árið 2002. Í fiskveiðum voru
launagreiðendur 135 árið 2002
og hafði fjölgað um 10 frá
árinu 1998. Flestir launagreið-
endurnir í fiskveiðum höfðu
aðeins einn starfsmann eða 72
talsins. Í fiskvinnslu voru
launagreiðendurnir 36 og
hafði fjölgað úr 24 árið 1998.
Þar er starfsmannafjöldinn
mjög mismunandi.
Í mannvirkjagerð fækkaði
launagreiðendum úr 82 í 79.
Fimmtíu launagreiðendur í
mannvirkjagerð eru aðeins
með einn starfsmann. Launa-
greiðendum í verslun og við-
gerðarþjónustu fækkar úr 76 í
66 og þar af eru 26 með einn
starfsmann. Launagreiðend-
um í hótel- og veitingarekstri
fækkar úr 18 í 16 á árunum
1998-2002. Flestir þeirra
hafa einungis einn starfs-
mann eða 9 talsins. Í sam-
göngum og flutningum
stendur fjöldi launagreið-
enda nánast í stað. Þeir voru
61 árið 1998 en 62 árið 2002.
Í opinberri stjórnsýslu
fækkar greiðendum um einn
á þessum árum. Voru þrír en
aðeins tveir 2002. Í fræðslu-
starfsemi fjölgaði greiðend-
um um tvo úr fimm í sjö og
í heilbrigðis- og félagsþjón-
ustu fækkaði launagreiðend-
um um tvo úr 19 í 17.
Tvær heimildarmyndir
eru í undirbúningi um
snjóflóðið sem féll á Flat-
eyri árið 1995. Fréttablaðið
greinir frá því að undir-
búningur hafi staðið yfir í
fjögur ár að mynd sem
Kristrún Lind Birgisdóttir
og Jóhanna Kristjánsdóttir
standa að ásamt þekktum
framleiðanda. Einar Þór
Gunnlaugsson, kvik-
myndagerðarmaður frá
Önundarfirði, hefur einnig
í hyggju að búa til mynd
um snjóflóðið sem fram-
leidd verður af fyrirtækinu
Edisons lifandi kvikmynd-
ir. Einar Þór hyggst hefja
tökur á næstu mánuðum
en vill ekki segja til um
hvenær framleiðslunni
verði lokið. Kristrún Lind
segist í samtali við Frétta-
blaðið engin tengsl hafa við
Einar Þór um gerð mynd-
arinnar og að hún muni
halda sínu striki. „Ég veit
ekkert um áform Einars
Þórs“, sagði hún.
Tvær heimildar-
myndir í undirbúningi
Verið er að undirbúa tón-
listarhátíð á Ísafirði sem
ætlunin er að halda í
Skíðavikunni um páskana.
Meðal tónlistarmanna sem
hafa verið orðaðir við há-
tíðina eru ýmsir af þeim
Íslendingum sem hafa ver-
ið að ná hvað lengst á er-
lendri grundu á síðustu
árum. Örn Elías Guð-
mundsson, jafnframt
þekktur sem tónlistar-
maðurinn Mugion, stað-
festi að ýmsir aðilar á Ísa-
firði hefðu tekið höndum
saman um að undirbúa
tónleikadagskrá um pásk-
ana en vildi að svo stöddu
ekki gefa upp hvaða lista-
menn kæmu fram. Verið
væri að setja saman dag-
skrá og yrði hún kynnt
innan skamms.
Tónlistarhátíð
í bígerð á Skíðaviku
Sparisjóður Vestfirðinga tapaði 27,1 milljón króna á árinu
2003. Það er töluvert verri afkoma en árið áður þegar reksturinn
skilaði 10,2 milljóna króna hagnaði. Vaxtatekjur sjóðsins voru
rúmlega 621 milljón króna sem er tæplega 19% samdráttur á
milli ára. Vaxtagjöld sjóðsins lækkuðu enn meira eða um rúm
23% úr 453 milljónum króna í 347 milljónir króna. Hreinar
vaxtatekjur sjóðsins minnkuðu því um rúm 11%. Aðrar rekstr-
artekjur sjóðsins jukust hinsvegar umtalsvert eða úr 118 millj-
ónum króna í 223 og nemur því hækkunin um 88% á milli ára.
Önnur rekstrargjöld hækka milli ára um 8,5%.
Framlag í afskriftareikning útlána eykst um tæp 68% á milli
ára og fer úr 132 milljónum króna í tæplega 222. Eiginfjárhlutfall
sjóðsins hækkaði úr 9.9% í 11,7% en það má ekki vera lægra en
8% í rekstri fjármálastofnana. Innlán jukust um 5% á árinu
2003 en aukningin var 23,6% á árinu 2002. Útlán jukurst um
3.8% samanborið við 6,3% á árinu 2002. Stöðugildum hjá
sjóðnum fjölgaði úr 32 á árinu 2002 í 35 á árinu 2003.
Í tilkynningu frá Sparisjóði Vestfirðinga segir að rekstrar-
umhverfi sjóðsins hafi verið erfitt á liðnu ári. Framlag í afskrift-
arreikning sjóðsins sé mun meira en gert hafi verið ráð fyrir. Þá
segir einnig að þrátt fyrir tap og tímabundna erfiðleika í rekstri
sé eiginfjárstaða sjóðsins góð. – hj@bb.is
Tapaði 27milljónum á árinu 2003
Sparisjóður Vestfirðinga
Sparisjóður Vestfirðinga á Ísafirði.
Brunavarnir bættar
í Sundhöll Ísafjarðar
Ráðist verður í endurbæt-
ur á brunavörnum íþrótta-
hússins á Flateyri og Sund-
hallar Ísafjarðar í kjölfar
úttektar eldvarnareftirlits
Ísafjarðarbæjar á húsun-
um. Ástand brunavarna í
Sundhöllinni var talið
slæmt en sæmilegt í
íþróttahúsinu á Flateyri.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Ísafjarðar fjallaði um mál-
ið og fól Birni Helgasyni,
íþrótta- og æskulýðsfull-
trúa að gera strax úrbætur
á því sem hægt er en öðr-
um þáttum var vísað til
tæknideildar bæjarins til
frekari útfærslu. Björn
segir tiltölulega einfalt mál
að uppfylla tilmæli eld-
varnareftirlitsins vegna
íþróttahússins á Flateyri
og verði gengið í það. Meiri
aðgerð sé hins vegar að
verða við tilmælunum
vegna Sundhallarinnar á
Ísafirði enda sé það mun
eldra hús. „Þar er þó mjög
margt sem við getum að-
hafst strax og erum komin
á fullt í að lagfæra t.d.
varðandi neyðarljós og
merkingu flóttaleiða.“
Sundhöll Ísafjarðar var
byggð árið 1945. Þar þarf
að sögn Björns m.a. að
bæta við flóttaleiðum í
kjallara og á lofti þar sem
bókasafnið á Ísafirði var
áður til húsa. Auk þess er
farið fram á að settar verði
upp sjálfvirkar eldvarnar-
hurðir við sundlaug og
íþróttasal. „Þetta eru
nokkuð umfangsmiklar
framkvæmdir og þarf
líklega að gera töluverðar
breytingar á húsinu til að
koma hurðunum við en
þær eru að auki mjög
dýrar. Við höfðum ekki
gert ráð fyrir slíkum fram-
kvæmdum í fjárhagsáætl-
un“, sagði Björn.
– kristinn@bb.is
09.PM5 12.4.2017, 09:333