Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 7
Menntaskólinn á Ísafirði
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Háskólakynning á Ísafirði
Háskólar landsins verða með kynningu í Menntaskólanum á Ísa-
firði laugardaginn 6. mars nk., kl. 11:00-15:30.
Þar gefst fólki kostur á að fræðast um námsframboð, jafnt fjar-
nám sem staðnám, ræða við námsráðgjafa eða kynningarstjóra
skólanna og fá upplýsingar um flest það er háskólanám varðar.
Fólk er hvatt til að nýta sér þennan möguleika. Það er ekki seinna
vænna að huga að námi næsta vetrar.
Kynningin er fyrir alla, jafnt framhaldsskólanema sem fullorðna.
Menntaskólinn á Ísafirði
Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Menntaskólinn á Ísafirði
– öflugur framhaldsskóli á Vestfjörðum
Opið hús 4. mars
2004 kl. 14-16
Bóknám
Stúdentsbrautir:
Náttúrufræðibraut,
Félagsfræðibraut.
Viðskiptabraut.
Almenn námsbraut, leiði 1,2 og nýbúanám.
Starfsbraut.
Verknám
Rafiðnir, grunndeild.
Málmiðnir, grunndeild.
Vélstjórn, 1. og 2. stig.
Samningsbundið iðnnám.
Allir eru hjartanlega velkomnir að kynna
sér starfsemi skólans og bjóðum við sér-
staklega nemendum 10. bekkjar grunnskóla.
Skólameistari.
Framkvæmdastjóri
Héraðssamband Vestfirðinga óskar eftir
að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf. Þarf
hann að geta hafið störf sem fyrst. Í boði er
áhugavert og krefjandi starf í líflegu umhverfi.
Reynsla af starfi innan íþróttahreyfingarinnar
er æskileg sem og hæfni í mannlegum
samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 10. mars.
Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson,
framkvæmdastjóri á skrifstofu sambands-
ins að Hrannargötu 2 á milli kl. 9 og 15 eða
í síma 898 7292.
Umsóknum skal skilað á sama stað.
Ísafjarðarbær, Grundar-
fjarðarbær, Fjarðarbyggð og
Fjölmenningarsetrið hafa átt í
samstarfi um þýðingu á stöðl-
uðum húsaleigusamningi á
pólsku. Elsa Arnardóttir, for-
stöðumaður Fjölmenningar-
seturs, segir fólk þurfa hús-
næði um leið og það komi til
landsins.
„Því getum við ekki gert
kröfu um að fólk sé farið skilja
íslensku þegar það gengur frá
húsaleigusamningi. Þetta er
dæmi um skjal sem léttir öllum
lífið“, segir Elsa. Þýðingin er
bæði á pólsku og íslensku.
„Það var talið mikilvægt að
hafa íslenskuna með svo að
ekki fari á milli mála hvaða
ákvæði er verið að tala um og
einnig styður það undir ís-
lenskunámið að hafa hana
með“, sagði Elsa.
Pólverjar eru langfjölmenn-
asti hópur innflytjenda á Ís-
landi. Fjölmenningarsetur
dreifir samningnum til allra
sem þess óska.
– kristinn@bb.is
Staðlaður húsaleigusamningur
Þýddur á pólsku
Niðurgreiðslur rafhitunar hjá Orkubúi Vestfjarða
Rúmlega 72 þúsund
krónur á hvern notanda
Niðurgreiðslur rafhitunar á
hvern notanda hjá Orkubúi
Vestfjarða voru samtals
72.145 krónur árið 2002 og
nutu 2.596 notendur niður-
greiðslna á starfssvæði fyrir-
tækisins. Þetta kemur fram í
svari iðnaðarráðherra, Val-
gerðar Sverrisdóttur, við fyrir-
spurn Kristjáns L. Möller al-
þingismanns Samfylkingar-
innar.
Í svari ráðherra kemur fram
að á árunum 1990 til 2002 var
tæpum 6,4 milljörðum króna
varið til niðurgreiðslu rafhit-
unar á landinu öllu. Á verðlagi
ársins 2004 er upphæðin um 8
milljarðar króna. Niðurgreið-
slur ársins 2002 voru 863,4
milljónir króna eða um 74.900
krónur á hvern notanda.
Til hvers notanda á dreifi-
svæði RARIK komu rúmar 77
þúsund krónur í niðurgreiðsl-
ur, til hvers notanda Hitaveitu
Suðurnesja í Vestmannaeyjum
runnu 59.890 krónur og til
hvers notanda hjá Rafveitu
Reyðarfjarðar var varið 77.887
krónum.
Þegar kjördæmamörk eru
skoðuð kemur í ljós að til hvers
notanda í Norðvesturkjör-
dæmis runnu 72.650 krónur,
til hvers notanda í Norðaust-
urkjördæmi runnu 74.900
krónur og í Suðurkjördæmi
komu 69.696 krónur í hlut
hvers og eins notanda.
Af einstökum sveitarfélög-
um kom langmest í hlut íbúa
Ísafjarðarbæjar eða tæpar 109
milljónir króna á árinu 2002
eða um 12,7% af öllum niður-
greiðslum. Næst á eftir koma
Vestmannaeyjar með tæpar 83
milljónir og Fjarðabyggð með
tæplega 71 milljón króna.
Af einstökum byggðarlög-
um á Vestfjörðum má nefna
að til niðurgreiðslu á rafhitun
á Ísafirði fóru rúmar 75 millj-
ónir króna, til Bolungarvíkur
27 milljónir, til Patreksfjarðar
22 milljónir, til Þingeyrar 13
milljónir, til Hólmavíkur tæpar
12 milljónir, til Flateyrar 10
milljónir og til Suðureyrar 9,5
milljónir króna.
– hj@bb.is
Samtals runnu rúmar 72 þúsund krónur í niðurgreiðslu á rafhitun til hvers viðskiptavinar
Orkubús Vestfjarða.
Fjórar hafnir stofna samtökin Cruise Iceland
Ísafjarðarhöfn meðal stofnaðila
Hafnirnar á Ísafirði, Akur-
eyri, Reykjavík og Seyðisfirði
stofnuðu fyrir stuttu samtökin
Cruise Iceland ásamt Ferða-
málaráði og Ferðaskrifstof-
unni Atlantik. Samtökunum er
ætlað að efla þann hluta ferða-
þjónustunnar hér á landi sem
lýtur að skemmtiferðaskipum.
Tilurð samtakanna má rekja
til samstarfs hafnanna á Ísa-
firði, Akureyri og Reykjavík
um þjónustu við skemmti-
ferðaskip og markaðssetningu.
Í hitteðfyrra fengu hafnirnar
ásamt skrifstofu Ferðamála-
ráðs í New York erlendan ráð-
gjafa til að gera úttekt á mögu-
leikum Íslands í greininni og
setti hann fram hugmyndina
um að stofna samtök hags-
fyrirtæki, einstaklingar og
sjálfstæðir atvinnurekendur
sem starfa í þjónustuiðnaði við
skemmtiferðaskip eða í skyld-
um greinum gengið í samtök-
in.
„Þetta er rökrétt framhald
af því samstarfi sem hafnirnar
hafa verið í ásamt ferðaþjón-
ustuaðilum. Okkur þótti rétt
að útvíkka starfsemina og kalla
til alla þá sem hafa hagsmuni
af komu skemmtiferðaskipa til
landsins“, sagði Guðmundur.
– kristinn@bb.is
munaaðila til að þróa mark-
aðssetningu Íslands sem ákjós-
anlegs áfangastaðar fyrir
skemmtiferðaskip.
Guðmundur M. Kristjáns-
son, hafnarstjóri Ísafjarðar-
bæjar, segir að unnið hafi verið
að hugmyndinni um nokkurt
skeið og m.a. litið til sambæri-
lega samtaka á Norðurlönd-
unum. Stefnt er að því að fjölga
félögum í samtökunum og geta
Skemmtiferðaskipið Hanseatic í höfn á Ísafirði.
09.PM5 12.4.2017, 09:337