Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2004, Síða 10

Bæjarins besta - 03.03.2004, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 200410 Félagsmálanefnd vill ekki taka lægsta tilboði í akstur fatlaðra Mat nefndarinnar að faglegur ávinn- ingur vegi þyngra en fjárhagslegur Félagsmálanefnd Ísafjarðar- bæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að taka tilboði Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf. í akstur fatlaðra þrátt fyrir að það sé um 10% hærra en læg- sta tilboðið sem kom frá Stjörnubílum ehf. Munur á til- boðunum er um 1,2 milljónir á samningstímanum. Fyrir nokkru var boðinn út akstur fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra sem Ísafjarðarbær rekur. Þar kemur fram að verkið felist í akstri fatlaðra og aldraðra ein- staklinga, svo sem milli heim- ila og stofnana, þegar viðkom- andi getur ekki nýtt sér al- menna ferðaþjónustu eða ferð- ast á eigin vegum. Tilboð voru opnuð 4.febrúar og bárust fimm tilboð. Tilboð Stjörnubíla var lægst og var að upphæð 3,3 milljónir króna. Tilboð Ferðaþjónustu Mar- grétar og Guðna ehf. var að upphæð 3,6 milljónir króna, tilboð Sophusar Magnússonar var að upphæð 6,1 milljónir króna, tilboð F&S Hópferða- bíla ehf. var að upphæð 6,9 milljónir króna og hæst var tilboð Úlfars ehf. að upphæð 12,5 milljónir króna. Framangreindar fjárhæðir eru reiknaðar af tæknideild Ísafjarðarbæjar á grundvelli þess aksturs sem verið hefur og miðast við akstur á ári. Ferðafjöldi er misjafn milli ára þannig að umfang akstursins getur minnkað en einnig aukist enda voru tilboð miðuð við einingaverð. Tæknideild Ísafjarðarbæjar var falið að fara yfir tilboðin og óskaði eftir frekari gögnum frá Stjörnubílum og Ferða- þjónustu Margrétar og Guðna. Eftir að hafa farið yfir þau gögn taldi tæknideild bæði fyr- irtækin hæf til þess að taka verkið að sér samkvæmt út- boðslýsingu. Á fundi félagsmálanefndar voru lögð fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, bæjartækni- fræðingi, þar sem m.a. voru samanburðar upplýsingar við önnur sveitarfélög og punktar frá fundi með framkvæmda- stjóra Stjörnubíla ehf. Einnig var lögð fram greinargerð for- stöðumanns Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu Ísafjarðar- bæjar vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Félagsmálanefnd ákvað síð- an með vísan til þeirra gagna sem aflað var að leggja til við bæjarstjórn að tilboði Ferða- þjónustu Margrétar og Guðna verði tekið þrátt fyrir að það verði á samningstímanum um 1,2 milljónum króna dýrara en tilboð Stjörnubíla. Í sam- þykkt nefndarinnar er þess get- ið að það sé mat nefndarinnar að faglegur ávinningur sem hlýst af því að taka tilboði FMG vegi þyngra en sá fjár- hagslegi ávinningur sem verði af því að taka tilboði Stjörnu- bíla. Þar sé horft til þess hve notendur þjónustunnar séu al- mennt viðkvæmir fyrir breyt- ingum á henni, eins og segir í bókun félagsmálanefndar. Á fundi bæjarráðs Ísafjarð- arbæjar í síðustu viku var til- laga félagsmálanefndar tekin fyrir. Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs annar eig- andi Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., sat ekki fund- inn og stýrði Birna Lárusdóttir fundinum í hans fjarveru. Samkvæmt heimildum blaðs- ins var það vilji meirihluta bæjarráðs að afgreiða tillögu félagsmálanefndar þrátt fyrir að bæjarráð hefði ekki nein gögn undir höndum um málið önnur en fundargerð félags- málanefndar. Eftir nokkrar umræður var fallist á kröfu bæjarráðsfulltrúa Samfylking- arinnar um að óska eftir frekari gögnum vegna málsins fyrir næsta fund bæjarráðs sem haldinn verður í næstu viku. Ekki náðist í Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, for- stöðumann Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu, né Kristjönu Sigurðardóttur, formann fé- lagsmálanefndar, vegna máls- ins. Hörður Högnason varafor- maður félagsmálanefndar Ísa- fjarðarbæjar sagði í samtali við blaðið að til væru margar kannanir sem sýndu að við- skiptavinir þjónustu eins og Ferðaþjónustu fatlaðra væru viðkvæmari fyrir breytingum en ófatlaðir. Í ljósi þess hversu lítill munur var á tilboðunum hafi það, ásamt öðrum fyrir- liggjandi gögnum, haft áhrif á þá ákvörðun nefndarinnar að taka tilboði þess aðila sem hefði sinnt þjónustunni undan- farin ár. Aðspurður sagðist Hörður ekki geta svarað því hvaða önnur gögn hefðu legið til grundvallar ákvörðun nefndar- innar. Að sögn Harðar hefur núverandi verktaki staðið sig framúrskarandi vel og það hafi vegið nokkuð í ákvörðun nefndarinnar. Hörður treysti sér ekki til þess að svara því hvenær faglegir þættir hættu að vega þyngra en fjárhags- legir í ljósi þess að nokkur munur var á tilboðunum. Það yrði að mati Harðar að skoða í hvert sinn enda hefðu útboðs- gögn borið það með sér að taka mætti hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Helga Björk Jóhannsdóttir, hjá Svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra á Vestfjörðum, sagði í samtali við blaðið að ekki hefði verið leitað um- sagnar skrifstofunnar vegna þessa máls. Fatlaðir séu eins og annað fólk misjafnlega við- kvæmir fyrir breytingum en slíkt sé ekki í þeim mæli að það valdi fólki tjóni. Helga sagðist ekki vita til þess að nein könnun hefði verið gerð vegna slíkra hluta. – hj@bb.is Olíudreifing ehf. og Skelj- ungur hf. vilja ekki flytja olíu- birgðastöð félaganna á Ísafirði niður á Suðurtanga en vilja í þess stað endurbyggja núver- andi olíubirgðastöð við Suður- götu. Þetta kemur fram í bréfi Olíudreifingar til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þar sem er ítrekuð ósk félaganna um að Ísafjarðarbær úthluti þeim við- bótarlóð við hlið núverandi birgðastöðvar. Olíudreifing áætlar að það kosti 50 milljónum króna meira að byggja upp nýja olíu- birgðastöð á Suðurtanga en að endurbyggja og stækka núver- andi birgðastöð við Suðurgötu. „Það er því ósk félaganna beggja að aðilar komi sér sam- an um lausn sem tryggi að núverandi olíubirgðastöð fé- laganna á staðnum verði end- urbyggð.“ Ósk um viðbótarlóð segir Olíudreifing tilkomna vegna augljósra þarfa félaganna fyrir að lagfæra ástand núverandi birgðastöðvar og að koma fyrir bensínsbirgðageymum ásamt nýju áfylliplani sem hvort um sig auki öryggi við geymslu og meðhöndlun eldsneytis í stöðinni. „Af hálfu Olíudreif- ingar ehf. og Skeljungs hf. er brýnt að niðurstaða komist þetta mál hið fyrsta svo hefjast megi handa við endurbygg- ingu eldsneytisbirgðastöðvar félaganna svo skjótt sem auðið er þannig að stöðin komist í ásættanlegt lag m.t.t. öryggis og ásýndar.“ Lengi vel lögðu hafnaryfir- völd til lóð undir nýja olíu- birgðastöð neðst í Suðurtanga en nú er reiknað með lóð undir birgðastöðina nær Sundahöfn- inni á Ísafirði. – kristinn@bb.is Vilja endurbyggja birgða- stöðina við Suðurgötu Olíudreifing ehf. og Olíufélagið Skeljungur hf. Hluti olíutankanna við Suðurgötu. 09.PM5 12.4.2017, 09:3310

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.