Bæjarins besta - 03.03.2004, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 200414
> RÚV: 6. mars kl. 22:35
Í þessari bresku bíómynd, sem er
frá árinu 1998, er sagt frá því
hvernig Elísabet fyrsta kom til
ríkis á Englandi og frá fyrstu ár-
um hennar á valdastóli, en sú saga
er full af leynimakki, banatilræð-
um og aftökum. Í aðalhlutverkum
eru Cate Blanchett (mynd),
Geoffrey Rush, Joseph Fiennes og
Richard Attenborough.
Elísabet fyrsta á Englandi
> Stöð 2: 6. mars kl. 21:45
Herra Deeds er rómantísk gaman-
mynd með Adam Sandler og Wio-
nu Ryder í aðalhlutverkum. Góð-
hjartaður náungi erfir stórfé eftir
frænda sinn og veröldin kollvarpast.
Longfellow Deeds rekur pítsustað í
smábæ en flytur til stórborgarinnar
í kjölfar umskiptanna. Allir vilja fá
sinn hluta af peningunum og Deeds
veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Herra Deeds
> Sýn: 7. mars kl. 11:15 +
Enska bikarkeppnin verður í
brennidepli á Sýn í dag en
þrír leikir verða sýndir beint.
Erfitt er að spá fyrir um
úrslit en eftir dráttinn í átta
liða úrslit var ljóst að minnst
eitt lið úr neðri deildunum
kæmist í undanúrslit. Veðmangarar hölluðust flestir að
sigri Arsenal eða Manchester United í bikarnum en
margir vildu sjá þessi lið mætast í úrslitaleiknum.
Bikardagur á Sýn
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s við
suðurströndina fram eftir
degi en annars hægari.
Skýjað með köflum.
Horfur á laugardag:
Stíf suðaustanátt með
dálítilli rigningu eða súld,
en hægari og bjart fyrir
norðan og austan.
Horfur á sunnudag:
Suðvestan átt og skúrir
eða él, en sunnanátt og
rigning austanlands.
Horfur á mánudag:
Suðlæg átt og smáskúrir
eða él, bjart norðanlands.
Spurningin
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Aðeins
er tekið við einu svari frá hverri
tölvu. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Ertu flughrædd(ur)?
Alls svöruðu 340.
Já sögðu 82 eða 24%
Nei sögðu 173 eða 51%
Stundum sögðu
85eða 25%
Kirkjustarf
Ísafjarðarkirkja:
Messa og kirkjuskóli á
sunnudag kl. 11:00. Ungl-
ingamessa á sunnudags-
kvöld kl. 20:30.
Hnífsdalskapella:
Sunnudagsskóli kl. 13:00.
Holtskirkja:
Fjölskylduguðsþjónusta á
æskulýðsdaginn 7. mars
kl. 14:00. Börn og ungl-
ingar aðstoða. Mikill
söngur.
Flateyrarkirkja:
Barnastarf á miðvikudag
kl. 16:30.
Halldór kvaddur með viðhöfn
af samstarfsmönnum á höfninni
Halldór Hermannsson var kvaddur með
viðhöfn þegar hann lauk síðasta vinnudegin-
um á Ísafjarðarhöfn síðdegis á föstudag.
Halldór lætur af störfum fyrir aldurs sakir og
bauð vinum og velunnurum til veislu á hafn-
arskrifstofunni af því tilefni. Þangað komu
viðskiptamenn hafnarinnar í sem víðustum
skilningi þess orðs og héldu upp á tímamótin
með Halldóri.
Glatt var á hjalla eins og við er að búast
þegar Halldór á í hlut og kvöddu ýmsir sér
hljóðs til að þakka fyrir samstarfið á höfninni.
– kristinn@bb.is
Halldór ásamt samstarfsmönnum á höfninni. Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri, Theódór R. Theódórsson, Theódór Theódórsson,
Jónas Finnbogason, Guðrún Guðmannsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, skjalavörður Ísafjarðarhafnar og Hjalti Þórarinsson.
Þriðja kynslóð BB
vefsins tekin í notkun
Þriðja kynslóð bb.is var
tekin í notkun með pompi
og prakt í Faktorshúsinu í
Hæstakaupstað á Ísafirði á
laugardag. Eins og lesend-
ur bb.is hafa tekið eftir, hef-
ur vefurinn tekið veruleg-
um breytingum, og í raun
verið endurgerður frá
grunni, þó skipulag efnis sé
í grófum dráttum svipað og
verið hefur.
Umsjón með breytingun-
um hafði Jónatan Einars-
son en hann hannaði síð-
ustu útgáfu BB-vefsins. Skipt
var um grunnkerfi vefsins
m.a. til anna síaukinni að-
sókn og gera hann léttari í
vafri. Framvegis verður
hann keyrður á vefumsjón-
arkerfinu Lisa.net frá Innn
hf. og hýstur hjá Skýrr hf.
– kristinn@bb.is
Hildur María Halldórsdóttir og Kristín Ósk Sigurjónsdóttir opnuðu vefinn formlega en þær eru dætur Halldórs
Sveinbjörnssonar og Sigurjóns J. Sigurðssonar, stofnenda H-prents ehf. sem rekur bb.is.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson (tv) og Jónatan
Einarsson, aðalhönnuður vefjarins. Frá opnunarhófinu í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað.
09.PM5 12.4.2017, 09:3314