Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Page 15

Bæjarins besta - 28.05.2003, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 15Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Dómur í máli vegna líkamsárásar á Ísafirði Refsingu frestað skilorðsbundið Kveðinn var upp dómur í Héraðsdómi Vestfjarða í síð- ustu viku í máli sem ríkis- saksóknari höfðaði á hendur tæplega tvítugum Ísfirðingi fyrir líkamsárás. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugar- dags síðsumars 2001 fyrir utan veitingastaðina Sjallann og Krúsina á Ísafirði. Niður- staða dómsins var sú að ákvörðun refsingar ákærða skyldi frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð. Ákærði var hins veg- ar dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns að fjárhæð 100.000 krónur. Ákærði var sakaður um að hafa slegið annan mann ítrek- að í höfuðið með bjórflösku úr gleri með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga á vinstra auga, bólgu á augn- hvarmi vinstra megin niður á miðja kinn og á nefboga og lítinn skurð þar við. Dómurinn taldi þetta brot mannsins sann- að. Fram kemur í dómnum að maðurinn hefur ekki sætt refsingum sem hafa áhrif á ákvörðun refsingar hans. Dómurinn hafði í huga að hann notaði barefli en einnig var litið til þess að lögreglu- maður sem varð vitni að at- vikinu bar að högg sem hann greiddi með því hefðu ekki virst mjög þung. Afleiðingar árásarinnar virðast ekki hafa verið alvarlegar og kveðst sá sem fyrir árásinni varð hafa náð sér að fullu, eftir því sem segir í dómnum. Þingeyri Dýrafjarðardag- ar í byrjun júlí Dýrafjarðardagar verða haldnir á Þingeyri í sumar, annað árið í röð. Hátíðin þótti takast með ágætum í fyrra- sumar og stóðu tekjur af henni undir kostnaði. Stefnt er að því að hátíðin standi að þessu sinni frá föstudegi til sunnu- dags fyrstu helgi júlímánaðar. Á undirbúningsfundi kom fram fjöldi hugmynda að dag- skrá. Hún verður kynnt þegar nær dregur en hefst væntan- lega með kraftakeppni Vest- fjarðavíkinga. Gert er ráð fyrir að á Þingeyri rísi myndarlegt tjald sem hýsi sölubása með listmuni og veitingar. Til skoðunar er að halda strandveislu og bjóða upp á sjóstangaveiði, marhnúta- veiði, kajakróður, hestaferðir, hraðbátasiglingar, mínígolf og sitthvað fleira. Bílaflutningur í stórtækara lagi Trukkur hlaðinn sex nýjum fólksbifreiðum kom til Ísa- fjarðar í síðustu viku. Bílarnir eru frá Ingvari Helgasyni hf. og verða til sölu á nýrri bílasölu Guðna G. Jóhannesson- ar á Ísafirði. Óhætt er að segja að bílaflutningur af þessu tagi sé sjaldséður hér vestra og helst að þetta hafi minnt á slíka flutninga erlendis. Guðni segir að ætlunin sé að opna bílasöluna um helgina. Grunnskólar á Vestfjörðum Gott útlit í kennaramálum Almennt virðast ekki vera miklar hreyfingar á kennara- liði grunnskóla á Vestfjörðum, að minnsta kosti ekki hjá þeim sem haft hefur verið samband við. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, segir þrjá til fjóra kennara hætta hjá skólanum nú í vor og einhverja hreyfingu vera á öðru starfsfólki. „Ég hygg að þetta sé mjög eðlileg hreyfing en hér eru um 80 starfsmenn. Ég þekki sögu þessara mála hér ekki mjög langt aftur í tímann en við erum mjög vel sett. Almenna reglan hefur verið sú að þegar þrengir á vinnumarkaðinum, þá eru skólarnir mjög vel settir, og þó að uppgangstímar séu framundan virðast þeir ekki vera í hendi.“ Hjá Grunnskólanum á Tálknafirði vantaði einn kenn- ara og hefur hann þegar verið ráðinn. Ingólfur Kjartansson skólastjóri segir slíkt ekki hafa gerst áður. „Að minnsta kosti ekki svo lengi sem næstelstu menn muna. Ástandið hjá okk- ur er mjög gott. Réttindakenn- urum fer fjölgandi og við erum með háskólamenntaða leið- beinendur. Það er mikil ham- ingja hér með þessa stöðu.“ Victor Örn Victorsson, skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík, segir eina almenna kennarastöðu lausa við skól- ann en að auki vanti sérkenn- ara. „Ég held að þetta sé mjög eðlilegt, það hefur oft verið mun meiri vöntun á kennurum hér. Við erum mjög róleg yfir þessu enda er fólk þegar farið að spyrjast fyrir. Aftur á móti vantar okkur húsnæði því að allt íbúðarhúsnæði í bænum er uppurið,“ sagði Victor Örn Victorsson. Grunnskólinn á Ísafirði. Móttaka skemmtiferðaskipa Sérstakur starfs- maður ráðinn Í sumar verður ráðinn starfsmaður til að sjá um móttöku skemmtiferða- skipa á Ísafirði, sem og hreinsun og skipulagningu opinna svæða í Ísafjarðar- bæ. Gert er ráð fyrir að hann verði í fullri vinnu í júní, júlí og ágúst. „Starfið er tvíþætt en hér er um reynsluverkefni að ræða“, segir Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarð- arbæjar. „Annars vegar felur starfið í sér móttöku skemmtiferðaskipa, upp- lýsingagjöf til farþega og samvinnu við þjónustuaðila í bænum. Hins vegar geng- ur það út á að skipuleggja hreinsun opinna svæða í Ísafjarðarbæ og gera áætl- un um þjónustumerkingar. Víða eru opin svæði sem þarf að taka í gegn. Finna þarf eigendur að ýmsu drasli og verður sá hluti verkefnisins unninn í sam- vinnu við Ísafjarðarhöfn, tæknideild Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlit Vest- fjarða“, segir Rúnar Óli. Sýnishorn af söluskrá BMW 316i árg. 2000, ekinn 34 þús. km. Verð kr. 2.100.000.- Daewoo Lanos árg. 1999, ekinn 49 þús. km. Verð kr. 600.000.- Opel Astra árg. 1999, ekinn 62 þús. km. Verð kr. 830.000.- VW Passat árg. 1998, ekinn 67 þús. km. Verð kr. 1.370.000.- Toyota Corolla stw. árg. 98, ek. 62 þús. Verð kr. 795.000.- MMC Lancer árg. 1997, ekinn 88 þús. km. Verð kr. 640.000.- Toyota Corolla árg. 1998, ekin 81 þús. km. Verð kr. 790.000.- Toyota Yaris árg. 2000, ekin 66 þús. km. Verð kr. 720.000.- Suzuki Vitara árg. 1998, ekinn 86 þús. km. Verð kr. 1.280.000. Subaru Legacy árg. 2001, ek. 24 þús. km. Verð kr. 1.870.000.- Suðurgötu 9, Ísafirði Sími 456 3800 Skemmtiferðaskipið Deutschland. 21.PM5 18.4.2017, 11:0615

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.