Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2003, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 04.06.2003, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði ávarpar nýstúdentana við útskriftarathöfnina í Ísafjarðarkirkju. Menntaskólanum á Ísafirði var slitið við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju Aldrei hafa fleiri dagskólanem- endur verið við nám í skólanum Þrjátíu og níu nemendur, þar af 29 stúdentar, voru braut- skráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju á laugardag. Úr verknámi útskrifuðust að þessu sinni 1 málarameistari, 5 vélstjórar, þar af 1 vélvirki, og 4 nemendur af starfsbraut, þar af einn á Hólmavík. Stúdentarnir skiptust þannig að 7 voru brautskráðir af nátt- úrufræðibraut, 11 af hagfræði- og tölvubraut, 5 af félags- fræðibraut og 6 af mála- og samfélagsbraut. Hæsta meðal- einkunn á stúdentsprófi í ár var 9,04 og var Herdís Anna Jónasdóttir dux scholae. Fjöldi gamalla nemenda var við skólaslitin og fluttu fulltrúar nokkurra afmælisárganga ávörp. Stúdentar aldrei fleiri Í skýrslu Ólínu Þorvarð- ardóttur skólameistara við skólaslitin kom fram, að alls hafa 63 nemendur útskrifast Þær luku námi af starfsbraut Menntaskólans á Ísafirði. Fjórði nemandinn í þeim hópi stundaði nám sitt á Hólmavík og var ekki við athöfnina á Ísafirði. frá Menntaskólanum á Ísafirði í vetur. Um áramót brautskráði skólinn 24 nemendur, þar af 7 stúdenta, og var það stærsta jólaútskrift við skólann frá upphafi. Þannig hafa aldrei fleiri stúdentar útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði en á liðnu skólaári og aldrei hafa fleiri dagskólanemendur verið við nám í skólanum. Síðast- liðið haust hófu um 350 nem- endur nám við skólann, þar af 310 dagskólanemar. Á vorönn voru dagskólanemar 318 og kvöldskólanemar 38. Fram kom í skýrslu skóla- meistara, að brottfall nemenda á nýliðnu skólaári var verulega miklu minna en áður. „Sú nið- urstaða er sannarlegt gleðiefni fyrir alla aðstandendur og vel- unnara skólans, ekki síst starfsfólk hans og skólameist- ara, því markvisst hefur verið unnið að því undanfarin miss- eri að minnka brottfall og bæta námsárangur í skólanum með sértækum aðgerðum, aukinni umsjón og breytingu á skóla- reglum“, sagði Ólína. Verknáms- kostum fjölgað Skólameistari sagði að að- sókn hefði aukist mest í bók- náminu og svo virtist sem ungt fólk sæki frekar í bókvit en verkvit á þessum síðustu tím- um. „Hvort tveggja hefur þó bæði hagnýtt og huglægt gildi. Það er mikils um vert fyrir hvert samfélag að hafa vel menntað fólk á öllum sviðum atvinnulífsins, bæði til hugar og handa. Undirstöðuþekking í verknámi nýtist ekki aðeins í verklegum greinum – hinni svokölluðu iðnmenntun – því hún getur einnig komið sér vel í ýmsum bóklegum grein- um eins og stærðfræði og raun- greinum og verið góður grunn- ur í verkfræði og tækninámi á háskólastigi, svo dæmi sé tek- ið. Verknám býður upp á mun fleiri möguleika en fólk al- mennt gerir sér grein fyrir. Hér við Menntaskólann á Ísafirði er vilji fyrir því að auka val- möguleika ungmenna til verk- náms, og því höfum við ákveð- ið að bjóða næsta haust upp á nýtt grunnnám í byggingar- greinum, þar sem nemendum gefst kostur á því að kynna sér í einum áfanga ýmsar greinar verknáms á borð við trésmíði, pípulagnir, múrverk og húsa- málun. Er það von okkar að þetta megi glæða skilning á inntaki verkgreina og auð- velda nemendum að gera upp hug sinn varðandi það hvort verknám á við þá eða ekki.“ Nýjungar á næstu önn „Fleiri nýjungar eru á döf- inni í námsframboði skólans á næstu önn“, sagði skóla- meistari. „Menntamálaráðu- neytið hefur nú veitt skólanum styrk til þess að koma á fót Fjölmenningarbraut – al- mennri námsbraut fyrir nýbúa. Jafnhliða er nú unnið að end- urskipulagningu á almennu námsbrautinni, sem hingað til hefur einkum staðið þeim til boða sem ekki hafa staðist öll samræmd próf úr grunnskóla. Með leið þrjú á almennri námsbraut verður nú opnaður valkostur fyrir nemendur sem eru óráðnir í námi til þess að undirbúa frekara framhalds- nám og finna sig í framhalds- skólaumhverfinu.“ Breytingar á starfsliði Nokkrar breytingar verða í starfsliði skólans. Nú í vor hverfa frá skólanum Edda Kristmundsdóttir bókavörður, Ásgerður Bergsdóttir áfanga- stjóri og íslenskukennari, Baldur Gunnarsson ensku- kennari og Jón Reynir Sigur- vinsson, aðstoðarskólameist- ari, sem fengið hefur launa- laust leyfi til eins árs. Við stöðu áfangastjóra tekur Guðmund- ur Þór Gunnarsson og Guð- bjartur Ólason mun gegna starfi aðstoðarskólameistara. Vel hefur gengið að ráða kenn- ara til starfa að þessu sinni. Metnaðarfullur hópur „Að öllu samanlögðu má skólinn vel við una að loknu þessu starfsári. Við höfum náð gleðilegum árangri í innra starfi skólans þrátt fyrir harðn- andi rekstrarskilyrði í um- hverfi framhaldsskólanna. Starfsfólk Menntaskólans á Ísafirði er metnaðarfullur og samstilltur hópur sem hefur alla burði til þess stýra þessu flaggskipi okkar til farsælla miða. Megi okkur vel farnast í þeim verkefnum sem fram- undan eru“, sagði Ólína Þor- varðardóttir skólameistari. Hver er sinnar gæfu smiður Þegar Ólína Þorvarðardóttir ávarpaði alla útskriftarnem- endur sérstaklega sagði hún meðal annars: „Sá sem aflar sér menntunar er sjálfur skapari sinna eigin tækifæra. Samfélagið hefur veitt ykkur þá menntun sem þið hafið, og sömuleiðis þau menntunartækifæri sem ykkur standa nú til boða. Munið, að ekkert af þessu er sjálfgefið. Ég vona, að þau ykkar sem hverfið nú á braut til frekara náms eigi einhvern tíma eftir að koma heim aftur með nýja reynslu og þekkingu til að auðga hér mannvist og at- vinnulíf. Með því að verða nýtar manneskjur endurgjald- ið þið best það sem ykkur hef- ur verið fært í hendur. Mennta- skólinn á Ísafirði þakkar ykkur samfylgdina þann tíma sem þið hafið verið hér við skólann og óskar ykkur velfarnaðar um alla framtíð.“ Nemendurnir fimm sem útskrifuðust úr vélstjórnarnáminu. Einn lauk meistaranámi í mál- araiðn en hann gat ekki verið viðstaddur. 22.PM5 18.4.2017, 11:114

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.