Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 5Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Menntaskólinn á Ísafirði
heimasíða: www.fvi.is
netfang: mi@fvi.is
sími: 450 4400
fax: 450 4419
Innritun
Innritun er hafin í Menntaskólann á Ísafirði.
Tekið er við umsóknum á skrifstofu skólans
frá kl. 08:15-16:00 sem hér segir:
Endurinnritun er til föstudagsins 6. júní.
Innritun í öldungadeild er til 11. júní.
Innritun nýnema fer fram 10. og 11. júní.
Brýnt er að grunnskólaskírteini fylgi umsókn-
um.
Námsráðgjafi og áfangastjóri verða til
viðtals 11. júní.
Bóknámsbrautir:
Almenn námsbraut
Félagsfræðibraut
Málabraut
Náttúrufræðibraut
Viðskiptabraut
Iðn- og starfstengdar brautir:
Grunndeildir bíliðna, matvæla, rafiðna og
tréiðna.
Málmiðnbraut
Sjúkraliðabraut
Starfsbraut
Vélstjórn 1. og 2. stigs
Samningsbundið iðnnám
Um inntöku í skólann er farið eftir reglugerð
nr. 98/2000, sjá vefslóð: http://brunnur. stjr.is/
mrn/logoregl.nsf/nrar/reglugerdir982000
Skólameistari.
Sýslumaðurinn á Ísafirði
hefur óskað túlkunar dóms-
málaráðuneytis á því hver eigi
að bera kostnað sem hlotist
getur af leigu á tækjum til leit-
ar og björgunar. Spurning
þessi vaknaði fyrir stuttu þegar
óttast var að ferðamaður á
Hornströndum væri í nauðum
staddur. Björgunarbáturinn
Gunnar Friðriksson var bilað-
ur og stóð til að björgunar-
sveitir á svæðinu tækju bát á
leigu. Ljóst er að þar hefði
hlotist af nokkur kostnaður. Í
ljós kom að maðurinn var heill
á húfi og þarfnaðist ekki að-
stoðar.
Í bréfi sem Sigríður B. Guð-
jónsdóttir, sýslumaður á Ísa-
firði, skrifaði dómsmálaráðu-
neytinu í framhaldi af þessu
segir m.a: „Hafa þeir [fulltrúar
björgunarsveitanna] lýst því
yfir að þeir telji að slíkur
kostnaður skuli ekki borinn af
sveitunum, heldur embætti
lögreglustjóra er fyrirskipar
aðgerðir. Ekki hefur til þessa
verið gert ráð fyrir slíkum
kostnaði hjá embætti lögreglu-
stjóra og leyfir fjárhagsrammi
embættisins ekki frekari út-
gjöld en ráðgerð hafa verið.“
Hver skal bera kostnað vegna björgunaraðgerða?
Sýslumaður vill að ráðuneyti skeri úr
Þrjár þorskeldiskvíar
voru sjósettar í Ísa-
fjarðarhöfn í síðustu viku.
Kvíarnar eru í eigu
Hraðfrystihússins-Gunn-
varar hf. en eru fram-
leiddar hjá Rörtækni ehf. á
Ísafirði. Stórvirk tæki í
eigu Sigurlaugs Baldurs-
sonar voru notuð við
sjósetninguna en Valur ÍS
20 var fenginn til að draga
kvíarnar inn í Álftafjörð.
„Síðan verður veiddur
þorskur í þær í sumar“,
segir Kristján G. Jóa-
kimsson sjávarútvegs-
fræðingur, vinnslu- og
markaðsstjóri hjá Hrað-
frystihúsinu-Gunnvöru.
„Ein þeirra verður eftir í
Álftafirði en hinar tvær
verða dregnar áfram inn í
Seyðisfjörð.“
Fyrir á Hraðfrystihúsið-
Gunnvör þrjár kvíar í
Álftafirði en þorskeldi
fyrirtækisins er enn á
tilraunastigi. „Þetta
gengur allt samkvæmt
áætlun og hefur staðið
undir væntingum. Slátrað
verður í haust, kannski
nálægt 100 tonnum, og
fiskurinn fer til vinnslu hjá
okkur“, segir Kristján.
Stefnt að slátrun á 100
tonnum af þorski í haust
Eldiskvíum Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. fjölgar
Kvíarnar sjósettar á Ísafirði. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
Segir allt mæla með gatnagerð á Tunguskeiði í Skutulsfirði
Nauðsynlegt að hafa bygging-
arlóðir klárar og hús í byggingu
Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri í Ísafjarðarbæ, segir í
bréfi til bæjarráðs að allt mæli
með því að hefja framkvæmdir
við gatnagerð á Tunguskeiði
og nauðsynlegt sé að hafa
byggingarhæfar lóðir klárar.
„Verði það gert má reikna með
byggingu 2-4 húsa strax í sum-
ar. Það er nauðsynlegt í um-
ræðu um atvinnumál, byggða-
mál og uppbyggingu byggða-
kjarna að á Ísafirði séu bygg-
ingarlóðir klárar og íbúðarhús
í byggingu. Það er hluti af
framtíðarsýninni, hún skerpist
og verður bjartari þegar við
vitum af einstaklingum sem
eru að byggja sér íbúðarhús-
næði.“
Í umræðum um lóðamál
hefur Hauganes fyrir botni
Skutulsfjarðar einnig verið
nefnt til sögunnar fyrir upp-
byggingu íbúðarhverfis. Í aug-
lýsingu tæknideildar Ísafjarð-
arbæjar fyrir nokkrum vikum
var óskað eftir því að þeir sem
hefðu áhuga á að byggja á
Hauganesi gæfu sig fram.
Halldór segir að með þessu
hafi tæknideildin verið að fara
eftir fyrirmælum bæjarráðs
sem hafi viljað athuga hvort
fólk vildi frekar byggja á
Hauganesi en á Tunguskeiði.
Aðeins einn hafi lýst áhuga á
byggingu á Hauganesi en
nokkrir á Tunguskeiði. „Al-
mennt má segja að það voru
ekki margir sem gáfu sig fram
en samt er nokkur áhugi til
staðar.“
Halldór segir að þegar
ákvörðun hafi verið tekin um
að skipuleggja á Tunguskeiði
hafi öll viðmið vegna snjó-
flóðahættu verið í endurskoð-
un eftir mannskæð snjóflóð á
Vestfjörðum árin 1994 og
1995. „Hættulínur voru dregn-
ar það neðarlega að ekki ein-
ungis lenti Seljalandshverfi
allt á hættusvæði heldur líka
hluti þessa nýskipulagða
íbúðahverfis. Eftir að ný reglu-
gerð var sett á árinu 2000 kom
endanlega í ljós að hverfið á
Tunguskeiði er utan hættu-
svæðis, hvað þá þegar kominn
er snjóflóðavarnargarður til
varnar Seljalandshverfi“, segir
Halldór.
Talsvert vantar upp á að
Seljalandshverfið sé fullbyggt.
„Seljalandshverfi er valkostur
en væntanlega ekki fyrr en
framkvæmdum við snjóflóða-
varnargarð er lokið og hann
hefur verði græddur upp“, seg-
ir bæjarstjóri.
Í áðurnefndu bréfi bæjar-
stjóra kemur fram að áætlaður
kostnaður við fyrsta áfanga
gatnagerðar á Tunguskeiði er
35 milljónir króna.
22.PM5 18.4.2017, 11:115