Bæjarins besta - 04.06.2003, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 13Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Sólmyrkvinn sást vel frá Þorskafjarðarheiði. Ljósmynd: Steinunn Matthíasdóttir.
Hringmyrkvi á sólu aðfaranótt laugardagsins
Sannarlega þess virði að
vaka og rúnta upp á heiði
– sáralítið rökkvaði þegar tunglið færðist fyrir sólina
Sólmyrkvi á Þorskafjarðarheiði. Ljósm: Steinunn Matthías-
dóttir.
Allvel sást til sólar víða
á norðanverðum Vest-
fjörðum þegar hring-
myrkvi á sólu varð laust
eftir kl. fjögur aðfaranótt
laugardagsins. Þó var
nokkurt skýjafar og mun
skýjaslæðan sem lýstist
upp kringum sólu hafa
valdið því að sáralítið
rökkvaði meðan myrkv-
inn gekk yfir. Raunar
sást máninn ekki ganga
fyrir sólu nema með
mjög dökkum sjónhlífum
en með berum augum
virtist sólin skína ámóta
skært þótt tunglið hyldi
hana að mestu ofurlitla
stund. Himinninn hafði
verið nærfellt heiðskír
allan daginn áður og það
var ekki fyrr en seint um
kvöldið sem skýjaslæður
og skýjabakkar tóku að
safnast fyrir á hvelfing- Sólmyrkvinn sást einnig vel ofan af Bolafjalli við Bolungarvík. Ljósm: Grímur Lúðvíksson.
unni. Fjöldi fólks lagði leið
sína út á Arnarnes við ut-
anverðan Skutulsfjörð og
hafa væntanlega verið þar
á þriðja hundrað manns.
Einnig fór nokkur hópur
upp á Bolafjall utan Bol-
ungarvíkur, þar á meðal
tveir Bretar og einn
Frakki, ásamt heima-
mönnum. Dálítill hópur
var uppi á Breiðadalsheiði
í liðlega 600 metra hæð.
Steinunn Matthíasdóttir
fór upp á Þorskafjarðar-
heiði ásamt fleira fólki og
segir að þaðan hafi verið
frábært að sjá þegar tungl-
ið byrjaði að hylja sólina
eða þegar deildarmyrkvi
hófst. „Aðstæður voru
mjög góðar og við notuð-
um rafsuðuhjálm og filmur
til að fylgjast með fyrir-
bærinu. Þegar við horfðum
í gegnum rafsuðuhjálminn
mátti greina hvernig
mótaði fyrir tunglinu í
heild sinni þar sem það
færði sig yfir sólina. Þegar
deildarmyrkvinn var að
verða búinn og styttist í
hringmyrkvann fór sólin
að færa sig upp í ský og
við urðum stundarkorn
svartsýn á að sjá hring-
myrkvann. En viti menn,
við náðum honum öllum
því sólin náði á stuttum
tíma að kíkja í gegnum
myndarlegt gat á skýj-
unum og við það varð
mikill fögnuður í okkar
litla hópi. Okkur tókst
líka ágætlega að sjá
hvernig tunglið rann frá
aftur þótt skýin færu að
trufla alveg í lokin. Það
var svo sannarlega þess
virði að vaka og rúnta
upp á heiði!“ sagði
Steinunn. Þeir sem muna
sólmyrkvann árið 1954
minnast þess vel hversu
mikið dimmdi þá en sá
myrkvi varð að degi til.
Þá hljóðnuðu fuglar og
var eins og náttúran öll
legðist í dvala meðan
myrkvinn stóð. Svo fór
ekki nú enda eru fuglar
hvort að jafnaði hljóðir
um fjögurleytið að nóttu
hvort eð er.
Sólmyrkvinn séður frá Arnarnesi við Skutulsfjörð. Ljósm:
Þorsteinn J. Tómasson.Vel á þriðja hundrað manns voru samankomin á Arnarnesi aðfaranótt laugardags. Ljósm: Þorsteinn J. Tómasson.
22.PM5 18.4.2017, 11:1113