Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2003, Side 15

Bæjarins besta - 04.06.2003, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 15Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is veðrið Horfur á fimmtudag: Austlæg átt, 5-10 m7s og rigning eða súld með köflum, en bjart að mestu vestanlands. Hiti 7-17 stig, hlýjast vestantil. Horfur á föstudag: Norðaustan 3-8 m7s en 8-13 m/s norðvestantil. Bjartviðri suðvestan- lands, en annars skýjað og súld eða rigning með köflum. Hiti 6-18 stig. Horfur á laugardag: Norðaustlæg átt og dálítil rigning eða súld norðan- og austanlands. Bjart með köflum og síðdegisskúrir suðvestantil. Hiti 5-16 stig. Horfur á sunnudag: Norðaustlæg átt og dálítil rigning eða súld norðan- og austanlands. Bjart með köflum og síðdegisskúrir suðvestantil. Hiti 5-16 stig. Horfur á mánudag: Hæg breytileg átt og skúrir um mest allt land. Hiti breytist lítið. Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ÚTBOÐ - GAMLI BARNASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI – 1. ÁFANGI ENDURBYGGINGAR Tæknideild Ísafjarðarbæjar óskar eft- ir tilboðum í 1. áfanga endurbygging- ar gamla barnaskólans á Ísafirði. Helstu verkþættir eru endurnýjun glugga, einangrun og klæðning götu- hliðar að Aðalstræti með upphaflegu skrauti. Helstu magntölur: Gluggar með tilheyrandi skrauti 14. stk. Einangrun 91 m² Timburklæðning 91m² Útboðsgögn verða seld á bæjarskrif- stofu frá og með miðvikudeginum 11. júní nk. á kr. 5.000 eintakið. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstof- unum á Ísafirði, föstudaginn 20. júní nk. kl. 11:00. Tæknideild Ísafjarðarbæjar. 20:00 Dateline Bandarískur fréttaskýr- ingaþáttur sem er til skiptis og jafnvel allt í senn, spennandi, skemmtilegur og fræðandi. 21:00 Philly. Kathleen er fyrsta flokks verjandi, sannur riddari hringborðsins í leit að hinum heilaga kaleik réttlætisins. Ásamt félaga sínum berst hún harðri baráttu við hrokafulla saksóknara og dómara í von um að fá kerfið til að virka. 22:00 Djúpa laugin 23:00 Meet my folks (e) 00:00 CSI: Miami (e) 23:50 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 00:40 Jay Leno (e) 01:40 Dagskrárlok Laugardagur 7. júní 13:30 Dateline (e) 14:30 Mótor - Sumarsport 15:30 Jay Leno (e) 16:00 Djúpa laugin (e) 17:00 World´s Wildest Police videos 18:00 ,,Fólk - með Sirrý”. Fjölbreyttur þáttur um fólk í leik og starfi, gleði og sorg. Skollaleikur með Árna Pétri fer út um víðan völl. Lokaþátturinn verður sendur út frá hjarta Reykjavíkur þar sem listamenn og góðir gestir koma fram. Úrslit áhorfenda liggja þá fyrir í valinu á ,,Framúrskarandi fólki”. 19:00 Traders (e) 20:00 Md´s. Skoski sjarmurinn John Hannah fer með hlutverk læknisins Robert Dalgety í MD´s sem eru á dagskrá á laugardagskvöldum kl. 20:00. Þættirnir gerast á sjúkrahúsi og meðal annarra leikara er hinn írskættaði William Ficht- ner sem leikur galgopann William Keller- man 21:00 Leap Years 22:00 Law & Order SVU (e) Geðþekk- ur og harðsnúinn hópur sérvitringa vinnur að því að finna kynferðisglæpamenn í New York. Stabler og Benson, Munch og Tutuola undir stjórn Don Cragen yfir- varðstjóra og Alexöndru Cabot saksókn- ara leita allra leiða til að finna tilræðis- menn, nauðgara og annan sora og koma þeim bakvið lás og slá. 22:50 Philly (e) Kathleen er fyrsta flokks verjandi, sannur riddari hring- borðsins í leit að hinum heilaga kaleik réttlætisins. 23:40 Tvöfaldur Jay Leno (e) 01:10 Dagskrárlok Sunnudagur 8. júní 13:00 48 Hours (e) 14:00 Life with Bonnie (e) 14:30 The King of Queens (e) 15:00 Md´s (e) 16:00 Boston Public (e) 17:00 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 18:00 Meet My Folks (e) 19:00 Cybernet (e) 19:30 Drew Carey (e) 20:00 Traders. Slóttugir og undirförulir kaupsýslumenn með vafasama fortíð sitja í bankaráði fjárfestingabanka í Kanada og leita allra leiða til að hámarka gróða sinn. Þeir eru fyrir löngu búnir að merkja fyrir rýtingnum á bakinu á hverjum öðr- um en þeir eru líka slyngir í að standast hverjum öðrum snúning. Plott, peningar og ill augnaráð eru þeirra líf og yndi. 21:00 Practice. Bobby Donnell stjórnar lögmannastofu í Boston og er hún smá en kná. Hann og meðeigendur hans grípa til ýmissa ráða, sumra býsna frumlegra til að koma skjólstæðingum sínum undan krumlu saksóknara, þar á meðal hinnar harðskeyttu Helen Gamble. 21:50 Perlur & svín. 23:20 Dateline (e) 00:10 Dagskrárlok fréttir Kirkjugarður endurbættur Fyrirhugað er að ráðast í framkvæmdir við kirkju- garðinn og hlaðið í Holti í Önundarfirði og hefur sóknarnefnd Holtssóknar óskað eftir þátttöku Ísa- fjarðarbæjar í kostnaði. Meðal þess sem áætlað er að gera er að fjarlægja steyptan kirkjugarðsvegg og setja nýjan, að hluta til hlaðinn og að hluta til við- argirðingu. Þetta hefur ver- ið á döfinni í áratug eða svo en dregist af ýmsum ástæðum. Núverandi stein- veggur kringum kirkjugarð- inn er farinn að láta mjög á sjá og hruninn að hluta til. „Þetta skapar bæði hættu og er lýti fyrir staðinn. Holt er auk þess í alfaraleið, vinsæll staður ferðamanna bæði vegna sögu sinnar og staðsetningar. Því er orðið mjög brýnt að fara að hefjast handa við endur- bætur“, segir Sólveig Bessa Magnúsdóttir, for- maður sóknarnefndar, í bréfi til bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ. Hún nefnir að kirkjugarðssjóður leggi fram fé til þessa verks en það mun ekki nægja. Benedikt söngvari, bíllinn og Júrógarðurinn í Bolungarvík Benedikt Sigurðsson í Bolungarvík, sundþjálfari, sjómaður og Evró-söngvari fékk óvenju gleðilegar mót- tökur bæjarbúa þegar hann renndi í hlað á dögunum á nýjum jeppa. Ástæðan var sigur hans í söngvarakeppni á vegum Toyota og Rásar 2. Vikuna fyrir Evróvision- keppnina gátu hlustendur hringt inn til Rásar 2 og sung- ið lag sem einhvern tíma hafði verið flutt í Evróvision. Benni gerði sér lítið fyrir og söng á frummálinu ítölsku „Óðinn til hafsins“ eða „Gentes di mare“. Benedikt komst í undanúrslit, fór til Reykjavíkur og keppti síðan til úrslita í sal Toyota. Þar gerði hann sér lítið fyrir og sigraði og fékk að launum bíl að eigin vali úr sal notaðra bíla hjá Toyota. Bíllinn sem hann valdi er Land-Rover. Um 70 manns, sundkrakk- arnir hans Benna, fjölskylda og vinir fjölmenntu þegar fréttist af heimkomu hans og buðu hann og Fjólu konu hans velkomin. Benni gaf það lof- orð þegar hann sigraði að hann myndi, eins og sannir sigur- vegarar, halda keppnina að ári í garðinum hjá sér. 22.PM5 18.4.2017, 11:1115

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.