Bæjarins besta - 04.06.2003, Síða 16
ÓHÁÐ Á
VEST FJÖRÐUM
FRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
Fornleifarannsóknir áður en framkvæmdir hefjast við snjóflóðavarnir
Mannvistarminjar frá upp-
hafi byggðar í Bolungarvík?
Ragnar Edvardsson forn-
leifafræðingur, sem vinnur að
uppgrefti við Tröð í Bolung-
arvík, segir mjög djúp og mikil
mannvistarlög hafa komið í
ljós, hin elstu þeirra líklega
frá upphafi byggðar í Bolung-
arvík. Uppgröfturinn er unn-
inn á vegum Náttúrustofu
Vestfjarða í Bolungarvík. Ver-
ið er að grafa könnunarskurði
til að ganga úr skugga um til-
vist fornleifa á svæðinu áður
en fyrirhugaðar framkvæmdir
við snjóflóðavarnir hefjast þar.
Þegar hafa verið teknir fjórir
skurðir.
„Við vitum ekki ennþá hvað
þetta er en hérna stóð bærinn
Tröð sem getið í heimildum
frá því um 1200. Hérna eru
gömul mannvistarlög. Ég get
ekki slegið neinu föstu um ald-
ur þeirra fyrr en aldursgreining
hefur farið fram en þau elstu
eru að öllum líkindum frá upp-
hafi byggðar í Bolungarvík“,
segir Ragnar.
Ýmiskonar munir hafa
fundist og segir Ragnar um-
merki um allmargar byggingar
vera hér og hvar í túninu. „Við
erum komnir í eina byggingu
sem er líklega frá því fyrir
1400 og það spretta upp forn-
minjar hérna. Þetta eru þessir
hefðbundnu munir, hnífsblöð,
hnappar og fleira, en það er
augljóst að hér eru merkilegir
hlutir að gerast“, segir Ragnar. Ragnar Edwardsson og Ruth A. Maher fornleifafræðingar við uppgröftinn við Tröð.
Stórhuga bændur taka fyrstu skóflustungurnar að nýjum fjósum
Fjósbyggingar á döfinni á þremur
bæjum á norðanverðum Vestfjörðum
Fyrstu skóflustungur að nýj-
um fjósum á Vöðlum í Önund-
arfirði og í Botni í Súganda-
firði voru teknar á föstudag.
Því fer fjarri að slíkt gerist á
hverju ári á norðanverðum
Vestfjörðum. Bændur í hérað-
inu voru í hátíðarskapi og fjöl-
menntu fyrst að Vöðlum og
síðan í Botn. Auk þeirra voru
viðstaddir fyrstu skóflustung-
urnar þeir Halldór Halldórs-
Synir Árna á Vöðlum taka fyrstu skóflustungurnar. Benjamín
Bent tekur stingur með skóflu en Brynjólfur Óli með gröfu.
Faðir þeirra fylgist með.
son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæj-
ar, Aðalsteinn Óskarsson hjá
Atvinnuþróunarfélagi Vest-
fjarða og Ágúst Gíslason húsa-
smíðameistari, en fyrirtæki
hans, Ágúst og Flosi ehf., mun
að mestu annast byggingu
fjósanna.
„Í mínu fjósi verða 72 básar.
Það á að vera tilbúið fyrir vet-
urinn“, segir Björn Birkisson,
bóndi í Botni í Súgandafirði.
Fjós Árna Brynjólfssonar,
bónda á Vöðlum, verður tæp-
lega 550 fermetrar að stærð.
„Þar verður pláss fyrir 43
mjólkurkýr og tilheyrandi
ungviði. Fjósið verður miklu
nútímalegra og tæknivæddara
en það gamla“, segir Árni á
Vöðlum.
Mikill hugur er í bændum á
norðanverðum Vestfjörðum að
halda sínum hlut í mjólkur-
framleiðslu. Til viðbótar
stendur til að byggja þriðja
fjósið á Hóli í Önundarfirði.
Gestir fagna fyrstu skóflustungunni í Botni. Mynd: Björn Birkisson.
22.PM5 18.4.2017, 11:1116