Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Side 6

Bæjarins besta - 07.03.2001, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Horft til framtíðar á tímamótum hjá KFÍ Karl Jónsson þjálfari KFÍ skrifar ,,Markmiðið að félag- ið ali upp og þjálfi eigin leikmenn“ Nú nýverið samþykktu stjórn og foreldraráð Körfu- knattleiksfélags Ísafjarðar (KFÍ afreksmannastefnu fé- lagsins sem í gildi verður til ársins 2005. Í dag stendur fé- lagið á nokkrum tímamótum, þar sem ljóst er að karlalið félagsins fellur niður um deild og leikur í þeirri fyrstu að ári. Frá því að liðið fór upp í úr- valsdeild árið 1996 hefur karlaliðið verið flaggskip fé- lagsins en með samdrætti í atvinnulífinu hefur reynst erf- itt að halda úti rekstri liðsins í þeirri mynd sem hefur verið gert. Árlega hefur liðið þurft á nokkrum aðkomumönnum að halda, sem kostað hefur peninga. Í kjölfar samdráttar atvinnulífsins hefur styrkjum fækkað og því er nauðsynlegt að breyta um stefnu. Kvennaliðið hefur verið að standa sig vel og á mikla framtíð fyrir sér. Verði rétt á málum haldið getur það orðið að stöðugu toppliði í 1. deild kvenna. Unglingastarfið hefur stóreflst á síðustu tveimur ár- um og hefur iðkendum fjölgað um 100% á því tímabili. Afreksmannastefna sú, sem samþykkt var, var unnin að frumkvæði Unglingaráðs KFÍ, sem í eiga sæti Þorsteinn Þráinsson og Guðni Guðna- son, auk undirritaðs og Guð- jóns Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra og körfubolta- frömuðar hér í bæ. Markmiðin Markmið stefnunnar er skýrt: • Að félagið ali upp og þjálfi eigin leikmenn sem nái árang- ri í efstu deildum beggja kynja í framtíðinni. Að efla með þeim félagsþroska og ala upp í þeim tryggð við félagið. Félagið ætlar að búa til sína eigin leikmenn sem staðið geta framarlega í íþróttinni í framtíðinni. Þetta er auðvitað ekki hægt nema að samspil margra þátta komi til. Þar ber fyrst að nefna þjálfun: • Félagið mun leitast við að hafa ávallt hæfa og menntaða einstaklinga við þjálfun innan félagsins. • Á hverju ári verði efnt til þjálfaranámskeiða til að færa þeim þjálfurum nauðsynlega menntun sem ekki hafa hana fyrir og til að auka þekkingu þeirra sem hana hafa þegar. • Félagið mun gefa út náms- skrá sem unnið verður eftir þar sem skilgreind eru kenn- sluatriði hvers aldursflokks fyrir sig. • Jafnframt mun félagið skilgreina og útfæra sóknar- og varnarkerfi sem byrjað verði að kenna í yngri flokk- unum og notuð alla leið upp í meistaraflokka. 9. flokkinn (9. bekkinn). Ákveðið var að senda fyrri árganginn í einstaklingsæf- ingabúðir en þann síðari á mót á Norðurlöndum eða annars staðar í Evrópu. Fræðslumál Félagið ætlar að láta til sín taka í fræðslumálum: • Félagið mun beita sér fyrir fræðslu iðkenda sinna um skaðsemi vímuefna og tóbaks. Einnig mun félagið sjá um að fræða iðkendur um hollustu heilbrigðs lífernis og annað sem nauðsynlegt kann að telj- ast og nýtast þeim. Í þessum tilgangi verða fengnir fyrirlesarar sérstak- lega til að koma og þá gjarnan reynt að efna til samstarfs við önnur félög. Einnig verða þeir heimaaðilar nýttir sem að- stoðað geta við þessa hluti. Þegar er vinna hafin við að manna sérstaka fræðslunefnd sem sjá á um skipulagningu námskeiða og fyrirlestra af þessum toga, sem og undir- búning þjálfara- og dómara- námskeiða. Félagsstarf En öll íþróttafélög þurfa að byggja upp félagsstarf utan vallar og það ætlar KFÍ einnig að gera: • Félagið mun leitast við að byggja upp félagsstarf utan vallar með ýmsum uppákom- um. Einnig verða möguleikar félagsaðstöðunnar í sundlaug- inni nýttir í þessum tilgangi. Fjölskyldudagur, grillveisl- ur, KFÍ-messa og fleiri hug- myndir í þeim dúr hafa komið upp. Einnig verður félagsað- staða félagsins í sundlauginni tekin í gegn á vordögum og reynt að útfæra hana þannig að hún geti nýst félagsmönn- um sem best. Einnig er áhugi á því að efna til samstarfs við önnur félög varðandi þennan þátt og t.d. hafa komið upp hugmyndir um að KFÍ og Vestri keppi með sér í sundi og körfubolta. Foreldrastarf 1999 var komið á virku og öflugu foreldrastarfi: • Haldið verði áfram að byggja upp og þróa foreldra- Hólmgeirs Líndals Magnússonar Hlíðarvegi 44, Ísafirði Guðný R. Hólmgeirsdóttir Sigurður Mar Óskarsson og barnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Sérstakar þakkir fær starfsfólk öldrunardeildar FSÍ Helga Hansdóttir starfið. Foreldrar verði virkir þátttakendur í ákvarðanatöku vegna ráðninga þjálfara, upp- hæðar og innheimtu æfinga- gjalda, skiptingar kostnaðar og skipulagningar keppnis- ferða. Hver aldursflokkur hefur tengiliði úr röðum foreldra sem sjá um samskipti við hina foreldrana. Saman mynda þessir tengiliðir foreldraráð. Þar eru allar lykilákvarðanir um kostnað og keppnisferðir teknar. Áfram verður unnið að því að þróa þetta starf og m.a. hafa verið tekin upp sam- skipti með tölvupósti. Leikmenn Eftir að þessi stefna er kom- in í gang verða meistara- flokksliðin skipuð leikmönn- um uppöldum hjá félaginu skv. þessari grein: • Í framtíðinni verði meist- araflokkar félagsins skipaðir leikmönnum sem uppaldir verða hjá félaginu. Ekki verð- ur ráðist í fjárútlát vegna að- komuleikmanna, að undan- skildum einum erlendum leik- manni. Ekki er þó hægt að banna áhugasömum leikmönnum að vera hér en þá er það á hreinu að ekki verði um launagreiðsl- ur að ræða né önnur hlunnindi sem kosta peninga. Niðurlag Þetta er útlistun á þeirri stefnu sem samþykkt var. Samhliða þessu verður innra starf félagsins tekið í gegn, skipurit sett upp og hlutverk hvers og eins skilgreint ná- kvæmlega. Einnig verða settar á laggirnar ýmsar nefndir og reynt að búta starfið niður í smærri verk svo auðveldara verði að fá fólk til að starfa fyrir félagið. Umfang starfsins mun aukast og því þurfum við á öflugu fólki til að starfa með okkur að þessum málum. Við hvetjum fólk sem hefur áhuga til að hafa samband við okkur og einnig viljum við benda á netspjallið okkar á KFI.is þar sem opnaður verður spjallþráður um þessa stefnu og framtíð KFÍ. Þar eru allar hugmyndir vel þegnar, sem og málefnalegar umræður. • Félagið mun leitast við að halda úti 3-4 æfingum í viku í sem flestum aldursflokkum og sendi 1-2 lið til keppni í Íslandsmóti í þeim öllum, auk bikarkeppni hjá þeim flokkum sem eiga þess kost. • Unglingaflokkur karla verði a.m.k. skráður til leiks í bikarkeppninni. • Sumarið eftir 7. flokk verði ávallt stefnt á utanlands- ferð í einstaklingsæfingabúðir til Bandaríkjanna eða Evrópu og eftir 9. flokkinn verði tekið þátt í Scania Cup, hinu óopin- bera Norðurlandamóti félags- liða sem haldið er í Svíþjóð. Þjálfararnir Tímasetningar þjálfara- námskeiða hafa hingað til ekki hentað KFÍ þar sem nær und- antekningarlaust hafa þau verið haldin á annasömum helgum þar sem þjálfarar eru í keppni með sín lið. Því er það stefnan að fá þessi nám- skeið hingað til okkar. Hug- myndir eru uppi um að bjóða leikmönnum 10. flokks begg- ja kynja (10. bekkjar) að sækja slík námskeið því við ætlum okkur ekki einungis að ala upp leikmenn heldur framtíð- arþjálfara líka. Einnig verður áhugi foreldra kannaður á þessu atriði. Námsskrá er í smíðum sem þjálfarar koma til með að vinna eftir þannig að það fari ekki á milli mála hvaða atriði á að kenna hvaða aldursflokki. Aðeins með því móti er hægt að byggja ofan á þekkingu iðkenda ár frá ári og skila þeim fullnuma upp í meistara- flokka. Tíð þjálfararskipti valda því m.a. að sífellt er verið að vinna eftir nýjum áhersluatriðum í sókn og vörn. Það er út af fyrir sig gott að læra sem mest, en með því að taka upp opin- ber kerfi félagsins af þessu tagi öðlast iðkendur nær full- komna þekkingu á viðkom- andi kerfum sem fylgja þeim allt upp í meistaraflokka. Þetta auðveldar líka nýjum þjálfur- um starfið, að leikmenn kunni góð skil á ákveðnum atriðum sem æfð hafa verið með mark- vissum hætti allt frá því í yngri flokkunum. Æfingar Til að ná árangri er nauð- synlegt að halda úti 3-4 æf- ingum í viku fyrir hvern flokk. Þar sem iðkendum hefur nú fjölgað um 100% á tveimur árum er farið að þrengja dálít- ið að starfi yngri flokka í íþróttahúsinu og því mun fé- lagið leita annarra leiða til að auka æfingatíma. Horfum við þá talsvert til litla hússins við Austurveg og jafnvel til Flat- eyrar en nánari útfærslur bíða úrvinnslu. Í sumar verða í fyrsta skipt- ið keyrðar sumaræfingar og verið er að útfæra hugmyndir sem lúta að því. Það er vitað mál að til að ná árangri er ekki nóg að stunda körfuknatt- leik einungis yfir vetrartím- ann. Margir mætir menn hafa sagt að sumrin séu tíminn fyrir körfuknattleiksmenn til að taka framförum. Þá er hægt að vinna í einstaklingsæfing- um sem koma iðkandanum til góða næsta keppnistímabil. Yngri flokkar Unglingaflokkur karla hef- ur hingað til verið svolítið á milli vita því leikmenn sem þangað eru komnir hafa jafn- framt verið leikmenn í meist- araflokki. Og þar sem leikið er heima og heiman í Íslands- mótinu er ekki grundvöllur fyrir þátttöku liðsins út frá kostnaðarsjónarmiði. En samt sem áður er nauðsynlegt að skrá þá til leiks í bikarkeppn- inni. Unglingaflokkur kvenna er leikinn í fjölliðamótum og þó að leikmenn þar kunni að spila með kvennaliðinu er ekki leikið í deildinni á sama tíma og fjölliðamótin eru spil- uð. Til að auka víðsýni iðkenda og áhuga verður tvisvar sinn- um á ferli yngri flokkanna efnt til utanlandsferða. Annars vegar eftir 7. flokkinn (7. bekkinn) og hins vegar eftir 10.PM5 19.4.2017, 09:246

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.