Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Stakkur skrifar Auglýst eftir byggðastefnu! Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Hvort notarðu oftar flug eða bíl milli landshluta? Alls svöruðu 561. Flug sögðu 184 eða 32,80% Bíl sögðu 377 eða 67,20% Þungur undirtónn í bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar Endurskoða þarf skilgrein- ingu á hlutverki höfuðborgar – ef borgarstjórn leggur miðstöð innanlandsflugs niður. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gerir misvægi í umfjöllun fjölmiðla að umtalsefni Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar lítur svo á, að endur- skoða þurfi skilgreiningu á hlutverki höfuðborgar, ef borgaryfirvöld í Reykjavík ákveða að miðstöð innan- landsflugs í borginni verði lögð niður. Þessi mál voru rædd á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag í framhaldi af bréfi Halldórs Halldórs- sonar bæjarstjóra til bæjar- ráðs, þar sem hann fjallar um umræðuna um flutning Reykjavíkurflugvallar. Í bréfi Halldórs kemur m.a. fram al- menn gagnrýni á gerólík við- horf og vinnubrögð fjölmiðla eftir því hvort höfuðborgar- svæðið eða landsbyggðin eiga hlut að máli. Í bréfi bæjarstjóra voru tek- in upp fjölmörg atriði úr um- fjöllun síðustu vikna um mál- efni Reykjavíkurflugvallar. Bæjarstjóri segir þar m.a.: „Undirrituðum finnst reyndar með ólíkindum hvað þetta mál fær mikla fjölmiðlaathygli og hversu lítill hluti af umfjöllun fjölmiðla snýst um þá sem raunverulega nota Reykjavík- urflugvöll. Má segja að það sé samnefnari allrar almennrar umfjöllunar um þjóðmál í okkar fjölmiðlum. Fjölmiðlar leita eftir skoðunum þeirra er búa á höfuðborgarsvæðinu í almennri umfjöllun en leita til okkar á landsbyggðinni ef eitthvað brennur eða fer á hausinn.“ Á bæjarstjórnarfundinum í síðustu viku var eftirfarandi bókun, sem Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar lagði fram, samþykkt með atkvæð- um allra bæjarfulltrúanna níu: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæj- ar leggur áherslu á mikilvægi greiðra flugsamgangna milli höfuðborgar Íslands og lands- byggðar. Í Reykjavík hefur verið byggð upp þjónusta á vegum hins opinbera, þar er Alþingi, öll ráðuneyti og flestar stofnanir, þar með taldar sérhæfðar sjúkrastofn- anir. Uppbygging á þessari þjónustu hefur skapað Reykjavík tækifæri til upp- byggingar og vaxtar og eflt hana sem höfuðborg Ís- lands. Taki borgarstjórn ákvörðun um að miðstöð innanlandsflugs verði ekki lengur í höfuðborginni þarf, að mati bæjarstjórnar, að endurskilgreina hlutverk höfuðborgar með tilliti til aðgengis landsmanna að þjónustu hins opinbera.“ Brautryðjendaverðlaun Iðntæknistofnunar í atvinnurekstri Guðni Einarsson á Suðureyri heiðraður Guðna Einarssyni fram- kvæmdastjóra á Suðureyri voru veitt brautryðjendaverð- laun Iðntæknistofnunar á kynningarfundi stofnunarinn- ar í Þróunarsetri Vestfjarða fyrir skömmu. Eitt af því sem Guðni hefur fengist við á síð- ustu árum er þurrkun á fisk- hausum og framleiðsla á fisk- kökum. Eins og fram hefur komið fór Guðni til Nígeríu fyrir skömmu og kynnti sér markaðsmál. Salan á framan- greindri framleiðslu lofar góðu og hefur hún hlotið góð- ar viðtökur þar í landi. Við breytingar á kvótakerfi og erfiðleika í rekstri fyrir- tækja á Suðureyri um 1990 hóf Guðni rekstur á smábát með bræðrum sínum og stofn- aði með þeim félagið Bræðra- verk. Þessi bátur var til skamms tíma með mestu áunnu aflareynsluna í þessum flokki báta. Bræðraverk var sameinað Básafelli en þeir bræður stofnuðu annað félag undir sama nafni. Í dag er það útflutningsfyrirtæki í eigu þeirra bræðra og starfar mest frá Bandaríkjunum undir nafninu International Seafood Souloutions (ISS). Fyrirtækið Klofningur ehf. á Suðureyri var stofnað snemma árs 1997 að frum- kvæði Guðna og var hús keypt til þurrkunarinnar. Áður hafði verið reynt að þurrka hausa á Suðureyri en það ekki tekist. Forskot Súgfirðinga var heitt vatn á Laugum, nokkru innan við þorpið á Suðureyri, en fram að þeim tíma hafði eng- inn haft kraft og getu til að gera borholu til að nýta þenn- an varma eins og gert er nú. Rekstur Klofnings hefur frá upphafi gengið vel og fram- leiðsla félagsins er orðin þekkt gæðavara á nígeríska markað- num. Haustið 2000 var stofn- uð ný deild innan Klofnings til frekari úrvinnslu á hausum í flokkun og söltun. Í upphafi ársins 2000 fór að frumkvæði Guðna í gang sam- starf við fiskimjölsverksmiðj- una Gná ehf. í Bolungarvík um rekstur á verksmiðju sem þurrkar marning til manneldis. Fyrirtækin keyptu 80% hluta- fjár í Fiskbitum sem áður hafði verið í þurrkun á gælu- dýrafóðri. Þetta verkefni er enn á þróunarstigi. Guðni stóð að stofnun Grá- rófu ehf. í desember 1997 sem tók á leigu rekstur Fiskiðj- unnar Freyju. Grárófa rak fisk- vinnslu um þriggja mánaða skeið þar til rekstur hófst aftur undir nafni Freyju. Grárófa setti á fót félag í Brasilíu, Saga Islandesa Ltd., ásamt brasi- lískum aðilum og keypti fé- lagið fjóra báta og rak þá til skamms tíma. Í dag hyggur þetta félag á frekari landvinn- inga í Brasilíu. Undir árslok 1999 stóð Guðni ásamt fleiri aðilum að stofnun Fiskvinnslunnar Ís- landssögu hf. á Suðureyri. Fé- lagið keypti rekstur Básafells á Suðureyri auk þess hefur það stofnað félag við útgerð- armann á Suðureyri um kaup á báti. Guðni var frumkvöðull að stofnun Íslenskrar miðlunar á Vestfjörðum. Hann hefur tekið þátt í endurreisn fyrrum starfsstöðvar Íslenskrar miðl- unar sem heitir nú Fjarvinnsla Suðureyrar og gengur vel. Guðni Einarsson með viðurkenningarskjalið ásamt er Karli Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Iðntæknistofnunar. Ágæti lesandi, kannski finnst þér fyrirsögnin út í hött. En hugsaðu málið aðeins betur. Hver hefur lagt fram stefnu í málefnum vestfirskra byggða? Áður en spurningunni verður svarað hér skal minnt á að margir hafa lagt orð í belg. Fátt hefur gerst til að vekja vonir. Þó er skylt að taka fram að á Suðureyri eru athafna- menn að vinna gott verk. Sama er að gerast á Flateyri. Íbúar þessara tveggja þorpa hafa mátt horfa á eftir tækifærum á altari sameiningar. Básafell, sem varð til úr meðal annars Norðurtanganum og rækjuverksmiðjum á Ísafirði, tók einnig til fyrirtækja á Suðureyri og Flateyri. Niðurstaðan varð sú, að fyrirtæki, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafði tekið þátt í að byggja upp, með það að markmiði að auka möguleika byggðar- innar í sjávarútvegi, var selt með samþykki bæjarstjórnar. Breytti engu þótt bæjarstjórinn hafi verið stjórnarmaður. Þar með fór gríðarlega mikilvægur kvóti úr bænum. Grunni undir hefðbundnu atvinnulífi í Ísafjarðarbæ var kippt burtu í einu vetfangi. Eftir sátu heimamenn með sárt ennið, en áttu þó hlut að máli fyrir tilstilli bæjarstjórnar. Af þessari döpru sögu má ráða að vonlítið er að líta til bæjarstjórnar um forystu í atvinnumálum. En atvinnumál eru byggðamál fyrir Vestfirðinga. Þingeyringar hafa þolað svipaðar sviptingar í atvinnulífi þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Bolvíkingar róa nú lífróður og bíða ákvarðana Byggðastofnunar vegna sölu eigna Nasco hf. Þó verður eindregið að vara bæjarstjórn Bolungarvíkur við þeirri ráðstöfun að verja síminnkandi ráðstöfunarfé fækkandi skattgreiðenda í sveitarfélaginu til atvinnureksturs. Það er leið neyðar og nauðungar, sem of oft hefur verið farin og gefist illa. Kvótakerfið hefur oft borið á góma á þessum vett- vangi. Bent hefur verið á kosti þess og galla. En því miður er það mannanna verk sem hefur reynst Vestfirðingum einna erfiðast að ná tökum á. Afskipti sveitarstjórna hafa heldur orðið til hins verra. Lítið ber á samþykktum sveitarstjórna varðandi atvinnumál. Skal þá ekki að sinni minnst á væntanlega sölu hins væntanlega hlutafélags, Orkubús Vestfjarða, til ríkisins, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar keppist við að telja sjálfri sér og öðrum trú um að verði ekki selt til að greiða skuldir við félagslega húsnæðiskerfið. Kannski er það svo að ríkisvaldið telji sig einfaldlega ekki þurfa að hlusta mikið á sveitarstjórnarmenn, sem virðast ekki klárir á því hvað rætt er og samþykkt í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Að minnsta kosti er fátt sem bendir til þess að sveitarstjórnir beiti Alþingi og ríkisstjórn þrýstingi í því skyni að knýja fram stefnumótun, sem gerir fólki kleift að búa utan Reykjavíkur og næsta nágrennis. Gallinn er sá að venjulegir kjósend- ur eiga ekki margra kosta völ. Í hinu margrómaða lífsgæðakapphlaupi telja flestir krónur og aura og hugsa um það helst að eiga fyrir næsta vísa- eða júróreikningi. Skítt með það hvor einhverjir búi „úti á landi“. Sýnin til framtíðar snýst um búk- sorgir og útlandaferðir. Er til byggðastefna fyrir Vestfirði? Nei! Ekki meðan Al- þingi og sjávarútvegsráherra vilja kvóta á ýsu og steinbít strax. 10.PM5 19.4.2017, 09:2412

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.