Vinnan - 01.05.1945, Page 17
inn og berjast til sigurs fyrir friðinn, og sú barátta
stefnir að auknum völdum hans í hverju landi. Hann
mun hvar í landi sem er halda fast við kröfuna um
fullkomið frelsi og sjálfsákvörðunarrétt þjóðar sinnar,
um atvinnu, lífsöryggi, frið og framfarir. — En þar eð
hann gerir sér þess grein, nú betur en nokkru sinni fyrr
í lok styrjaldar, að barátta, sem takmarkast við eitt
land, er ekki einhlít, og samstilling kraftanna á heims-
mælikvarða er nauðsynleg, svo að æskilegum árangri
verði náð, hefur hann ákveðið að mynda með sér vold-
ug heimssamtök, alþjóðasamband. En þess verður ýtar-
lega getið á öðrum stað í þessu riti. — Þátttaka ís-
lenzkra verkalýðssamtaka í slíkum alþjóðasamtökum
er eigi aðeins brýnt hagsmunamál vinnandi stétta á
íslandi. — Smáþjóð umlukt stórveldum á ekki í fram-
andi landi tryggari stoð í sjálfstæðisbaráttu sinni en
sterka og alþjóðasinnaða verkalýðshreyfingu. ■—- Hið
sígilda kjörorð brautryðjendanna miklu: „Oreigar allra
landa sameinist“, hefur því sinn þjóðlega boðskap að
flytja í sérhverju landi, þótt það hafi aldrei verið al-
þjóðlegra en nú í dag.
Hér á landi sem annars staðar með smáþjóðum er
sjálfstæðismálið öndvegismál alþýðunnar í dag.
Sem þroskuð alþýða annarra landa verður nú íslenzk-
ur verkalýður að láta þeim tímum vera lokið, að sjálf-
stæðismálin séu meðhöndluð eins og einkafyrirtæki
gamallar yfirstéttar og skilja, að án virkrar ábyrgrar
þátttöku hans getur í rauninni ekki verið um neina
raunverulega sjálfstæðisbaráttu að ræða. íslenzk alþýða
verður að skoða aðild
sína það stóra í barátt-
unni fyrir verndun og
eflingu sjálfstæðis Is-
lands, að henni beri að
skipa þar fylkingarbrjóst
og hafa þar forystu, en
ekki baksveitarhlutverk.
í dag ber því íslenzk
alþýða fram fyrir munn
þjóðarinnar þá kröfu, að
Island fái notið fullkom-
ins og raunverulegs jafn-
réttis við hlið hinna sam-
einuðu frjálsu þjóða,
sem virkur þátttakandi í
endurskipan heimsvið-
skiptanna eftir stríðið og
fái sem fullvalda ríki að
inna af henndi hlutverk
sitt í viðskiptakerfi þjóð-
anna, í samræmi við nátt-
úrugæði landsins og fram
leiðslugetu þjóðarinnar.
VINN AN
En íslenzk alþýða má einnig gera sér ljóst, að auð-
ugt land fámennrar þjóðar sem býr við úrelta fram-
leiðsluhætti, hefur ekki borgið endanlega sjálfstæði
sínu, þótt réttarfarslegt sjálfstæði þess hafi náð skjal-
festingu á ráðstefnum þjóða, á meðan þjóðin hefur
ekki komið þeirri skipan á framleiðslu sína, til sjós og
lands, að hún geti hagnýtt auðlindir sínar sjálf sam-
kvæmt kröfum tímans og verið jafnoki annarra þjóða
á sviði tækninnar.
Krafa alþýðunnar í dag um nýsköpun atvinnuveg-
anna og kjörorðið: þjóðareining um nýsköpunarstefnu
núverandi ríkisstj órnar, er því eigi aðeins krafan um
blómlegt atvinnulíf, hagsæld og menningu vinnandi
stétta, heldur einnig og jafnframt krafan um sjálfstæði
Islands. Vaxandi íhlutun vinnandi stétta um stjórn
þjóðarbúsins og nýsköpunarinnar er ekki aðeins nauð-
syn frá sjónarmiði almennra hagsmuna, heldur einnig
sem sjálfstæðismál þjóðarinnar.
í hálft þriðja ár hefur Alþýðusamband íslands með
atbeina róttækra framfaraafla beitt sér fyrir myndun
bandalags vinnandi stétta landsins, m. a. um framan-
greind mál, með þeim árangri, að afturhaldssinnuð
ríkisstjórn varð að víkja fyrir framfarastjórn þeirri,
er nú situr að völdum í landinu. — Þessi ríkisstjórn
hefur sett nýsköpun atvinnuveganna og sjálfstæðismál
þjóðarinnar að höfuð verkefni sínu. Engin ríkisstjórn
áður hefði verið því vaxin að leysa fisksöluvandamálið
s.l. vetur svo giftusamlega fyrir sjómenn og útgerðar-
Framh. á bls. 87
71