Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Side 20

Vinnan - 01.05.1945, Side 20
Heimsráðstefnan krefst þess, að allar þjóðfélags- tryggingar verði undir eftirliti og stjórn verkalýðssam- takanna. 19. gr. Að lokum vill Heimsráðstefnan setja fram eftirfarandi lágmarkskröfur fyrir hönd alls verkalýðs: (a) Vinnandi fólk hafi óskoraðan rétt til að stofna verkalýðsfélög og starfa í þeim og gera sameigin- lega vinnusamninga. (b) Verkafólk skal hafa rétt til að mynda samvinnu- félög og önnur slík hjálparsamt'ök. (c) Verkafólk skal hafa málfrelsi, prentfrelsi, funda- frelsi og óskoraðan rétt til að mynda pólitísk og trúarleg samtök. (d) Allt pólitískt, fjárhagslegt eða félagslegt misrétti af kynþátta- eða trúarlegum ástæðum verður að hverfa. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Réttur æskulýðsins í framleiðslunni verði tryggður. (e) Ollum sé tryggður jafn réttur til menntunar. (f) Atvinna handa öllum, sem vilja vinna, með við- unandi skilyrðum. (g) Fullkomnar þjóðfélagstryggingar, er tryggi hverj- urn þjóðfélagsþegni fjárhagslega og félagslega af- komu. Eg hef hér að frarnan tilfært nokkrar af samþykkt- um fyrri hluta Heimsráðstefnunnar, sem snerta allt vinnandi fólk, en sökum rúmleysis verð ég að sleppa að segja frá öðrurn engu ómerkari samþykktum. Síðari hlutinn hófst svo mánudaginn 12. febr. með framsöguræðu Sidney Hillmann hins glæsilega vara- forseta C. I. 0. í Bandaríkjunum, urn framtíðarskipu- lag alþjóðasamtaka verkalýðsins. Sýndi hann fram á í mjög snjallri ræðu, hver höfuðnauðsyn það væri, ef nokkur von ætti að vera til þess að samþ. Heimsráð- stefnunnar næðu fram að ganga, að virkt alþjóðasam- band væri stofnað nú þegar. Samband, sem gætti hins fullkomnasta lýðræðis í stjórn sinni, jafnhliða við- bragðsflýti og valdi til skjótra aðgerða. Taldi hann I. F. T. U. (International Federation of Trade Union’s), sem að vísu væri enn til, á pappírnum, hafa sýnt sig alls ófært að uppfylla þær kröfur, er verkalýðsstéttin nú, hlyti að gera til slíks sambands. Sem dæmi um þann hugsunarhátt, sem ríkjandi væri í I. F. T. U. benti hann á að eitt stærsta sambandsfélag þess A. F. L. (American Federation of Labor), væri svo blindað af smáborgaralegum hugsunarhætti og Sovétfjandskap, að það væri ekki þátttakandi í þessari Heimsráðstefnu. Slíkan hugsunarhátt taldi hann ekki sigurvænlegan í þeim hörðu átökum er fram undan væru. Fyrir hönd C. I. 0. (Congress of Industrial Organi- sations) lagði hann fram eftirfarandi tillögur: 1. Að þessi Heimsráðstefna stofni nýtt alþjóðasam- band og leiti svo fljótt sem unnt er staðfestingar allra þeirra samtaka, er hér eiga fulltrúa. 2. Að Heimsráðstefnan kjósi nefnd í sem fyllstu sam- ræmi við samsetningu þessara ráðstefnu. Þessi nefnd aflar samþykkis allra landssamtaka, og að því fengnu starfar hún sem bráðabirgðastjórn hins nýja alþjóða- sambands. 3. Að þessi nefnd öll eða undirnefndir, er hún kann að kjósa, hafi vald til: (a) Að gera þær ráðstafanir er nauðsynlegar eru til framkvæmda þeirra ályktana, er þessi ráðstefna gerir. (b) Að hefja undirbúning og boða til endanlegs stofn- þings hins nýja alþjóðasambands. (c) Að undirbúa frumvarp að lögum fyrir alþjóða- 74 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.