Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 22
Fulltrúar arabisku verkalýðshreyj- ingarinnar í Palestínu síðar greinir. Nefndin starfar að stofnun alþjóðasam- bands. 2. Nefndin tekur til starfa þegar að lokinni þessari Heimsráðstefnu. 3. Nefndin starfi sem stjórn alþjóðasamtaka verka- lýðsins, þar til næsta Heimsráðstefna verður kölluð saman. 4. Vald nefndarinnar sé: (a) Að senda ályktanir Heimsráðstefnunnar til stað- festingar og gera skýrslu til næstu Heimsráðstefnu. (b) Að koma fram fyrir hönd Heimsráðstefnunnar eftir því sem með þarf, gagnvart ríkisstj órnum eða alþjóðlegum ráðstefnum. (c) Að vinna að því að verkalýðssamtökin eigi full- trúa á væntanlegri friðarráðstefnu og öllum þeim undirbúningsfundum, er haldnir kunna að verða. (d) Að sjá um framkvæmd þeirra ákvarðana, er sam- þykktar verða af þeim landssamtökum, er hér eiga fulltrúa. (e) Að semja uppkast að lögum fyrir Alþjóðasam- bandið. (f) Að senda það út til viðkomandi samtaka og taka við breytingartillögum, ef fram koma. (g) Að undirbúa stofnþing eigi síðar en í árslok 1945 og annast aðrar framkvæmdir í sambandi við þann undirbúning. (h) Að skipa undirnefndir eftir því sem hún telur þörf á, og fela þeim þau völd, er hún telur nauð- synlegt. (i) Að kalla saman skyndiráðstefnu, ef hún telur það nauðsynlegt. (j) Að bjóða þeim samtökum, er hún telur æskilegt, þátttöku í slíkri Heimsráðstefnu. (k) Að kjósa sér stjórn, er samanstandi af mönnum er hljóta samþykki viðkomandi landssamtaka, enda greiði þau laun þeirra. Skrifstofa nefndarinnar verði í París, í húsakynn- um franska verkalýðssambandsins, er lánar hús- næði og starfsfólk á skrifstofuna án endurgjalds. 5. Allur kostnaður við störf nefndarinnar verði greiddur með frjálsum framlögum. 6. liður er urn samsetningu nefndarinnar, en þar sem smávægilegar breytingar voru gerðar á þeim lið, set ég hann síðar, eins og endanlega var frá honum gengið. 7. Það er óskipt skoðun Heimsráðstefnunnar, að stofnun sambands, er sameini allan verkalýð, sé óhjá- kvæmileg nauðsyn. En heimild hverrar samtakaheildar um sig til að hafna þátttöku eða gera athugasemdir við lagafrumvarpið er vitanlega óumdeild. Eftir stuttar umræður voru þessar tillögur, að undan- teknum 6. lið, samþykktar einróma. Um 6. liðinn varð nokkur ágreiningur, sérstaklega varðandi fulltrúa þeirra landa, þar sem fleiri en ein samtök áttu fulltrúa á Heimsráðstefnunni, svo sem Indlands, Palestinu og Spánar. Einnig töldu Brezku nýlendurnar ekki nægilegt tillit tekið til sín. Þessi ágreiningur jafnaðlst þó fljótlega með sam- komulagi milli aðila, en fjölgað var fulltrúum nýlendn- anna um 2 og var þá fullt samkomulag af þeirra hendi. Þá var einnig ágreiningur um þátttöku Póllands og Rúmeníu, en þeim ágreiningi var vísað til nefndarinnar til úrskurðar. Að lokinni þessari samþykkt var Heimsráðstefnunni slitið og hafði hún þá setið degi lengur en ráð var fyrir gert í upphafi. 76 VINN AN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.