Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Page 24

Vinnan - 01.05.1945, Page 24
Heimsráðstefna verkalýðsfélaga ávarpar allar þjóðir Heimsráðstefna verkalýðsfélaga, sem lokið hefur brýnustu verkefnum sínum í Lundúnum, sendir þenna boðskap alþýðu allra landa, sem vonar og vill af alhug, að nýr heimur skuli rísa upp af rústum og auðn styrj- aldarinnar. Heimsstyrj öldin síðari hefur stofnað öll- um þjóðum í alvarlegri háska en um getur í annálum sögunnar. Hinar sameinuðu þjóðir hafa barizt fyrir frelsi sínu og lífsháttum í langvinnri og hræðilegri bar- áttu gegn árásarveldunum. Þær hafa giftusamlega borið af sér ægilegustu atlögu, er nokkru sinni hefur verið gerð gegn grundvelli lýðræðisins og þegnrétti frjálsra manna, þær hafa andæft hatrömmustu tilraun, ernokkru sinni hefur verið gerð til þess að hneppa mannkynið í ánauð og sveigja þjóðir undir stj órnmálakerfi, atvinnu- skipulag og hugmyndafræði, er hefðu ef tilraunin hefði heppnazt, ofurselt allar frjálsar þjóðir í hendur mönn- urn, sem með herafla sínum þóttust vera sjálfvaldir til að drottna fyrir sakir „kynþáttayfirburða“ eða til að gegna svokölluðu „sögulegu hlutverki“. Heimsráðstefna verkalýðsfélaga vorra hefur kvatt fulltrúa til fundar frá öllum álfum jarðarinnar, er fara með umboð milljóna skipulagsbundinna manna, er veittu staðfastlega viðnám kúgun fasismans og hafa hrundið árás fasista með fórnfrekri baráttu. Vér kom- um á heimsráðstefnu vora frá sundurleitum löndum. Tarassov, Murray, Hillmann Liu, Toledano, Cofino, Scevenels og Oldenbrock. Að því loknu hófust umræður um skipulag hins væntanlega alþjóðasambands. I sambandi við þau var aðallega rætt um þrennt. Hvort taka ætti í Alþjóðasamb. fleiri en ein samtök frá hverju landi fyrir sig, þar sem svo stæði á að verkalýðsfélögin eru í fleiri en einu landssambandi. Hvort taka ætti alþjóðlegu fagsam- böndin eins og gert var í I. F. T. U. og svo um gjöldin, hvort þau ættu að vera jöfn fyrir hvert þúsund eða að fara lækkandi á þúsund eftir að kornið væri yfir ein- hverja ákveðna tölu meðlima. Engin ákvörðun var tekin um þessi atriði, en þeim vísað til undirnefndar- innar til athugunar. A hún svo að senda öllum meðlim- um nefndarinnar sínar tillögur það tímanlega að þeim gefist kostur á að leggja þær fyrir samtökin í hverju Vér vorum fulltrúar allra kynflokka og trúarbragða, og sundurleitir að hörundslit. Vér ræddumst við á ólíkum tungumálum. En vér vorum einhuga um þau markmið, er vér sem verkamenn, eigum ásamt öllum þjóðum, er frelsinu unna. Umræður vorar á heimsráðstefnunni voru slíkar, að vér getum lýst því yfir, án hiks eða vafninga, að verkalýðsfélög alls heimsins eru reiðubúin til þess að starfa með öllum samhuga þjóðum að því, að fullur og afdráttarlaus sigur verði unninn á fasista- veldunum, er reyndu að granda frelsi og lýðræði; að þau vilja koma á öruggum og varanlegum friði og efla alþjóðlega samvinnu í fj árhagsmálum og atvinnumál- um, svo að nýta megi hinar miklu auðlindir jarðarinn- ar öllum þjóðum hennar til blessunar, tryggja vinnu handa öllum, efla velmegun fólksins og skapa félagslegt öryggi handa konum og körlum með öllum þjóðum. Til þess að þessum háleitu markmiðum verði náð hefur heimsráðstefna vor skuldbundið milljónasamtök þau, er falið hafa oss umboð sitt, til að styðja hetju- heri hinna sameinuðu þjóða í þeim orustum, sem enn verða háðar áður en lokasigri er náð. Sókn sovétherj- anna í austri, efld og studd af sókn Englendinga og Ameríkumanna í vestri og þj óðfrelsishersveitum Frakk- lands, Rúmeníu, Júgóslavíu og Búlgaríu, hlýtur að verða hin skjóta úrslitasókn, er kúgar þýzka ríkið til landi til umræðu og athugunar fyrir september-fund- inn. Að kveldi 22. febr. var svo fundi nefndarinnar slitið og fóru þá íulltrúarnir að hugsa til heimferðar. Þegar ég les yfir það, sem ég hef skrifað um þessa merkilegu Heimsráðstefnu, verður mér Ijóst, að mér hefur ekki tekizt að gefa nema mjög ófullkomna mynd af því, sem þar fóf fram. Það, sem að mínu áliti var mest áberandi við þessa Heimsráðstefnu var hinn sterki einingarvilji er þar var ríkjandi og sú óbifanlega vissa að verkalýðssamtökin myndu reynast fær um að rækja það hlutverk sitt að móta heirn eftirstríðsáranna í samræmi við óskir og þarfir alls vinnandi fólks. Með þátttöku sinni í þessari Heimsráðstefnu hefur Alþýðusatnband Islands sýnt að einnig það vill leggja sinn Htla skerf til þeirrar nýsköpunar. 78 VINN AN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.