Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 26
leiðslutækin verði nýtt til hins ýtrasta og hægt verði að
sjá öllurn fyrir vinnu og vaxandi velmegun um allan
heim.
Heimsráðstefna vor lagði sérstaka áherzlu á þær
skyldur, er ríkisstj órnir verða að rækja gagnvart körl-
um og konum, er gegna herþjónustu, og hvorki hafa
sparað líf eða heilsu í baráttunni fyrir sigri. Ráðstefn-
an krafðist þess, að öryrkjum stríðsins yrði séð fyrir
ókeypis læknishjálp og nægilegum sjúkrastyrk meðan
þeir eru óvinnufærir og þeim yrði veitt ókeypis þjálfun
til að taka aftur upp vinnu í iðnaðinum; að þeim, sem
eru öryrkjar ævilangt, verði veittur lífeyrir, er tryggi
þeim og fjölskyldum þeirra eðlileg og skapleg lífskjör.
Heimsráðstefna vor var einnig á einu máli um það,
að berjast fyrir virkri verkamannálöggjöf í öllum lönd-
um heims, þar á meðal í nýlendum og öðrum löndum,
sem lítt eru á veg komin, til verndar verkamönnum í
öllum framleiðslustörfum. Á annan hátt verður ekki
tryggt samtakafrelsi né helgustu samfélagsréttindi
manna; á annan hátt fá verkalýðsfélög og önnur sam-
tök verkamanna ekki tækifæri til að vaxa og þróast
frjáls og óháð né heldur að taka þátt í og marka at-
vinnumálastefnuna í hinum ýmsu löndum.
Verkalýðsfélög heimsráðstefnu vorrar hafa tekið
hina mikilvægustu ákvörðun um að efla skipulags-
bundna sameiningu hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyf-
ingar. Ráðstefnan samþykkti einróma að stofna heims-
samtök verkamanna, er telji innan vébanda sinna öll
verkalýðsfélög frjálsra landa á grundvelli jafnréttis, án
tillits til kynþátta, trúar eða stjórnmálaskoðana, svo að
engum verði skipað utan garðs né á óæðra bekk. Vér
erum að skapa eins skjótt og tök eru á volduga alþjóða-
stofnun, sem sameinar alla, og getur beitt áhrifavaldi
sínu til framdráttar yfirlýstum stefnuskráratriðum vor-
um. Vér kusum 45 manna nefnd á heimsráðstefnu
verkalýðsfélaganna, skipaða fulltrúum allra deilda ráð-
stefnunnar, og hefur nefnd þessi aðsetur í París. Nefnd-
in mun kveðja aftur til heimsráðstefnu í september-
mánuði 1945, til að samþykkja grundvallarlög sam-
takanna og stofnun varanlegs skipulags. En á meðan
mun hún verða oddviti ráðstefnunnar og koma ákvörð-
unum hennar á framfæri. Hún mun túlka kröfur hinn-
ar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar um þátttöku og hlut-
deild í öllum málum varðandi friðinn og málaskipan
alla eftir styrjöldina, urn fulltrúa og friðarráðstefnu og
öllum alþjóðanefndum varðandi friðarskipanina frá
upphafi til enda, allt frá ráðstefnunni í San Francisco
í apríl.
Heimsráðstefna vor gerði þessa kröfu í þeirri sann-
færingu, að alþýða hinna sameinuðu þjóða hefði rétt
til þess að leggja orð í belg, þegar friður verður sam-
inn. Krafa vor er byggð á þeirri sannfæringu vérka-
lýðsfélaganna sér í lagi, að þau hafi mikið verk að
vinna í nýsköpun heimsins. Heimsráðstefna vor trúir
því, að með áframhaldandi náinni samvinnu og skjót-
um aðgerðum hafi stjórnirnar og alþýða hinna sam-
einuðu þjóða þegar unnið hálfan sigur, en að takast
muni að ráða fram úr hinum erfiðu viðfangsefnum
framtíðarinnar og leysa hvern vanda, sem að hönd-
um ber.
Heimsráðstefna verkalýðsfélaganna vottar öllum
þeim, sem fallið hafa fyrir málstað frelsisins, virðingu
sína. Hún hyllir hina hugrökku heri hinna sameinuðu
þjóða, skæruliðasveitirnar, andstöðuhreyfingarnar og
meðlimi varnarliðs borgarsveitanna.
Hin félagsbundna verkalýðsstétt hefur lagt fram sinn
fulla skerf í orustum vígvallanna og á sviði framleiðsl-
unnar til að skapa og vígbúa hinn gríðarlega herafla,
sem hefur þegar komið fasismanum á kné og mun innan
stundar brjóta hann á hak aftur fyrir fullt og allt. Hin
sögulega ráðstefna vor, sem er háð þegar styr.jöldin
stendur sem hæst, er talandi tákn um einingu verka-
lýðsstéttarinnar og ber vitni siðferðilegum sigri hinna
sameinuðu þjóða á hinum illu öflum fasismans. Hin
skipulagsbundna verkalýðsstétt, sem hefur átt svo mik-
inn þátt í að vinna þessa styrjöld, getur ekki látið aðra
um það að bera alla ábyrgð á friðarskipaninni, hversu
góður sem tilgangur þeirra kann að vera. Friðurinn,
sem koma skal, mun því aðeins verða góður friður —
varanlegur friður — friður, sem er verður þeirra fórna,
er goldnar hafa verið sigrinum, ef hann fær tjáð vilja
frjálsra þjóða, hagsmuni þeirra, þrá og þarfir. Vér
sendum því þetta ávarp heimsráðstefnu vorrar öllum
verkamönnum heimsins og öllum góðviljuðum körlum
og konum, er vilja helga sig því starfi að skapa betri
heim með sömu þjónustulund og fórnfýsi og þeir hafa
lagt fram til að vinna sigur í styrjöldinni.
Undirritað af nefndinni fyrir
hönd heimsráðstefnunnar.
ÖSrum til aS dreifa
Norður í Þingeyjarsýslu bjó eitt sinn bóndi, sem .
Kristján hét. Hann var afrendur að afli, meinslunginn
maður og svo hirðusamur, að mœlt var, að hann hirti
eigi síður annarra eigur en sínar eigin og fór dagfari
og náttfari að afla björg búi sínu. Eigi var hann þó
illa látinn af nágrönnum sínum, sem sjá má af eftirfar-
andi vísu, sem Indriði Þórkelsson skáld á Fjalli orti
að Kristjáni látnum:
Muna skulið þið mœlgisþý
mannorði hans, sem láguð í:
ef eilthvað hverfur enn á ný,
ekki hefur Kristján stolið því.
80
VINNAN