Vinnan - 01.05.1945, Page 28
ætla að óreyndu, dregur þreyta ekki ávallt úr afköstum.
Lítils háttar þreyta eykur þau oft töluvert og örvar
manninn til áreynslu.
Þegar menn vinna, verða þeir að samhæfa hreyfingar
sínar, svo að þær samsvari markmiði. Sakir þessarar
samhæfingar haldast ýmsar aðrar frumrænar og eðlis-
lægar hreyfingar og viðbrögð í skefjum, því að þær
myndu ekki samsvara markmiði því, sem vinnan stefnir
að. Vinnan er því ekki eðlislæg, heldur áunnin starf-
semi. Hinn vinnandi maður má ekki svara ytri áhrif-
um að vild né hlýða kalli eðlishvata sinna. Við öllurn
glepjandi áhrifum verður vinnandi maður að setja
hömlur. Ef markvís samhæfing eða stjórn bilar, slakn-
ar á hömlunum, sem eðlislægum hreyfingum voru sett-
ar, meðan á vinnunni stóð. Leiðir þetta til margs konar
mistaka og jafnvel til slysa, ef svo ber undir.
Nú er staðreynd, að áhrifa þreytu gætir fyrst á hinar
æðri starfsdeildir, þ. e. því margbrotnari og sérhæfari
sem samhæfing hæfileikanna er, því fyrr kennir áhrifa
þreytu á þær. Þetta er skiljanlegt. Þegar yfirstjórn á
beitingu hæfileikanna fer að lamast, leika þar með laus-
um hala ýmis konar hvatir og andsvarshættir, sem mað-
urinn hélt áður í skefjum og braut til hlýðni og þjón-
ustu við markmið sitt.
Athugum til dæmis áhrif þreytu á skynjunina. Æðri
skynjunarhættir eru ekki einungis fólgnir í því að nema
skynáhrifin, heldur í skyngreiningu, í því að bera þau
saman, greina þau hvert frá öðru, mynda úr þeim
heildir. Æðri skynjun er samfara dómstarf og mat.
Lægri skynjunarhættir eru aftur á móti fólgnir í því
að nema bein áhrif einhvers áreitis á skynfærin án þess
að túlka þau með samanburði við eitthvað annað eða
greina þau frá einhverju öðru. Þreyta eykur t. d. næmi
manna fyrir sársauka. Skynáhrif, sem óþreyttum manni
finnast þægileg eða hvorugt, verða þreyttum manni ó-
þægileg eða jafnvel sársaukafull. Mælt hefur verið, hve
fast þurfi að þrýsta með þar til gerðu áhaldi á hörund
manns til þess, að snertingin valdi honum sársauka. Á
hörund óþreytts manns þarf að styðja allfast til þess, að
snertingin hafi sársauka í för með sér, en eftir því sem
maðurinn er þreyttari, þarf minni þrýsting til, og ör-
þreyttum manni getur jafnvel fundizt óþægilegt, hvað
lítið sem við hann er komið. Þannig er þessu farið á
öðrum sviðum. Það, sem var þægilegt, missir aðdráttar-
afl sitt og verður til æ meiri ama og þjáningar, eftir
því, sem þreyta vex. Af framansögðu verða okkur ýrnis
tiltæki og háttsemi þreyttra manna skiljanleg, svo sem
hvers vegna þeir sækjast í áfengi eða önnur deyfilyf til
þess að firra sig vanlíðan. Ymsir deyfilyfjaneytendur
hafa byrjað að taka þau til þess að bægja frá sér þján-
ingu ofþreytunnar, en misst svo stjórn á nautn þeirra.
Nú skiljum við líka, hvers vegna þreyttum manni hættir
við að vera önugur og gefa skapillsku sinni laujan
tauminn.
Þótt nærni manna fyrir sársauka aukist við þreytu,
minnkar jafnframt hæfi þeirra til þess að greina milli
skynáhrifa, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: Stutt er á
hörund manns með áhaldi, sem hefur tvo odda, og má
minnka eða stækka bilið milli þeirra að vild. Ef rnjög
stutt bil er milli oddanna, finnst manninum sem ein-
ungis hafi verið stutt á einn stað á hörundi hans, en ekki
tvo. Hver staður á líkamanum hefur sitt sérstaka greini-
bil, þ. e. svo og svo langt bil þarf að vera milli oddanna
til þess, að hann skynji, að stutt sé á hörund hans á
tveimur stöðum. En eftir því sem þreytan vex, stækkar
þetta bil, þ. e. skyngreiningarhæfi mannsins minnkar.
Þreytan lamar fyrst hina æðri hugarstarfsemi, eins
og sjá má af eftirfarandi dæmum. Svo sem kunnugt er,
finnst okkur pundslóð þyngra en dúnpoki, sem vegur
pund. Ef við veguin í höndum okkar tvo hluti jafn-
þunga, en misstóra, finnst okkur hinn stærri vera léttari.
Þessi skynvilla er til staðar hjá öllum mönnum, að und-
anteknum smábörnum og fávitum. Mjög dregur úr
skynvillu þessari hjá þreyttum mönnum, svo að hennar
gætir lítt eða ekki. Auðsætt er, að hún á rót sína að
rekja til æðri hugarstarfsemi: Við ályktum ósjálfrátt,
að því stærri sem hluturinn sé, því þyngri sé hann. Við
búum okkur ósjálfrátt undir meira átak til þess að lyfta
dúnpokanum en blýlóðinu, og því finnst okkur dúnpok-
inn léttari. Hin misjafna stærð hlutanna glepur okkur,
er við metum þyngd þeirra, en aftur á móti ruglar þessi
hugmynd ekki óvita né smábarn — og um þreyttan
mann gegnir líku máli. — Þá koma áhrif þreytu greini-
lega í ljós við rannsókn á hugrenningartengslum. Les-
inn er upp fyrir manninn orðalisti, og á hann að svara
hverju orði eins fljótt og hann getur með fyrsta orði,
sem honum kemur í hug. A eftir er svo athugað sam-
bandið milli spurnarorða og svarorða. Af þessari ein-
földu þraut getur glöggur sálfræðingur margt ráðið.
Henni er beitt við sálkönnun, hún er allgott gáfnapróf,
og loks er hún notuð við þreyturannsóknir. Hjá greind-
um óþreyttum manni ber mjög á því, að eitthvert skyn-
samlegt samhengi sé yfirleitt milli spurnarorða og svar-
orða. Ef spurnarorðið er hestur eru líkindi til þess, að
svarorðið hjá gréindum óþreyttum manni sé eitthvað
á þessa leið: dýr, húsdýr, spendýr, hófdýr, þ. e. hann
svarar spurnarorðinu með orði, sem hefur líka rnerk-
ingu eða merkir hugtak sömu tegundar eða stendur loks
í nánu sambandi við spurnarorðið, eins og þegar hann
svarar með: hnakkur, skeifa, maður, hundur. Við at-
hugun á hugrenningartengslum þreyttra manna hefur
komið í ljós, að hugtakalíkingin milli spurnarorða og
svarorða rnáist fyrst. Onnur auðveldari hugrenninga-
tengsl verða ofan á, og loks svarar maðurinn helzt með
einhverjum algengum orðum eða orðurn og orðskríp-
82
VINNAN