Vinnan - 01.05.1945, Page 29
um, sem ríma v.ið spurnarorðið. Þreytan lamar þannig
æðri hugsun, en venja og frumræn andsvör fá yfir-
höndina. Þreyta hefur að ýmsu leyti svipuð áhrif á
starf og hugsun manna og áfengisneyzla.* Dauðþreyttir
menn halda sér oft uppi á grófri og lélegri fyndni, sem
svipar til fyndni drukkinna manna. Alls gáður rnaður,
sem kernur í hóp drukkinna manna, hefur ekkert gaman
af orðaleikjum þeirra, honum finnst þeir heimskulegir.
Alkunna er, að sumir hagyrðingar eru í essinu sínu,
þegar þeir eru orðnir hálfir eða vel það. Sjálfsgagn-
rýnin setur þeim ekki lengur hömlur, allt þykir gott sem
rírnar. Málið yrkir fyrir þá. Aftur á móti er mjög fátítt,
að veruleg skáld yrki undir áhrifum áfengis, jafnvel
þau, sem þykir gott í staupinu.
Starísrit og þreytupróí
Orkumyndun líkamans, í hvíld og starfi, hefur verið
rnæld á ýmsan hátt, einkum með sérstökum efnaskipta-
tækjum. Er þá mælt, hve mikið súrefni maðurinn notar
á ákveðnum tíma, en síðan reiknað út, hve mikill bruni
hafi átt sér stað í líkama hans þenna sama tíma eða
hve margar hitaeiningar hafa myndazt, en hitaeining er
það hitamagn, sem þarf til þess að hita einn lítra af
vatni úr 0° upp í 1° á Celsíus. Fyrir hvern lítra af
súrefni, sem líkaminn brennir, myndast um 5 hitaein-
ingar. Með þessu móti hefur verið leitt í ljós, að orku-
myndun í líkama fullorðins manns í algerri hvíld er um
1700 hitaeiningar á sólarhring, en nokkuð er þó þetta
breytilegt eftir líkamsstærð, aldri og kyni. Þegar mað-
urinn starfar líkamlega eða andlega, eykst orkumynd-
unin, og fer þá nokkur hluti hennar til starfsins. Við
erfið störf verður hún um 3500—5000 hitaeiningar á
sólarhring.**
Ymsum aðferðum er beitt til þess að búa til þreytu-
rit, og eru áhöld notuð í þessu skyni, einkum krafta-
mælar (ergometrar) og ýmsar tegundir starfsrita (dyna-
mometrar, dynamographar).
Tilraunir, sem kraftamælir er notaður við, fara fram
á eftirfarandi hátt: Maðurinn lyftir tilteknum þunga
með allri hendinni eða einum fingri, oftast með á-
kveðnu rnillibili. Áreynslan hvílir alla tilraunina á enda
á sömu vöðvum eða sama líkamshluta. Er áhaldið
þannig gert, að áreynslan geti ekki lent á öðrum vöðv-
um, þegar maðurinn fer að þreytast. Rétt er þó að geta
þess, að oft er torvelt að takmarka áreynsluna við á-
kveðinn líkamshluta eða vöðva. I sambandi við krafta-
rnælinn er svo áhald, sem býr til línurit af átökunum,
meðan á tilrauninni stendur. Hj á sumum minnka átökin
því sem næst jafnt (bein starfslína), hjá öðrum minnka
þau lítið í fyrstu, en síðan skjótlega (kúpt starfslínai,
* Sjá t. d. Mc Dougall: An Outline of Abnormal Psychology,
Chap. III. Fatigue, Drugs, and Sleep.
** Jóhann Sæmundsson, sama rit, bls. 171.
og hjá enn öðrum minnka átökin fljótt framan af, en
síðan hægar (íhvolf starfslína). Sjást þessar þrjár teg-
undir starfsrita á eftirfarandi mynd:
Bein starfslína ■ Kúpt starfslína íhvolf starfslína
Línuritin lesist frá hægri til vinstri.
Við slíka tilraun ber margs að gæta: Ekki má líða
oflangt milli átaka, svo að vöðvarnir fái hvílt sig til
fulls. Þunginn, sem lyft er, má ekki vera of lítill, því
að með því móti getur maðurinn haldið áfrarn að lyfta
þunganum því nær endalaust, og öll átökin verða jöfn
eða því sem næst. Hins vegar má þunginn ekki vera of
mikill, því að þá ofreynir maðurinn sig í einu eða
tveimur átökum og getur svo ekki meir. Ef lagt er fyrir
manninn að lyfta þunganum með j öfnu millibili, verður
bilið milli átakanna að vera lengra, þegar um mikinn
þunga er að tefla, en þegar þunginn er lítill. Af tilraun-
um þessum hefur komið í ljós, að kraftar og þol fara
ekki ávallt saman. Kraftalítill maður getur verið miklu
þolbetri í hlutfalli við afl en burðamikill maður.
A þennan hátt hefur mönnum tekizt að mæla afköst
við ýmis líkamleg störf og gera sér grein fyrir áhrifum
þreytunnar á þau. En miklu torveldara er að gera
þreyturit yfir andleg störf. Verður að finna þrautir,
sem eru svo líkar, að hver þraut jafngildi hinni, en séu
jafnframt svo ólíkar, að lausn þeirra þrauta, sem á
undan fara, geri mönnurn ekki hægara fyrir að ráða
fram úr þeim þrautum, sem á eftir koma. Fer oftast svo,
að verkefnin verða of lík, lausn þeirra verður brátt
auðveldari með vana og æfingu eða þá, að verkefnin
verða svo sérhæfð og einskorðuð, að þau veita næsta
ófullkomna hugmynd um það, sem venjulega er kölluð
andleg vinna. Þá hefur sú aðferð verið höfð að láta
manninn þreyta sig fyrst á andlegri vinnu og prófa
síðan líkamlega orku hans. Ef í ljós kemur, að maður-
inn þreytist þá fyrr við líkamlega vinnu en venjulega,
er ályktað, að orkumismunurinn hafi farið í andlegu
vinnuna. Þessi mælingaraðferð er þó ónákvæm, því að
andleg þreyta verður að vera kominn á allhátt stig til
þess, að áhrifa hennar gæti á líkamleg afköst.
Sakir hins rýra árangurs, sem náðst hefur með slík-
um rannsóknum, hafa menn enn reynt að mæla tálmun
þá, sem andleg vinna veldur á líkamlegu starfi, þegar
þau eru framin samtímis. Maðurinn er þá látinn leggja
saman tölur, finna svarorð, sem standa í ákveðnu sam-
bandi við spurnarorðin, lesa o. s. frv., á meðan hann
togar í kraftamæli með einum fingri eða allri hendinni.
Sýna starfsrit þessi, að andleg vinna dregur meira og
rninna úr líkamlegum afköstum. En allar þessar aðferð-
VIN N A N
83