Vinnan - 01.05.1945, Síða 30
ir hafa reynzt ónákvæmar til þess aS mæla andlega
þreytu.
Starfsrit sama manns eru í höfuSdráttum mjög lík,
hvert sem starfiS er og hvort um er aS tefla andlega
eSa líkamlega vinnu, en aftur á móti eru starfsritin
mjög breytileg eftir einstaklingum. Þetta gildir ekki ein-
ungis um vinnuþoliS, hve fljótt og meS hverjum hætti
afköstin minnka, heldur og mun flest annaS, sem máli
skiptir: vinnugæSi og mistök, hraSa og seinvirkni. í
öllu starfi birtist því persónugerS mannsins.
Orkueyðsla og þreyta
Athugun sýnir, aS starfslínan lækkar ekki í jöfnu
hlutfalli viS orkueySsluna, eins og vatn í íláti, sem
veriS er aS tæma. Afköstin ná ekki alltaf hámarki þeg-
ar í staS, heldur að nokkrum tíma liðnum. SíSan fer
aS draga úr afköstunum, en misjafnlega hratt og mis-
jafnlega reglulega. Þau aukast stundum lítils háttar
annað veifiS, þótt úr þeim dragi í heild. HvaSa ástæSur
liggja til þess, aS þreyta helzt ekki í hendur viS orku-
eySslu?
Þýzki sálfræðingurinn Kraepelin rannsakaSi fyrstur
manna ýtarlega hin ýmsu atriði, sem þarna koma til
greina. Tökum til dæmis eitthvert einfalt verk, eins og
að lyfta þunga. Ef endurtekning verknaSarins leiSir
ekki brátt til minni afkasta, er þaS m. a. vegna þess, aS
endurtekningin rySur úr vegi ýmsum byrjunartálm-
unum, sem stafa af því, aS maSurinn er verkinu óvanur.
Sakir endurtekninga lagar maSurinn sig aS starfinu, og
þessi aSlögun hamlar fyrst um sinn ekki einungis móti
þreytunni, heldur geta og afköstin aukizt um hríS. Eins
og afköst manna eru yfirleitt lítil á laugardögum, vegna
þreytu eftir vikuverkiS, þannig eru og afköst þeirra á
mánudögum einnig yfirleitt léleg, af því aS þá eru þeir
stirSir og þurfa tíma til þess aS liSkast eftir sunnu-
dagshvíldina. Mjög er misjafnt, hve menn eru fljótir
aS laga sig aS vinnu í hvert sinn. Sumir laga sig svo aS
segja á svipstundu aS verki, en áhrifa aðlögunarinnar
gætir skamma stund. ASrir eru lengi aS laga sig að
verki, en áhrifa aSlögunarinnar á afköstin gætir leng-
ur. Æfing hefur yfirleitt þau áhrif á afköstin, aS maS-
urinn fylgir fremur þeim vinnuhraSa, sem honum er
eSlilegastur, en hinum mesta vinnuflýti, sem hann get-
ur náð.
Kraepelin greinir einnig aS örvun eSa áhuga, sem
vaknar af starfinu (Anregung og Erregung) og hneigS-
ina til þess aS láta hugann hvarfla frá því (Ablenk-
barkeit). Þannig geta líkamleg afköst aukizt viS and-
lega starfsemi og andleg afköst aukizt viS líkamlegt
starf, t. d. aS ganga um gólf. Þau áhrif, sem glepja
manninn frá vinnunni, geta ýmist veriS persónuleg,
sprottin af líkamslíðan eSa sálarástandi mannsins eSa
ytri áhrifum er til aS dreifa.
Kraepelin ruglar sums staSar saman næsta sundurleit-
urn hugtökum. Þannig merkir æfing (Ubung) tvennt ó-
líkt hjá honum. Annars vegar kallar hann æfingu stund-
araSlögun mannsins aS vinnunni, en hins vegar nefnir
hann einnig verknámiS sjálf æfingu. ASlögunarhæfi
mannsins kemur fram í því, aS maðurinn þarf að vera
nokkra stund viS verkiS, í hvert sinn áSur en afköst
hans ná hámarki. Afköstin eru t. d. minnst fyrstu 5
mínúturnar, meiri þær 5 næstu o. s. frv., unz hámarki
er náS og þreytan fer aS hamla á móti. En æfingar
í hinni merkingunni gætir frá einni tilraun til annarr-
ar. Þannig afkastar einhver maSur miklu meira á til-
teknum tíma, þegar hann vinnur verk, sem honum er
orSiS vel tamt, en hann gerSi, meSan þaS var honum
ótamt. Áhrif æfingarinnar í þessari síSari merkingu eru
miklu langærri og annars eðlis en í hinni fyrri. Er aug-
ljóst, að ekki má rugla saman verkkunnáttu mannsins
og aSlögun hans aS verkinu í hverri einstakri tilraun,
þ. e. hve langan tíma tekur hann aS liSkast við verkið
í hvert sinn.
Helstu tilefni þreytu
1. Rö/ig vinnubrögð er eitt algengasta tilefni þreytu.
Við flest verk er vinnubrögðum manna meira og minna
áfátt. Þeir gera ónauðsynlegar hreyfingar og eyða því
mikilli orku til einskis. Mikill orkusparnaður er því að
réttu vinnulagi. Skammt er síðan farið var að rann-
saka vinnubrögð á vísindalegan hátt, en nú þegar hefur
mikið áunnizt í þessu efni, einkum að því er varðar
verksmiðjuvinnu og ýmis einföld störf. Undir vísinda-
legri stjórn geta afköst manna við sum verk stóraukizt.
jafnvel margfaldazt, en þeir þó eytt í þau minni orku
en áður fyrr, meðan þeir unnu með hefðbundnum og
óhagkvæmum aðferðum. Nú er það ekki einungis vont
vinnulag í þrengri merkingu, sem leiðir til orkusóunar
og þreytu, heldu'r einnig röng skipulagning vinnunnar.
Fáir gera nokkra áætlun að morgni um, hvernig þeir
ætli að haga störfum um daginn. Margir hlaupa sífellt
úr einu í annaS, sóa kröftum sínum í smámuni, allt fer
hjá þeim á ringulreið, þeir sjá aldrei fram úr því, sem
þeir þurfa að gera, og hiS mikilvægasta situr þá stund-
um á hakanum eða þeir þvinga sig til vinnu örþreyttir.
Slíkir menn kvarta oft undan því, að þeir hafi aldrei
tómstur.d sér til skemmtunar eSa menntunar. Þeir hafa
aldrei komið skipun á vinnu sína og eru þrælar hennar.
Þótt þeir séu ávallt önnum kafnir, fara afköstin ekki
eftir erfiðinu. Margir miklir afkastamenn virðast hafa
tíma til alls. Þeir hafa stundir aflögu til að skemmta
sér og til að vera með konu sinni og börnum. Stafar
þetta af hagkvæmum vinnubrögðum og góðri skipun á
störfum þeirra. En röng vinnubrögð og léleg skipan á
vinnunni draga mjög úr starfsgleði manna.
2. Of langur vinnutími. — Onnur helzta orsök þreytu
84
VINNAN