Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Page 32

Vinnan - 01.05.1945, Page 32
 því, að þeir færast of mikið í fang í einu. Á þetta eink- um við um stritvinnu. Setjum svo, að maður eigi að flytja til ákveðið þungamagn. Ef hann ber ofmikið í einu, ofreynir hann sig brátt. Er því betra að fara fleiri íerðirnar og bera minna í einu. Fer auðvitað eftir burð- um hvers manns og þoli, hvaða þunga honum er hæfi- legt að bera, en síðan eftir lengd vinnutímans, stærð verksins í heild, hve langt hann þarf að flytja hlutina til o. fl. 5. Alls konar truflanir. Mikinn þátt í þreytu manna eiga alls konar truflanir, sem raska vinnunæði þeirra. Þær glepja eftirtektina, svo að þeim verður hættara við mistökum og slysuni. Þeir eyða allmiklu erfiði í að halda huganum við verkið. Margar rannsóknir hafa t. d. verið gerðar um áhrif þau, sem hávaði hefur á menn við vinnu. Mikill og stöðugur hávaði reynir á taugar manna og eyðir orku þeirra. Reyndar virðist hávaði stundum hafa örvandi áhrif og auka afköst lítils háttar, en hann slítur mönnum ávallt. Flestum störfum fylgja hljóð og hávaði, en ekki eru þau öll skaðsamleg; fer það eftir eðli þeirra og magni. Manninn glepja ekki svo mjög hljóð, sem leiða af vinnu hans, heldur marg- víslegur hávaði, t. d. vélaskrölt, sem er starfi hans ó- viðkomandi og fellur ekki við vinnuhreyfingar hans. 6. Tilbreytingarleysi getur oft af sér þreytu og leiða á vinnunni. Fábreytnin stafar stundum af mikilli tækn- islegri verkaskiptingu. Einhverju starfi, sem áður fyrr var ein heild, er nú skipt í fjöldamarga þætti, og gerir hver maður ákveðirm hluta þess. Hefur hann því enga heildarsýn yfir verkið, veit jafnvel varla, hvað hann er að gera. Með þessu móti verður starfið innihaldslaust og eilíf endurtekning hins sama. Auk þess verður mað- urinn alltaf að vera í sömu stellingum, áreynslan lendir á sömu vöðvum og líkamshlutum og lýir rneir en fjöl- breyttari vinna. Raunar er erfitt að dæma um, hvort verk er fábreytt eða ekki; sá einn, sem er því gagn- kunnugur, finnur fjölbreytnina, sem í því býr. Þröngt starfssvið getur búið yfir mikilli fjölbreytni. Menn skiptast mjög í tvö horn eftir því, hve vel þeir una við fábreytta vinnu. Sumir hyggja, að einungis vel gefnir menn þjáist af því að vinna tilbreytingarlítil störf, og þess vegna eigi að láta lítið gefna menn hafa þau á hendi. En þessi skoðun virðist ekki koma vel heim við staðreyndir. Sumir vel gefnir menn una sér vel við fá- breytt störf. Þeir geta gert þau umhugsunarlítið og haft hugann við annað. Ýmislegt bendir til þess, að það sé ekki eingöngu og jafnvel ekki aðallega undir greind komið, hversu mönnum fellur tilbreytingarlítil vinna, heldur undir skaplyndi þeirra og persónuleika. 7. Geðshrœringar og skaplyndi. Sk'iljanlegt er, að tíðar geðshræringar hafi þreytu í för með sér, þar sem þeim fylgir mikið orkulát. Sá, sem temur sér geðvonzku og önuglyndi eða hefur sífelldar áhyggjur og verður allt að vonbrigðum, eyðir með því móti mikilli orku til einskis gagns og verður þess vegna þreyttari en hinn, sem jafnlyndari er. Sterkar geðshræringar, svo sem reiði, koma líffærastarfseminni úr jafnvægi og eyða varaorku mannsins. Hann finnur ekki til þreytu, með- an á kastinu stendur, en eftir á gætir hennar því meir, sbr. berserksgang til forna. 8. Sefjun. Oft stafar þreytutilfinning af rangri í- myndun og sefjun. Þegar menn láta sér í augum vaxa það starf, sem fram undan er, ganga .þeir að því með hangandi hendi og verða fljótt þreyttir og leiðir á því. Vinnugleði og áhugi á starfinu draga hins vegar úr á- hrifum þreytunnar. ITlutverk verkstjóra og umsjónar- manna er ekki hvað sízt í því fólgið að vekja starfs- áhuga hjá verkamönnunum. Ef löng og erfið vinna er framundan, er ágætt að skipta henni í marga stutta áfanga. Með því móti er léttara að halda uppi áhuga manna og vinnugleði. Margir ímyndunarveikir menn gera sér í hugarlund, að allt sé erfitt, þeim vex hvert viðvik í augum. Það er ímyndun þeirra, sem þreytir þá framar öllu, en ekki þau störf, sem þeir inna af hendi. Á hinn bóginn leysir áhuginn úr læðingi orkulindir mannsins og hamlar ótrúlega lengi upp á móti raun- verulegri þreytu. Sefjun hefur mikil áhrif á þreytuna, eins og hægt er að sannfæra sig um af einfaldri tilraun: Maður er látinn lyfta ákveðnum þunga með hendinni, þangað til hann getur ekki lyft honum lengur. Þá er honum talin trú um, að þunginn hafi verið minnkaður, og er vísast, að hann geti þá enn um hríð lyft honum. Ef mannin- um er aftur á móti talin trú um, þegar hann er farinn að lýjast, að aukið hafi verið við þungann, getur hann ekki lengur lyft honum eða hann örmagnast a. m. k. fyrr en ella. Skammgóður vermir Kunningjar tveir, báðir vel hagorðir, höfðu Ijóðað hvor á annan um skeið, og var farið að kastast í kekki milli þeirra. Þótti þeim ekki viðeigandi að spilla kunningsskap sínum á þennan hátt, tóku tal saman, sœttust og hétu livor öðrum því að láta flímkveðskap niður falla. Daginn eftir hittust þeir af tilviljun á götu og var þá annar þeirra illa leikinn, með glóðarauga og brákað iief. Þá gat hinn ekki orða bundizt og missti út úr sér þessa vísu: Ef það hlypi í þig kvef og þú skyldir deyja, „mitt er auga, mitt er nef,“ mœtti fjandinn segja. 86 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.