Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Side 38

Vinnan - 01.05.1945, Side 38
r þeir: Loftur Bjarnason form., Árni Jónsson ritari, SigurSur Sigurþórsson gjaldkeri. I varastjórn: Einar Bjarnason, varaform., GuSm. E. GuSmundsson vararitari, Sigurhans Hannesson vara- gjaldkeri. Um tilgang félagsins segir svo í fyrstu lögum þess: Tilgangur félagsins er aS bæta iSnina og vernda réttindi félagsmanna. Þessum tilgangi sínum hyggst félagiS aS ná meS því: a) aS fá alla járnsmiSameistara í Reykjavík, og alla þá, sem unniS hafa aS járnsmíSi í fjögur ár eSa lengur til aS ganga í félagiS. bl aS sjá um, aS ákvörSunum og kröfum félagsins sé fullnægt og samþykktir þess haldnar. c) aS félagsmenn stySji hvern annan eftir mætti í öllum erfiSleikum, veikindum eSa því líku. Næst er svo haldinn félagsfundur aS 3 vikum liSnum, 4. maí 1920. Á þeim fundi var samþykktur kauptaxti fyrir félagsmenn til aS vinna eftir. Samkvæmt honum skyldi kaup verSa kr. 1.80 á klst. í dagvinnu, kr. 2.00, þegar unniS var í skipum, sem lágu úti á höfn, fyrir yfirvinnu 50% hærra og næturvinnu 100% hærra. Einnig var samþykktur taxti fyrir þá, sem gegndu verk- stjórn og var hann ákveSinn kr. 2.50 á klst. Kauptaxt- inn skyldi koma til framkvæmda 15. maí og mun hann hafa komiS til framkvæmda óbreittur og gilti til ára- móta 1926—27. Á þessum sama fundi var kosin 3ja manna nefnd til aS undirbúa stofnun sjúkrasjóSs innan félagsins og semja reglur fyrir hann. I nefndina voru kjörnir Bror Westerlund, Einar Bjarnason, Sigurhans Hannesson. 14. nóv. skilaSi nefndin störfum, og sam- þykkti félagiS reglugerS fyrir sjóSinn og var þar á- kveSiS, aS hann tæki til starfa 1. jan. 1921. Reglu- gerSin var aS vísu ekki fullkomin, en á hana ber aS líta sem merkilegan vísi aS þeim sjúkrasjóSi, sem félag- iS nú starfrækir. Þannig, eins og hér á undan hefur veriS lýst, voru fyrstu spor félagsins stigin. — Þannig leiS fyrsta starfs- ár félagsins. Eélag járniSnaSarmanna var á fyrstu árum sínum frábrugSiS öSrum íslenzkum stéttarfélögum, aS því leyti, aS mikill hluti aS meSlimum þess voru útlend- ingar, Svíar, Danir og NorSmenn, svo aS segja má, aS á þessum árum hafi félagiS veriS eins konar „Skandin- avisk forening“. Enda voru fyrstu lög félagsins prentuS bæSi á íslenzku og dönsku. Oft er þess getiS í fundar- gerSum félagsins frá þessum tímum, aS túlkaS hafi veriS af íslenzku á dönsku og af dönsku á íslenzku, ræSur manna á félagsfundum. ÞaS er engum vafa undir- orpiS, aS Félag járniSnaSarmanna á þessum mörgu út- lendingum margt gott aS þakka hvaS viS kemur því aS skapa góSan félagsanda innan félagsins. Þeir höfSu áSur en þeir komu hingaS til lands veriS meSlimir í stéttarfélögum í heimalöndum sínum, þar sem samtökin voru orðin rótgróin og mikiS eldri og reyndari en hér, og skildu því flestir vel gildi félagsins fyrir stéttina. ÞaS er t. d. sænskur maSur, Axel Svendsson, sem fyrst vekur rnáls á því aS stytta vinnudaginn í 8 stundir á dag. Margir þessara manna liafa gerzt lendir menn hér og eru þeir flestir, ef ekki allir, íslenzkir ríkisborg- arar nú. Það má segja, aS fyrstu 10 ár félagsins hafi veriS nokkurs konar undirbúningsár. — ViS ýmsa örSug- leika var aS etja, eins og áður er getiS. í byrjun ársins 1927 lækkaði kaup járnsmiða nokkuS frá því sem verið hafði frá 1920, enda hafði verðlag á lífsnauðsynjum þá lækkaS töluvert. NÚVERANDI STJÓRN FÉLAGSINS Fremri röð frá vinstri: Isleifur Arason, ritari, Snorri Jónsson, formaður, Krist- ján Ag. Eiríksson, varaformaður. ■— Aftari röð frá vinstri: Bjarni Þórarins- son, fjármálaritari, Loftur Amundason, gjaldkeri (utan stjórnar) og Asgeir Jónsson, vararitari. 92 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.