Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 45

Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 45
sem vinna reglubundinn dagvinnutíma. Við nánari athugun tel ég, að þetta sé ófullnægjandi. Eigi fisk- veiðarnar að vera samkeppnisfærar um vinnuaflið, verða þær að tryggja mönnurn ekki lægra kaup en verkamanninum. — Að þeirri upphæð tel ég að nú beri að stefna. Hvernig á að skipuleggja kauptryggingarnar? Ef minnzt er á þessi mál, kveður jafnan við, að út- gerðin þoli þetta ekki. — Þeir, sem þannig hugsa, hljóta að líta svo á, að hlutarmennirnir þoli fremur að ganga snauðir frá borði. Mér dettur ekki í hug að neita því, að kauptrygg- ingin leggur útgerðinni auknar skyldur á herðar við skipverja, en hins vegar skyldur, sem hver útgerðar- maður ætti að telja sjálfsagt að uppfylla, einkum ef orðið gæti til þess að auka aðstreymi í sjómannastétt- ina. — Hins vegar má og telja réttmætt að krefjast opinberrar íhlutunar um þessi mál, þar sem hér er um að ræða velferðarmál þjóðfélagsins alls. — Þess vegna lagði áðurnefnd sjómannaráðstefna það til, í ályktun um þessi mál, að sett yrðu lög, þar sem útvegsmenn gætu tryggt sig gegn skakkaföllum af völdum kaup- tryggingar. — Þingmenn úr Sósíalistaflokknum fluttu síðan mál þetta á Alþingi, en það náði ekki fram að ganga. Aðeins þingmenn Sósíalistaflokksins og Alþýðu- flokksins sáu sér fært að fylgja þessu. — En þegar kaup- trygging er orðin nógu almenn, rís krafa útgerðar- manna það hátt í þessu efni, að löggjafinn sér sér ekki annað fært en að verða við því að setja lög um þetta efni. Og ekki mun standa á liðsinni sjómannastéttar- innar og alþýðusamtakanna í því. Til greina kæmi og, að ríkið tæki að sér ábyrgð þessa, gegn ákveðnum skilyrðum til tryggingar gegn misnotkun. Það er skoðun mín, að tryggingin eigi og að ná til þeirra útgerðarmanna, sem sjálfir vinna við báta sína, þannig að þeir geti og tryggt sjálfum sér kaup. Ætti þá sú upphæð, sem þeim væri tryggð, að vera óháð af- komu atvinnurekstursins á þann hátt, að eigi mætti skerða hana, þó að útgerð yrði gjaldþrota. Þýðing vélstjóraverkfallsins í Neskaupstað Fram að síðustu áramótum hefur ekki þekkzt lág- markskauptrygging í sjómannasanmingum á Austur- landi. En í vetur náði Vélstjórafélagið „Gerpir“ í Nes- kaupstað samningum, sem fólu í sér þau ákvæði, að 1. vélstjóri skyldi hafa kr. 385.00 mánaðar-kauptrygg- ingu að viðbættri dýrtíðarvísitölu. — Samningar þessir náðust fyrir tilstilli Alþýðusambandsins og eftir hálfs mánaðar verkfall. Deila þessi mun marka tímamót í sögu þessara mála á Austfjörðum. Hún er upphaf þess, að kauptrygging komist á urn allan fjórðunginn. — Starf Vélstjórafélags- ins „Gerpis“ að þessum málum, hefur verið brautryðj- endastarf hér eystra og er þess að vænta, að aðrir sjó- menn láti ekki langt um líða, unz þeir koma á eftir. Niðurlagsorð Ég hef hér að framan gert lágmarkskauptryggingar- rnálið að umræðuefni og vona, að menn fallist á nauð- syn kauptryggingar. Þetta er sanngirnismál og það er þjóðarbúinu fyrir beztu, að því verði sem fyrst komið í góða höfn. Það er góðra manna von, að kreppuárin komi ekki aftur. En stundum má fróm ósk og góður vilji sín lítils gegn þjóðfélags- og náttúruöflunum. Og þó kreppuárin komi ekki aftur, er kauptrygging nauðsynleg fyrir því. Að vísu hafa sjómenn síðustu ára haft miklu hærra kaup en daglaunamenn, hvað sem líður gaspri þeirra, sem reyna að æsa þá gegn verkamönnum og kjarabóta- kröfúm þeirra. En þa ðeru hin einstöku tilfelli, sem þarf að tryggja sig gegn. Jafnan verður einn og einn bátur afskiptur við veiðarnar. Orsakir eru ýmsar, oft lélegur vélakraftur og þeir, sem fyrir þessu verða, standa mjög höllum fæti í lífsbaráttunni. Heildin á að taka af þeim fallið. A næstunni stendur fyrir dyrum stórfelld nýsköpun á atvinnuháttum og þjóðlífi íslendinga. etta kostar ó- grynni fjár. — Það er sjómannastéttin, sem gerir þetta mögulegt. Þjóðin á þess vegna að setja metnað sinn í það að búa sem bezt að þeim, bæði hvað snertir laun, öryggi og útbúnað um borð í skipum og bátum. Ef fyllstu sanngirni væri gætt, ættu sjómennirnir að vera hæstlaunaðastir Islendinga. En við krefjumst þess ekki. Við krefjumst aðeins þess, að okkur sé tryggt það kaup, að okkur og fjölskyldum okkar sé fjárhagslega borgið, þótt einhver skakkaföll kunni að mæta atvinnurekstr- inum. Hver er sá, er dirfist að halda því fram, að sú krafa sé óbilgjörn? Segja má, og það með sanni, að nýbyggingaráform ríkisstjórnarinnar séu fyrirætlun um stórfellda tekju- aukningu sjómanna og um leið þjóðarinnar allrar. Og stjórnin nýtur líka mikils trausts meðal fiskimanna og ekki rénaði það við hin föstu og ákveðnu tök á fisk- sölumálunum, en starf stjórnarinnar á því sviði á vafa- laust eftir að auka stórum tekjur fiskimanna. •— í stað þess að fiskverðið lækkaði, eins og búið var að básúna um land allt, hækkar það til mikilla rnuna, vegna þess- ara aðgerða. Gróðinn af útflutningnum rennur nú að miklu leyti í vasa fiskimanna — útgerðarmanna og VIN N A N 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.