Vinnan - 01.05.1945, Síða 48
/ 's
INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestsbakka:
Einu sinni var
Það spruttu rauðar rósir
á reitnum heim við bæinn —
sem voru allra yndi
og ilmuðu lengstan daginn
— báru blíðan svip
í byggðinni við sœinn.
Það spruttu rauðar rósir
en reyndar dóu þœr —
síðan ekkert antiað
til yndis þarna grœr
— bráðum hylur bœinn
blár og kaldur sœr.
V__________________________________________________)
rétt á að fá land á leigu, — til að hjálpa til þess að
auka framleiöslu þjóÖarinnar, sagði skrifarinn. ... —
Til að koma þessu í kring stakk hann upp á að jarðar-
afgjaldið væri lækkaö við þá, sem hafa stór svæði á
leigu, en hækkað um tuttugu af hundraði við þá, sem
hafa lítil svæði á leigu. Héðan í frá á að borga jarðar-
afgjöldin í landaurum, einkum sykurrófum, og verðið
verður ákveðiö í skrifstofu Torlonia prins.... Þeir,
sem hafa lítil svæði á leigu, verða að borga 720 lírur
fyrir hektarann.... Ég get líka trúað ykkur fyrir því,
að uppástungan frá fulltrúa kafóníanna var samþykkt
með mikilli ánægju, og einnig hinu, að allir kafóníarnir
frá Fucino voru saman komnir í borginni og létu í ljós
gleði sína yfir þessu með háværum húrrahrópum fyrir
ráðherranum, amtmanninum og hinum embættismönn-
unum. ... Var það nokkuð fleira, sem þið vilduð fá
að vita?
— Nei, þetta er ótvírætt, sögðum við.
Þetta var alveg ótvírætt.
Götulj óskerin báru skæra birtu. Það var orðið fram-
oröiö, en bjart var á vegunum. Okkur var allt Ijóst.
I Avezzano var allt á tjá og tundri. I augum okkar
var hún eins og heimur, sem er að ganga af göflunum.
Ég sá fólk, sem fór inn í kaffihús og veitingahús og
söng og dansaöi og talaði af mikilli æsingu um allt
milli himins og jarÖar, og ég varð að beita allri athygli
minni til að geta skilið það, sem borið hafði við. Ég
spurði sjálfan mig að því, hvort þetta væru allt sjón-
hverfingar, eða hvort allir væru gengnir af göflunum,
án þess þeir vissu það sjálfir.
Úr veitingahúsunum hljómaði fylliríissöngur, og
þaðan fundum við lykt af steiktum fiski. Við vorum
soltnir og þyrstir, en okkur hryllti við þessum veitinga-
húsum.
— Borgarbúarnir skemmta sér, sagði Berardo....
Borgarbúarnir eru glaðlyndir.... þeir drekka....
þeir borða.... en það er bara gert gys að kafóní-
unum.
Hópur syngjandi fullra drengstaula gekk fram hjá
okkur. Þeir slógu taktinn með viðbjóðslegum líkams-
hreyfingum.
Vísan var á þessa leið:
„Húðin þín og húðin mín
höfð mun verða í loðskinn fín.“
Á eftir fyrsta hópnum kom annar hópur, og í hon-
um voru svartskyrtumennirnir, sem höfðu tekið af okk-
ur San Rocco-fánann. Þeir höfðu ekki fyrr komið auga
á okkur en þeir kölluðu: „Húrra fyrir San Rocco“ og
létu rigna yfir okkur óþverraorðum. Þeir tókust í hend-
ur, slógu hring um okkur, viðhöfðu hvílubragðahreyf-
ingar og sungu:
„Lærin þín og lærin mín
láta ei ganga í verkin sín.“
Við hirtum ekki um þá. Engan langaði til að sýna
mótþróa. Við botnuöum ekki neitt í neinu, Við vorum
í framandi veröld. Við vorum meðal borgarbúa.
Strákarnir fóru frá okkur og sungu „Teresa káta“
við lag Garibaldakvæðisins.
Þá kom maður til okkar. Hann hafði elt okkur stund-
arkorn. Hann var vel búinn, rauður á hár og skegg og
með ör á hökunni.
— Eruö þið ekki frá Fontamara? spurði hann.
— Við önzuðum honum ekki.
— Vitið þið, að yfirvöldin eru hrædd við ykkur?
Þau vita, að þið eruð andvígir stjórninni. . . .
Við lofuöum honum að þvaðra.
Framhald
Kynleg þögn
/ sjávarþorpi einu norðanlands bjó eitt sinn maður,
allhávaðasamur í tali, og var af gárungum nefndur
„hvinur“. Þar kom, að maður þessi andaðist sem aðrir
menn og var grejtraður. En svo stóð á, að nýr prestur
var kominn í prestakallið, og hafði hann ekki hugmynd
um viðurnefni hins framliðna, sem liann átti að jarð-
setja. Prestur þessi var greindur vel og ræðumaður
góður og hóf líkrœðuna á þessum hjartnœmu orðum:
„Þú ert liljóður í dag, vinur.“
Mælt er, að jarðarfararsvipurinn hafi snöggvast
þurrkast af andlitum sumra líkfylgdarmanna.
102
VINNAN