Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 51

Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 51
skekktar undir stórtrjám á öxlunum, eða tvo hrausta karlmenn standa við að lyfta á einn kvenmann kola- eða salthálftunnu, er hún síðan skal skjögrast með upp í geymsluhús kaupmanna, hvíldarlaust allan daginn, kiknuð í herðum með hjólbogna, bólgna og bláa fætur af áreynslunni, sem þær verða iðulega að væta í sjón- um til þess að slökkva verkjarbrunann í þeim. Allur líkaminn afmyndast og verður óliðlegur, og um hádag ævinnar eða jafnvel fyrr er heilsa og kraftar þrotin. Svo kveður Sigurður Einarsson: Eg heilsa þér, nafnlausa hjörð, sem aldrei er getið, aldrei þakkað, en yrkir þessa jörð. Sem skapar hvern bita brauðs og mezt ei við neinn, en meitlar úr björgum hvérn mola hins gullna auðs. Vertu blessuð, þú blessaða hönd, sem ýtir á hafið og árarnar knýr og aflann dregur á strönd, þú, sem ritar með reku og plóg þínar uppskerubænir á ásjónu jarðar í auðmýkt og karlmennskuró. Vertu blessuð, þú móðir og mær, sem bætir, saumar og býr til matinií og börnunum greiðir og þvær, sem hugsar í hljóði hvert kvöld, hvernig að skuli farið að allt skuli nýta, svo á standist tekjur og gjöld. Ég heilsa þér hetjusveit! sem skyldur hvers dags færa erfiði og önn út um engjar og fiskireit, sem ber hugrökk hita hvers dags til að ráða bætur á mannanna meinum frá morgni til sólarlags. Jóhannes úr Kötlum: I fjarska bíður fiskimanns hinn frjálsi víði sær, þar silfri búinn bárufans á björtum kvöldum stígur dans unz ægir allur hlær. — En stundum rís þó hrammur hans í heiftarreiði — og slær. Þá krefur hann sín konungs gjöld og kannske ærið há. En þó að oft sé kveðjan köld, hann kveikir samt þá gullsins öld, sem þjóðarbörnin þrá. Því leita menn frá landi í kvöld og leggja djúpið á. Og skipið brunar beint til hafs í blárra vídda firð — Það ristir flöt hins kalda kafs í krafti og ljóma eims og rafs. Og ljúf er kvöldsins kyrrð, og merkuð gliti geislastafs frá glaðri stjörnu hirð. Og hljóðra manna hjörtu slá, sem höggvi bára í sand. — AS sigla öllu sínu frá í sálum vekur trega og þrá: Nær lít ég aftur land? Það hefur margur siglt um sjá og sínu lífi í strand. En ekki hæfir víl né vol þeim vaska markarher. Nú reynir senn á þrek og þol — á þétta lund og sterkan bol og hönd, sem harðfeng er. Um fisk og salt, um kaffi og kol er kvæði lífsins hér. Heimsstyrjöldin fyrri leysti íslenzkan verkalýð úr þeim dróma, er hann hafði verið í, þrátt fyrir tilraunir sínar til samtaka og skipulags undanfarna tvo áratugi. Vaxandi dýrtíð í landinu og ill aðbúð verkamanna, einkum þeirra, er unnu hjá stórútgerðinni, áttu mestan þátt í að vekja samtakavilja verkamanna. Menn fá glögga mynd af vinnukjörum togarasjómanna á þess- um árum í grein eftir Háseta, sem birtist í Verkamanna- blaðinu 1913. Þar segir svo: Þegar bærileg er tíð er alltaf verið að fiska, og eins og margir vita, eru engin vökuskipti á þessum skipum á fiskiríi, heldur standa allir í einu. Ef lítið fiskast geta menn oft haft nægan svefn, en þó allt í smáskömmtum, t. d. oft ekki meira en 1 klukkustund í einu; en svo fer að fiskast meira og þá fer nú að versna í því; nú líður fyrsti sólarhringurinn og svo annar, að ekki fær maður að sofa, en á þriðja sólarhringnum eru menn oftast látnir sofna eitthvað lítið. Ég veit, að fólki úr landi mundi oft bregða í brún að sjá þessa menn dragast áfram í fiskkösinni, eins og þeir væru dauðadrukknir, og undir eins og þeir setjast niður að borða, eru sumir steinsofnaðir með nefið ofan í diskinum sínum. Svona geta fullfrískir menn á bezta aldri orðið, þegar búið er að ofbjóða þeim með vökum og vinnu. Nú er hætt að toga, og segir þá skipstj órinn, áður en hann fer niður að sofa: „Þið gerið svo að þessum fáu bröndum, piltar.“ essar „fáu bröndur“ eru þá oft ca. 6—8 þúsund fiskar, og það endist mönnum, eins og þeir eru nú á sig komnir, vanalega 8—10 tíma, og veit eng- inn nema sá, sem reynt hefur, hvað menn taka út í þess- ari síðustu skorpu; en þá eru líka komnir 60—70 tímar frá því menn hafa sofið eða hvílt sig. Nú fær maður að sofna, vanalega í 5—6 tíma, svo byrjar sama skorpan aftur, en þá er maður orðinn svo úthaldslaus og þolir ekki að vaka jafnlengi næst, af því hvíldin var ekki VINNAN 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.