Vinnan - 01.05.1945, Side 54
/---------------------------------------------------------------N
BÆKUR
v_________/
Halldór Stefánsson:
Innan sviga
Andlátssaga
Utgefandi: Mál og menning
Novellette mundi þessi saga sennilega
vera kölluð á enska tungu, sem sé stutt
skáldsaga eða löng smásaga, en raunar
skiptir það hvorki höfund hennar né les-
endur neinu máli, hverju nafni þessi aðferð
til listrænnar tjáningar nefnist. Hitt skiptir
máli, hvernig verkið er af hendi leyst. Og
við það skal hreinskilnislega kannazt, að
ég kveið talsvert mikið fyrir því að lesa
þessa bók. Svo sem mönnum er kunnugt,
er Halldór Stefánsson meðal allra fremstu
Islendinga í smásagnagerð, þegar hann
tekur á honum stóra sínum, kunnáttumað-
ur ágætur, frumlegur og gáfaður, og satt
að segja kveið ég því, að hann mundi nú
ekki ráða við þetta frásagnarform, þó að
raunar sé það auðveldara en hnitmiðað
smásagnaformið, þar sem ekkert má vera
of eða van. En kvíði þessi reyndist að
mestu ástæðulaus. Höfundurinn hefur
prýðilegt vald á efninu og fer, að því er ég
bezt veit, sínar eigin götur um samningu
(byggingu, eins og sumir kalla það). Hót-
fyndnir menn mundu ef til vill finna í sög-
unni ofurlítil áhrif frá Ljósvíkingi Kiljans
og sögu hans um Napóleon Bónaparte,
þennan sem endurreisti kristindóminn í
Danmörku, sem ekki mátti dragast lengur,
en ólíklegt þykir mér, að Halldór Stefáns-
son hafi haft nokkuð slíkt í huga, enda er
hann fleygur og fær án lánsfjaðra.
Sagan gerist í fremur litlu þorpi, þar sem
betri borgararnir og dindlar þeirra gera
aðsúg að ungum manni, sem vill verða
skáld, og blindum manni, sem er andlegur
leiðsögumaður hans, þótt sjónina vanti,
og auk þess þorpsyfirvöldunum óþægur
ljár í þúfu. Og þetta finnst höfundinum,
sem vonlegt er, svo algeng saga, að honum
finnst ekki taka því að segja hana öðru-
vísi en milli sviga, svo sem eins og innskot
í setningu. Og þó að „skáldið" hrekist á
hálfgerðan flæking og deyi án þess að hafa
nokkru sinni látið eftir sig kvæði, hvað er
það? Reyndar er þetta ákaflega mikil
harmsaga. En stíll Halldórs er svo klökkva-
laus og karlmannlegur, að slíks verður
naumast vart. Og hann er orðspar og laus
við útúrdúra, og það er höfundarkostur,
sem seint verður fullmetinn.
Tímarit
Máls og menningar
Árgangurinn 1944
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson
Síðasti árgangur Tímarits Máls og menn-
ingar er nú allur kominn út, eða þrjú hefti
alls.
I fyrsta hefti þessa árgangs hef ég
einkum rekið augun í ritgerðarsöguna
(essay-story): Blautu engjarnar í Brokey,
sem er rnjög laglega, sögð af manni, sem
lítið hefur sézt eftir á prenti.
I öðru hefti sama árgangs er kvæði H.
K. Laxness: Stóð ég við Oxará. Mér er
það hin mesta ráðgáta, hversu Ijóðum H.
K. Laxness virðist hafa verið veitt lítil at-
hygli, nema af stöku manni, og kemur oft
fyrir, þegar ég er einn á stjákli, að ég
raula fyrir munni mér vísuorðin úr Kvæða-
kveri hans
Bæta fossar bunu í
bullarasmellinn lækinn.
Og ef ég hefði verið skáld, mundi ég
gjarnan hafa viljað kveða ljóðlínurnar:
Ur lundi heyrði ég hvar
hulduljóð sungið var:
fannst mér ég þekkja þar
þann, sem sló kordurnar.
Þá skrifar Björn Sigurðsson í þetta
hefti ágæta grein um vísindi og verklega
menningu.
Þriðja og síðasta hefti þessa árgangs
hefst á hinu gullfallega og vel gerða kvæði
Snorra Hjartarsonar: I Úlfdölum. Kvæðið
er áþekkt, afarfíngerðu víravirki, að því
leyti að það leynir á sér, nema beitt sé tals-
verðri athygli, og ef til vill er Snorri Hjart-
arson listfengasta skáld íslenzkt, sem nú er
uppi. Grein Pálma rektors Hannessonar:
Fjallið Skjaldbreiður er og vel gerð, skrif-
uð af skáldlegri innsýn. Mætti ég segja hug
minn, vildi ég gjarnan, að Pálmi skrifaði
meira en hann hefur gert til þessa, því að
hann er maður ritfær í bezta lagi og jafn-
an einhver fengur að því, sem hann skrif-
ar. Þá skrifar H. K. Laxness í þetta hefti
um búskap íslendinga, og þó að ég hafi
ekki gripsvit á þeirri atvinnugrein, finnst
mér greinin skynsamleg. Að öðru leyti
þori ég, sökum fáfræði, ekkert um hana
að segja, en hitt finnst mér furðulegt, að
rithöfundur, sem varið hefur mestum tíma
sínum til að mennta sig í starfsgrein sinni
og slitið hefur flestum skóm sínum á mal-
biki, skuli hafa djörfung til að skrifa grein
um búskap, og bíð ég nú með óþreyju eftir
að sjá grein eftir hann t. d. um hestajárn-
ingar. Þá er enn grein í þessu hefti, sem
taka verður til sérstakrar meðferðar, en
það er grein Jóns prófessors Helgasonar:
Að yrkja á íslenzku.
Já, það er víst ekkert áhlaupaverk, ef
þau vinnubrögð eiga að heita viðunanleg,
og er þessi grein bæði hin merkilegasta og
ennfremur orð í tíma talað, því það hefur
viljað brenna við hjá hinum ungu ljóð-
skáldum okkar, að þau hafa ekki verið sér-
lega kröfuhörð við sjálf sig.
Framarlega í greininni rekur Jón Helga-
son þær uppástungur, sem fram hafa komið
um skýringu orðsins skáld, en kemst að
þeirri niðurstöðu, að orðið muni enn þá
vera óskýrt, og við það held ég að við
verðum að sætta okkur enn um sinn, eins
og svo margt fleira, sem okkur er þoku
hulið. Sú skýring á þessu orði, sem Magn-
ús Ólsen, hinn merki norrænuprófessor við
Oslóarháskóla, bar einu sinni fram, og virt-
ist vera alvara með á vissu skeiði ævinnar,
er vægast sagt mjög langsótt og hæpin og
ber þess vott, hvernig fer, ef skynsemin
hefur ekki hemil á hugmyndafluginu. Ann-
ars mun þetta ekki vera í eina skiptið, sem
hugmyndaflugið hefur hlaupið með hinn
ágæta Magnús Ólsen í gönur, því ég man
ekki betur en að hann viti, vafalaust einn
manna í heiminum, hverju Óðinn hvíslaði
í eyra Baldri, áður hann á bál stigi, og er
sá maður, sem það veit, ekki alveg á flæði-
skeri staddur um fróðleikann.
Sem dæmi þess, hversu auðvelt sé að
ríma á sumum erlendum tungum, telur Jón
Helgason upp ýmsar sjálfrímandi ítalskar
og franskar nafnháttarsagnir. Satt er það,
að slík flatneskja finnst mér fremur svip-
lítil. Og erfitt hefur mér reynzt að fyrir-
gefa einu eftirlætisskáldi mínu, Francois
Villon, 1431—1484, að ríma saman orðin:
seigneurie, maistrie og moquerie, eða mérir
og mourir, og versnar þó, þegar nær dregur
nútíðinni, þegar annar eins ljóðsnillingur
og Alfred de Musset, 1810—1857, rímar
saman mille og fragile, og fui og ami. Og
ekki finnst mér það nein fyrirmynd, þótt
Færeyingar, sem vissulega eiga ágæt ljóð-
108
VINNAN