Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 55
skáld, svo sem Djurhus gamla, rími saman
orðin dregur og hefur, þó bæði orðin séu
borin eins fram á færeysku. Kvæði eru
nefnilega alls ekki ævinlega þulin upphátt.
l>au eru oft lesin í hljóði, og eitthvað vill
augað hafa.
Menn sjá það bezt, hver ljóðaþróttur er
í íslenzku rími og stuðlasetningu, þegar
búið er að snúa íslenzkum kvæðum á
danska tungu. Með þvílíkum tilburðum er
hægt að gera þokkalegustu kvæði að aum-
asta holtaþokuvæli. Eg hef lesið talsvert af
íslenzkum kvæðum, þýddum á dönsku, og
satt að segja hafa mér ekki fundizt þau
batna mikið við þýðinguna. En dönsk þýð-
ing á íslenzkri skólavísu hefur mér lengi
þótt góð, þó stuðlana vanti á dönskunni.
Ég lærði hana fyrir mörgum árum og held
ég fari nokkurn veginn rétt með hana. Hún
er svona á hinu „ástkæra, ylhýra máli“.
Flatbrauðið hérna er fjandans tað,
þótt flestir á því glæpist.
Ef andskotinn sjálfur æti það,
þá er ég viss um hann dræpist.
En „paa det melodiöse danske Sprog“
hljóðar hún á þessa leið, að mig minnir:
Knækkbrödet her er noget skidt,
skönt mangen har paa det ledet.
Hvis Fanden selv skulde spise lidt,
han vilde s’gu dö paa Stedet.
Og þarf þó ekki meira en meðalglóp til
að átta sig á því, að danska þýðingin er
stórum þróttminni og flatneskjulegri vegna
vöntunar á stuðlasetningu.
Jón Helgason telur enska tungu þægi-
legri til ljóðagerðar, þar sem í henni séu
ýmis orð einkvæð, sem séu tvíkvæð á ís-
lenzku. Þessu verður ekki með rökum mót-
mælt. En við skulum ekki öfunda Englend-
inginn af þessu. Það getur nefnilega orðið
til þess, að ensk kvæði yrki sig sjálf, og þá
er skáldskapurinn orðinn fremur lítil í-
þrótt. Hilt er þrekraun, að þurfa að ein-
beita huganum við að sveigja íslenzkuna,
svo að hún falli í rím og stuðla, án þess
efnið glatist.
Eitt er það, sem mjög ber á í íslenzkum
skáldskap, en það er, hversu hugsunin virð-
ist oft vera óljós. Einkum birtist þetta í
meðferð skáldanna á lýsingarorðum, sem
virðast stundum valin af handahófi. Við
skulum til dæmis nefna fyrsta vísuorðið í
því kvæði Jóns Helgasonar, sem mörgum
finnst fegurst og bezt gert:
A meðan brimið þvær hin skreipu sker.
Þarna virðist að minnsta kosti mjög
hæpið að nota orðið skreipur um skerin,
fyrst brimið þvær þau. Nákvæmara hefði
verið að nota orðið sleipur, en auðvitað
var það ekki hægt vegna stuðlasetningar.
En ekki vil ég skemma fyrir mér gott kvæði
með því að rekja það lengra á þennan
hátt.
Svo virðist á þessari grein Jóns Helga-
sonar sem hann hafi í hyggju að rita heila
bók um þetta efni, og vona ég, að hann láti
nú ekki sitja við orðin tóm, því að til þess
er hann vafalaust allra manna færastur
sakir þekkingar sinnar og smekkvísi á
skáldskap. En áður en ég lýk þessum fáu
línum, langar mig til að drepa á eitt atriði,
sem Jón Helgason minnist ekki á í grein
sinni, og er þó mikilsvert atriði í ljóðagerð,
en það er, hversu litlir „fagmenn“ íslenzk
ljóðskáld virðast vera. Þeim er alls ekki
lagin samsetning kvæða (composition).
Meginþorri íslenzkra kvæða er á þá lund,
að hægt er að yrkja framan við þau, alls
staðar inn í þau, og aftan við þau, án þess
heildarsvipur þeirra raskist. Sennilega þarf
bæði tóneyra og myndauga til að geta ort
sæmilegt kvæði.
Jón Helgason hefur einu sinni sagt í
ágætu kvæði þessar ljóðlínur:
Engin ljóð, sem um sé vert
yrkir dauðleg tunga.
Þessi vísuorð eru ágæt bending til
þeirra, sem hafa það einkum í huga að
moka út ljóðabók á hverju ári. En betri
er ein ljóðabók góð en margar lélegar. Og
ef ungu skáldin okkar hefðu þessar Ijóð-
línur í huga, mundu þau ef til vill yrkja
minna, en vanda sig betur, því ekkert ligg-
ur á, og það þarf ef til vill heila mannsævi
til að yrkja eitt kvæði, ef það á að vera
nokkurs nýtt.
Jón Pálsson:
Austantórur
Víkingsútgáfan, Reykjavík
1945.
„Oft es þat gótt, es gamlir kveða“, segir
í fornum fræðum. Og þegar það kvisaðist
fyrir nokkru, að öldungurinn Jón Pálsson,
fyrrum aðalféhirðir, ætti í vitum sínum
allmikið safn handrita um ýmiss konar
þjóðleg fræði og sitthvað fleira og von
væri á, að þessi fróðleikur, sem hann hefur
numið á langri og viðburðaríkri ævi, mundi
smám saman verða birtur almenningi á
prenti, fylltist ég eftirvæntingarfullri til-
hlökkun, því að fátt les ég sólgnari huga
en ýmiss konar þætti um þjóðleg efni, þótt
ég sé enginn fræðimaður sjálfur í þeirri
grein. Og það hafði ég heyrt af vörum
manna, sem eru Jóni kunnugir, að enginn
væri hann flysjungur og frábitinn því að
láta á sér bera. Má og vera, að sú sé orsök
þess, að ekki hefur, fyrri en raun er á
orðin, verið hafizt handa um útgáfu hand-
rita hans. En hvað sem því líður, þá er nú
fyrsta hefti hins mikla handritasafns, sem
eftir hann liggur, komið út og nefnist hinu
frumlega og ágætlega viðeigandi nafni:
Austantórur.
Fyrsti þáttur þessa heftis er af Brandi
Magnússyni í Roðgúl, búhöldi hinum mesta
og dverghaga, sem iðkaði jafnt stórsmíði
sem gerð hinna smágervari hluta. Sam-
kvæmt frásögninni virðist Brandur hafa
verið stórlundaður og einbeittur, þó sér-
lundaður nokkuð og einþykkur, en að öllu
samanlögðu hinn mesti merkismaður.
Annar þátturinn er af Kolbeini Jónssyni
í Ranakoti, sem fæddur er og upp alinn
norður í Þingeyjarsýslu, en kemur til Suð-
urlands með nokkuð dularfullum hætti og
ílendist þar. Hann var faðir tveggja Kambs-
ránsmanna, svo og þorleifs ríka á Háeyri,
sem margar sagnir hafa gengið af og þriðji
þáttur þessa heftis fjallar um.
I þættinum af Þorleifi ríka er sagt frá
uppvexti hans og fátækt og hrakningum
hans í æsku og reynt á þann hátt að skýra
framferði hans síðar á ævinni. En snemma
hefur krókurinn beygzt til þess, sem verða
vildi, því að ekki var hann hár í lofti, þegar
hann byrjaði að selja vermönnum smátt
skorna tóbaksögn og brennivínslögg fyrir
vænsta fiskinn í hlutnum og lét sér þá
nægja „þægilegan kaupmannsgróða". -—
Benda frásagnirnar af kaupsýslu þorleifs í
þá átt, að í viðskiptum sínum hafi hann
ekki gengið feti skemmra en unnt var að
komast, en hygginn mun hann hafa verið
og forsjáll, skjótur til svars og orðheppinn
og borið með jafnaðargeði jafnt meðlæti
sem mótlæti.
Þá er komið að þeim kaflanum, sem mér
þykir einna fróðlegastur í þessu hefti, en
hann fjallar um veðurmerki og veðurspár
í Arnessýslu. Auk þeirra alþýðlegu reynslu-
vísinda, sem sá kafli flytur, eru þar mörg
orð viðvíkjandi veðurfari og slíku, sem ég
hafði annað hvort aldrei heyrt fyrri eða
var farinn að ryðga í, og er ég alltaf þakk-
látur þeim mönnum, sem fræða mig á nýj-
um orðum, því að aldrei er orðaforðinn of
mikill.
Guðni Jónsson magister hefur búið heft-
ið undir prentun, ritað formála að því og
jafnframt athugasemdir við þættina, ætt-
artölur og þvíumlíkt og virðist það gert
af hinni mestu vandvirkni. En nú þarf að
róa fast á hann stórasjó og draga upp á
bátinn sem mest af þeim fróðleik, sem
gamli maðurinn lumar á, svo að ekki fari
nú eins og um fræðaþulinn mikla, sem
Fornólfur gamli kvað um:
Otal fræðin afreksmanns
eru í letraskránum,
meira þó í huga hans
hvarf með honum dánum.
Karl ísfeld.
VINNAN
109