Vinnan - 01.05.1945, Page 57
kauplagsnefndar. Alþýðusambandið annaðist samningsgerðina
fyrir verkamannafélagið.
Aðalfundur Verkamannafélags Fljótamanna
Aðalfundur Verkamannafélags Fljótamanna var haldinn um
miðjan marz. I stjórn félagsins voru kosnir: Jón Hermannsson,
formaður, Sæmundur Hermannsson, varaform., Valberg Hannes-
son, ritari, Haraldur Hermannsson, gjaldkeri og Jón K. Olafsson,
fjármálaritari.
Aðalfundur Rakarasveinafélags Reykjavíkur
Á aðalfundi Rakarasveinafélags Reykjavíkur voru eftirtaldir
menn kosnir í stjórn: Gísli Einarsson, formaður, Karl Jónsson,
ritari og Tómas Tómasson, gjaldkeri.
Aðalfundur Verkalýðsfélags Grýtubakkahrepps
Á aðalfundi Verkalýðsfélags Grýtubakkahrepps voru þessir
menn kosnir í stjórn félagsins: Vilhelm Vigfússon, formaður,
Alfreð Pálsson, varaformaður, Þórður Jakobsson, ritari, Arthur
Vilhelmsson, gjaldkeri og Kristinn Jónsson, meðstjórnandi.
Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness
Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn 18. febr.
s.l. Stjórn félagsins var endurkosin og skipa hana: Hálfdán
Sveinsson, formaður, Sveinbjörn Oddsson, varaformaður, Ing-
ólfur Runólfsson, ritari, Guðmundur Kr. Olafsson, gjaldkeri. A
aðalfundum deildanna, er voru haldnir nokkru síðar, voru þessi
kosin til viðbótar í stjórnina: Skúli Skúlason (verkamanna-
deildin), Guðmundur Sigurjónsson (sjómannadeildin), Þórunn
Kristjánsdóttir, (verkakvennadeildin), Karl Benediktsson (vél-
stjóradeildin) og Magnús Norðdahl (bílstjóradeildin). Samþykkt
var á aðalfundinum að hækka árgjöld til félagsins úr 40 kr.
í 60 kr.
Aðalíundur Esju í Kjós
Aðalfundur verkalýðsfélagsins „Esja“ í Kjós var haldinn
19. febr. s.l. I stjórn voru kosnir: Gísli Andrésson, formaður,
Njáll Guðmundsson, ritari og Ásgeir E. Norðdal, gjaldkeri.
Aðalfundur H. í. P.
Aðalfundur Hins íslenzka prentarafélags var haldinn 20.
marz s.l. Á fundinum var lýst stjórnarkosningu, er fram hafði
farið að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Stjórnina skipa
nú þessir menn: Stefán Ögnmndsson, formaður, Árni Guðlaugs-
son, ritari, Magnús Ástmarsson, gjaldkeri, Helgi Hóseasson og
Gunnar Sigurmundsson, meðstjórnendur.
Nýir kjarasamningar á Raufarhöfn
Þann 14. marz s.l. voru undirritaðir nýir kjarasamningar
milli Verkamannafélags Raufarhafnar og Síldarverksmiðja rík-
isins. Aðalbreytingar frá fyrri samningum eru sem hér segir:
Tímakaup í almennri vinnu hækkar úr kr. 2.10 í kr. 2.30 um
klst. Tímakaup í skipavinnu og við umhleðslu sements hækkar
úr kr. 2.75 í kr. 3.00 um klst. Nýjum lið var bætt í samninginn:
Sldpavinna við kol, salt, sement og öll lestarvinna, ennfremur
losun síldar úr skipum og bátum, og greiðist við þá vinnu kr.
3.10 á klst. (Boxa- og katlavinna greiðist eins og áður með kr.
3.60 á klst.) Mánanðarkaup fastráðinna verkamanna hækkar úr
kr. 436.00 í kr. 478.40. Kaup þróarmanna hækkar úr'kr. 479.60
í kr. 526.24 á mánuði. Kaup kyndara, kolalempara og pressu-
manna hækkar úr kr. 479.60 í kr. 545.38 á mán. Kaup vindu-
manna verður kr. 502.32 á mán. (nýr liður). Sú hækkun, sem
verkamenn á Raufarhöfn hafa fengið með þessurn samningum,
nemur frá 10—15% á hinum ýmsu liðum kaupgjaldsins. Alþýðu-
sambandið annaðist samningsgerðina fyrir verkamannafélagið.
Nýir kjarasamningar á Þingeyri
Þann 28. febrúar s.l. voru undirritaðir nýir samningar um
kaup og kjör milli verkalýðsfélagsins „Brynja“ á Þingeyri og
atvinnurekenda þar. Breytingar frá fyrri samningum eru m. a.
þessar: Almenn vinna hækkar úr kr. 1.90 í kr. 2.20 um klst. í
dagvinnu. Skipavinna hækkar úr kr. 2.30 í kr. 2.50 um klst. í
dagvinnu. Vinna við kol, salt og sement hækkar úr kr. 2.60 í
kr. 2.90 um klst. í dagv. Kaup drengja 14—16 ára hækkar úr
kr. 1.40 í kr. 1.60 um klst. í dagv. og kaup kvenna úr kr. 1.40
í kr. 1.50 um klst. í dagv. Ráði fólk sig upp á mánaðarkaup
skal því greitt: Karlmönnum: kr. 400.00 og konum kr. 300.00
(grunnkaup), áður var konum greitt kr. 270.00, en körlum
kr. 360.00.
Einn atvinnurekandinn, Anton Proppé, undirritaði ekki samn-
inginn fyrr en 10. marz og hafði þá félagið gert ráðstafanir til
vinnustöðvunar hjá fyrirtæki hans.
ASalíundur Verzlunarmannafélags Vestmannaeyinga
Á aðalfundi Verzlunarmannafélags Vestmannaeyinga, er hald-
inn var um miðjan febr. s.L, voru þessi kosin í stjórn: Ingi-
bergur Jónsson, formaður, Elly Guðnadóttir, ritari, Sigrún Jón-
atansdóttir, gjaldkeri, Ásta Vigfúsdóttir og Jón Scheving með-
stjórnendur.
Kjarasamningur á Vatnsleysuströnd
Þann 17. febr. s.l. var undirritaður kjarasamningur milli hins
nýstofnaða Verkalýðsfélags Vatnsleysustrandar og atvinnurek-
enda þar í hreppi. Kaup karlmanna í almennri dagvinnu er kr.
2.40 á klst. 50% álag greiðist í eftirvinnu og 100% álag í nætur-
og helgidagavinnu. Heimilt er að vinna í vöktum við frystihús
og í niðursuðuverksmiðjum. Dýrtíðaruppbót greiðist mánaðar-
lega samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar.
Aðalfundur
Matsveina- og veitingaþjónafélags Islands
Matsveina- og veitingaþjónafélag Islands hélt aðalfund sinn
21. marz s.l. Lýst var stjórnarkosningu, er fram hafði farið að
viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu, og skipa nú stjórn félagsins
þessir menn: Friðsteinn Jónsson, formaður, Gísli Guðmundsson,
ritari og Böðvar Steinþórsson, gjaldkeri.
Aðalfundur Vals í Búðardal
Verkamannafélagið „Valur“ í Búðardal hélt aðalfund sinn
10. marz s.l. Stjórn félagsins var endurkosin og skipa hana
þessir menn: Ragnar Þorsteinsson, formaður, Sæmundur Bjarna-
son, ritari og Þorsteinn Jóhannsson, gjaldkeri. Félagið hefur
sagt upp gildandi kjarasamningum.
10 ára afmælishátíð Sóknar
Starfsstúlknafélagið „Sókn“ minntist 10 ára starfsafmælis
síns með samsæti að samkomuhúsinu Röðli 28. marz s.l.
10 ára afmælishátíð Iðju, fél. verksmiðjufólks
. Iðja, félag verksmiðjufólks, í Reykjavík, minntist 10 ára af-
mælis síns með samsæti að Hótel Borg miðvikudaginn 28. marz
síðastliðinn.
VIN N A N
111