Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Síða 58

Vinnan - 01.05.1945, Síða 58
VINN'AN ÚTGEFANDI ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Isfeld BlaðiS kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangs kr. 24.00. Einstök hefti í lausasölu kr. 2,50 og tvöföld kr. 5,00. Gjalddagi blaðsins er 1 .júní. Afgreiðsla er í skrifstofu Alþýðusambands Islands í Al- þýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10, Reykjavík. Sími 3980. Utanáskrift: VINNAN, Pósthólf 694, Reykjavík. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H*F 25 ára afmælishóf Félags iárniðnaðarmanna Félag járniðnaðarmanna minntist aldarfjórðungs afmælis síns með fjölsóttu hófi að Hótel Borg laugardaginn 17. marz s.l. Formaður félagsins, Snorri Jónsson, rakti sögu félagsins í stór- um dráttum. Margar ræður voru fluttar yfir borðum. Félaginu bárust margar góðar gjafir og heillaóskir. Þetta hefti Vinnun.nar er að verulegu leyti helgað þessu merka afmæli félagssamtaka járniðnaðarmanna. Nýir kjarasamningar í Dalvík Þann 31. marz s.l. voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli Verkalýðsfélags Dalvíkur og atvinnurekenda þar. Samkvæmt samningunum verður nú dagvinnukaup karlmanna kr. 2.25 á klst. í stað 1.90. Aðalfundur Bárunnar á Hofsósi Verkakvennanfélagið „Báran“ á Hofsósi kaus á aðalfundi sín- um þessar konur í stjórn: Líney Kristinsdóttir, form., Jónína Hermannsdóttir, ritari, og Björg Guðmundsdóttir, gjaldkeri. Aðalfundur Lyífræðingafélags Islands A aðalfundi Lyffræðingafélags Islands voru þessir menn kosn- ir í stjórn: Karl Lúðvíksson, formaður, Sigurður Olafsson, rit- ari og Erling Edwald, gjaldkeri. Aðalfundur Verkakvennfél. „Von" á Húsavík Verkakvennafélagið „Von“ á Húsavík hélt aðalfund sinn 13. marz s.l. 1 stjórn voru kosnar: Guðrún Pétursdóttir, Þuríður Halldórsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Þorgerður Þórðardóttir, og Sigríður Hjálmarsdóttir. Rakarasveinafélagið semur Vinnustöðvun hófst hjá rökurum í Reykjavík þann 4. apríl sJ. Samningar tókust fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins 7. apríl. Samkvæmt nýju samningunum hækkar kaup rakarasveina úr kr. 130.00 í kr. 149.00 á viku. Nýsveinakauptaxti fellur niður. Kaup hlaupavinnumanna hækkar í sama hlutfalli og sveina- kaupið. ORÐSENDING til útsölamanna Þeir útsölumenn Vinnunnar, sem ekki hafa enn gert skil fyrir s.l. ár, eru hér með vinsam- lega beðnir að gera það sem allra fyrst, og endursenda afgr. ritsins jafnframt þœr blaða- leifar, sem kunna að vera fyrir hendi. ORÐSENDÍNG TIL KAUPENDA í REYKJAVÍK Vegna erfiðleika á innheimlu, einkum þó í út- hverfum Reykjavíkur, vœri afgreiðslu Vinnunn- _ ar mikið hagrœði að því að sem allra flestir kaupendur ritsins kœmu sjálfir í skrifstofu Al- þýðusambandsins, Hverfisg. 8—10, efstu hœð, og greiddu áskrijtargjald sitt. Skrifstofan er op- in daglega kl. 9—12 f. h. og kl. 1—6 e. h. Aðalfundur Verkalýðsfélags Árneshrepps Verkalýðsfélag Arneshrepps í Strandasýslu hélt aðalfund sinn 23. marz s.l. í stjórn voru kosnir: Sörli Hjálmarsson, form., Andrés Guðmundsson, varaform., Magnús Benediktsson, ritari, Sigurgeir Jónsson, gjaldkeri og Sveinn Guðmundsson, meðstjórnandi. Aðalfundur Mjölnis í Árnessýslu Bílstjórafélagið „Mjölnir" í Arnessýslu hélt aðalfund sinn í marz s.l. í stjórn voru kosnir: Sigurður Ingvarsson, formaður, Einar Kristinsson, ritari og Albert Einarsson, gjaldkeri. Argjald félagsmanna var ákveðið kr. 35.00. Samþykkt var að gera kröfu til sama kaups og gildandi er hjá Þrótti í Reykjavík. Aðalfundur Verkalýðsfélags Flateyjar A aðalfundi Verkalýðsfélags Flateyjar voru þessir menn kosnir í stjórn félagsins: Friðrik Salómonsson, formaður, Jón Matthías- son, ritari, Sigurjón Arnason, gjaldkeri, Vigfús Stefánsson og Tryggvi Sveinbjörnsson, meðstjórnendur. Félagsmenn eru nú 34. Listmálara- og skólavörur allskonar Pensillinn Laugavegi 4 . Reykjavík . Sími 2131 112 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.