Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 8
STEFÁN ÖGMUNDSSON Það er svo báfft að standa í stað. Þau straumhvörf hafa nú orðið í samtökum íslenzkr- ar alþýðu, að full ástæða er til að staldra við á sjónar- hóli hinna breyttu viðhorfa og neyta víðsýnis þess, sem jafnréttisaðstaðan og einingargrundvöllurinn hafa skap- að meðlimum Alþýðusambands íslands. En þó að 17. þing Alþýðusambandsins megi hiklaust teljast einn merkasti viÖburður í sögu íslenzkrar verka- lýöshreyfingar, voru þar aðeins markaðar höfuðlín- urnar, sem starfa ber eftir næstu ár, framkvæmdir og skipun einstakra mála koma í hlut þeirra manna, sem falin er forusta verkalýðsfélaganna og sambands þeirra. Það er því full þörf á að ræða hin ýmsu verkefni, og því betur, sem meir getur á þeim oltið um farsælt starf og gæfudrjúgar lausnir. Tvennt er það, sem mestu varðar: Að öll alþýöa sameinist í einni fylkingu og hitt, að hún njóti þess uppeldis og þjálfunar, sem brýn er til hverrar baráttu. Ég ætla ekki að fjölyröa um fyrra atriöiö: aðal- hindruninni hefir verið rutt úr vegi og straumþungi vaknandi stéttarvitundar mun finna þar opnar dyr. Hitt er aftur efni til margvíslegra hugleiðinga, hvernig tak- ast megi að gefa þessum stærstu samtökum íslenzkra manna það innihald og þroska, sem verða má þeim ó- skeikull í hverskonar raun. Deyföin og vanrækslan í menningarmálum flestra þjóðfélaga á rætur sínar í því, að upplýst og andlega sjálfstæð alþýða er hættuleg þeim, sem með völdin fara og sérréttindanna njóta. Vofir t. d. ekki sú hætta sífellt yfir, að menntaður verkalýður reynist stéttvísari, hæfari í sókn, ónæmari fyrir blekkingum áróðurstækjanna og það sem verst er, telji sig færan um að fara með völdin yfir mál- efnum sínum og þjóðar sinnar, og geta sparað sér ó- þægindi, sem af því leiða, að hafa til þess menn, sem eftir krókaleiðum pólitískra hliðarstræta ævinlega kunna ráð til þess að veðsetja hagsæld alþýðunnar fyrir metnað, völd og fjármuni til eigin þarfa. Við þurfum ekki langt að halda til þess að sjá, að íslenzka yfirstéttin hefir fyrir löngu síðan skilið vanda þess óviðráðanlega fyrirbæris, að alþýðan skuli eign- ast afkvæmi, sem gædd eru eðlisgáfum til jafns við börn ríka fólksins og þar að auki búa yfir því meiri andlegri orku, sem hún er fjölmennari í landinu. Og það er ekki einasta að óhugnun stafi frá upp- lýstri alþýðu vegna þess, hve þung hún reynist í taumi og þrátrúa á eigin leiðsögn, heldur eru forréttindi yfir- stéttarinnar í hættu, sökum þess að embætti þjóöfélags- ins gætu allt eins lent á skökkum stað og í höndum alþýðumanna, sem jafnvel hefðu tilhneygingar til að skilja aðstöðu stéttar sinnar og bæta úr misréttinum við hana. Fræðsla hinna lægri skóla dregur mjög dám af þess- um hugsunarhætti. Rekstur barnafræðslunnar í landinu vekur jafnvel stundum grunsemdir um að viöhald hennar byggist á ótta ráðandi þjóðfélagsafla við rén- andi verzlunarviðskipti, ef þjóðinni væri skipað á bekk með villimönnum eða lágskríl. En þegar til framhalds- menntunar dregur eru skólarnir fáir, dýrir og umfram allt miðaðir við það, að alþýðunni, sem klifið hefir þrítugan hamarinn til þess að veita börnum sínum þessa fræðslu, sé forðað frá að ofmetnast yfir því, að þeim hafi verið sköpuð skilyrði til þess að verða gagn- menntað fólk, sem geti gengiö opnar götur að sjálf- stæðu starfi á sviði vísinda, bókmennta eða lista, geti orðið sjálfkjörið forustuliÖ, er sýnir hvað með þjóð- inni býr, sé pund hennar ekki grafiö í jörðu. Það mun síöar þykja dökkleitt blað í sögunni, þar sem skráð er tímabilið, þegar menntaskólarnir á Is- landi voru lokaðir fyrir alþýðunni vegna þess að hana skorti peninga til að greiöa þjóðfélaginu meðlag fyrir börn sín, svo þau mættu fórna gáfum sínum, hæfileik- um og menntun í þágu þessa sama þjóðfélags. Enda þótt lokun skólanna og niðurlægingarástand sé gleggsta dæmið um varfærni yfirstéttarinnar í því efni að alþýðan fái of stóran skammt af þeirri menntun, sem unnt er að veita, vitnar flest það, sem reitt er fyrir andann af því opinbera og skjólstæðingum þess, um svipaðan hugsunarhátt, og er hendi næst að minna á þær andlegu beinaruður, sem hafðar eru í flesta mata í Ríkisútvarpinu og blööunum, að ógleymdu því, sem undan rennur úr trogum Menningarsjóðs. Hvað varðar Alþýðusamband íslands svo um þetta? Því skal svarað: Ekkert það, sem snertir íslenzka alþýðu, utan sam- taka né innan, er Alþýðusambandinu óviðkomandi. Og þegar beitt er bellibrögðum til þess að halda fyrir al- 6 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.