Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 23
Bráðum myndi hann rætast þessi yndislegi draumur. Hann þrýsti heyrnartólinu að eyrunum.----------- Þorpið Chernaya er um 100 km. frá Moskva. í því og umhverfis það dvöldu nú hersveitir frá vígstöðvun- um, sem biðu óþreyjufullar eftir liðsauka til nýrra átaka. Hlöður og gripahús voru yfirfull af skriðdrekum, nýjum byssum, nýjurn brynvörðum bifreiðum og alls- konar hergögnum. Undir þessum vígvélum, ofan á þeim og í þeim höfðust hermennirnir við, sem bráðlega áttu að hverfa aftur út í hildarleikinn á vígstöðvunum. Þeir höfðu komið hingað þjakaðir af vosbúð og þreytu, en voru nú aftur orðnir hressir, eftir sólar- hrings hvíld, og búnir að nýju til átaka við óvinina. Hin þungu hernaðartæki höfðu breytt götunum í þorpinu á fáeinum klukkustundum í leirborið kvik- syndi, en hver skeytti um það? Var ekki styrkurinn, sem bjó að baki þessum klunnalegu vopnum þeirra, dýrmætari þjóðinni en dagleg þægindi? Jú, víst var það svo, og þeir fundu það líka allir, bæði þorpsbú- arnir og hermennirnir, að þeir stóðu ekki einir. Þeir voru hluti — hver einstaklingur — af baráttuvilja allr- ar þjóðarinnar, sem beindist að því, af alefli, að sigra þá, sem á þá höfðu ráðizt og tortíma veldi þeirra. Hvar sem menn komu saman, kom í ljós þessi vilji, en hvergi var hann ákveðnari en í veitingahúsi ekkj- unnar Avdotia Petrovna Fomena og dóttur hennar, Dounia. Þar drukku menn af ákefð og sungu róttæka lýðveldissöngva. En þar voru líka sungnir gömlu þjóð- söngvarnir, undir stjórn og leiðsögn Sergeif Vassilief, unga bæklaða harmonikuleikarans. Það var sorglegt, að hann skyldi vera svona bæklað- ur, þessi glæsilegi, ungi maður. Hann hefði sjálfsagt látið til sín taka, þar sem hættan var meiri, ef fætur hans hefðu verið heilir. En kröftum hans var, ef til vill, betur varið hér en úti í hildarleiknum sjálfum. Hér gat hann leikið danslög sín og glatt með því hermennina, hlustað á sögur þeirra og samræður og — í húmi næt- urinnar gefið upplýsingar um vitneskju sína til þýzku hernaðaryfirvaldanna, gegnum litlu sendistöðina, sem geymd var svo haganlega í harmonikunni hans, hægra megin. Sergeif Vassilief hafði verið þjálfaður af nákvæmni til þessa starfs síns. Hann hafði búið meðal bændanna, gengið með þeim að störfum og kynnt sér málfar þeirra og hugsunarhátt. Lömunin var honum að vísu til verulegra óþæginda, en þau óþægindi varð hann auðvitað að sætta sig við fyrst um sinn, og í dag hafði hann að minnsta kosti fengið óræka sönnun fyrir því, hve nauðsynlegt hafði verið að gæta nákvæmni einmitt í þeim efnum. Her- málafulltrúi stjórnarinnar hafði grunað hann um græzku. Auðvitað hafði hann sparkað til hans í þeim tilgangi einum að ganga úr skugga um það, hvort lömun hans væri uppgerð. En Vassilief hafði kveinkað sér og hrasað svo eðlilega, að öll tvímæli virtust tekin af í þeirn efnum. Og Dounia, dóttir Avdotia Petrovna, hafði ávítað fulltrúann og farið hörðum orðum um svo fúlmann- lega framkomu við bæklaðan mann. Málsvörn hennar gladdi Vassilief. Dounia hafði allt- af verið frábitin ástleytni hans, en skeð gæti, að atvik þetta leiddi til breytinga á viðmóti hennar. Hann var sárgramur þessum bændastúlkum, þær voru allt of há- tíðlegar, líktust ekkert þeim konum, sem faðir hans geymdi í endurminningum sínum, blóðheitu sigauna- stúlkunum, með rjóðu, mjúku varirnar. En einhverntíma kæmu þeir aftur, tímar glaðværð- arinnar og unaðssemdanna, og þá yrði þessum múmí- um þokað að eldstónni aftur, þar sem þær raunverulega áttu heima. En þangað til — Herblástur heyrðist í fjarska. Hermennirnir hurfu út í myrkrið, til bækistöðva sinna — eða vígstöðvanna. Sergeif var þreyttur, þegar hann staulaðist fram í eldhúsið. Hann hafði særzt á fætinum í viðureigninni við fulltrúann og sársaukinn var að verða óbærilegur. Ef þessu héldi áfram til lengdar, myndi hann bráðum verða haltur í raun og veru. En hlutverki hans var nú senn lokið — einhvern næstu daganna myndi þýzki her- inn brjótast í gegn. Avdotia leit upp um leið og hann kom inn í eldhúsið. „Ertu þreyttur?“ „Dauðþreyttur.“ „Þarna er súpa handa þér og brauð.“ Hann haltraði að eldstónni, þar sem allt af var á boðstólum heitur matur í stórum leirpotti. Á pottbarm- inum hékk ausa og með henni jós hann upp súpunni í djúpa skál og fékk sér brauð með. Hann var ban- hungraður. Þegar hann hafði lokið úr skálinni, stóð hann á fæt- ur aftur, til þess að fá sér meira. Dounia var komin inn og virti hann fyrir sér með athygli. „Þér líður illa í fætinum,“ sagði hún. „Hann ætti að skammast sín, fulltrúinn.“ Gamla konan laumaðist fram í veitingasalinn og fór að hreinsa til eftir hermennina. Dounia beið, meðan hann jós súpu í skál fyrir hana. „Þú ert þreytuleg líka,“ sagði hann. „Dagarnir eru lengi að líða.“ „En það er ráð til, sem læknar þreytuna.“ „Já, hvíld og svefn.“ „Nei, annað betra ráð — ástin.“ VINNAN 21

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.