Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 24
„Nú eru ekki tímar til að hugsa um slíkt. Ættjörðin þarfnast krafta minna.“ Hann rétti úr sér og snart við handlegg hennar. Hún hörfaði undan og hann hló. Avdotia Petrovna kom inn aftur. „Ég hefi lokaÖ dyrunum,“ sagði hún, „og nú fer ég að hátta. Þú kemur, þegar þú ert búin að borða.“ Hún sagði þetta við dóttur sína, en lét sem hún sæi ekki Sergeif. Fyrir utan heyrðist hávaði frá þungum vögnum og bifhjólum. Hróp og fyrirskipanir blönduðust vaxandi véladrunum. Sergeif lagði við hlustirnar. „Það er mikið að gera í kvöld.“ Dounia svaraði ekki. Hann haltraði til hennar og settist við hlið hennar. „Stríðið geysar úti,“ sagði hann, „og lífiö er stutt. . . við erurn ung.“ Hún reis á fætur og hörfaði frá honum. „Gamla konan er komin upp,“ sagði hann, „vertu hjá mér svolítiö lengur.“ Hún leit djarflega í augu hans og dauft bros lék urn varir liennar. „Jæja, svolitla stund,“ sagði hún, „fyrst þú óskar þess.“ Hann spyrnti af fæti sér öðru stígvélinu, þungu og óþrifalegu, en færði sig varlega úr hinu, sem var á veika fætinum. Stígvélin lagði hann hjá ofninum. Og í sömu svipan stóð hann við hliö hennar og greip hana í faðm sér. Hún sleit sig lausa, en hrasaði um stígvél hans og missti jafnvægið. Hann þreif hana í faðm sér aftur; sterkir handleggirnir vöfðu sig utan um hana og varir hans nálguðust andlit hennar. Hún vék höfðinu til hliðar, til þess að forðast kossa hans og — kom sam- tímis auga á stígvélin, sem oltið höfðu um koll við áreksturinn. Innan úr öðru þeirra hafði fallið stál- þynna, lítil og sérkennileg, — og leyndardómurinn við lömun hans var afhjúpaöur í einu vetfangi. „Avdotia“, hrópaði hún. Hann sleppti henni og bölvaði. Umfram allt varð hann að foröast uppþot. En varfærni hans var um seinan. Gamla konan stóð í stiganum, með skammbyssu í hendinni. Hann hló vandræöalega og sneri sér að stúlkunni. „Segðu henni að þetta hafi verið leikur,“ hvíslaÖi hann. Stúlkan kinkaði kolli. „AuÖvitað var það leikur,“ sagði hún og lagöi áherzlu á orðin. Þeir, sem eru þol- inmóðir, ná takmarki sínu alltaf aö lokum. En það er bezt fyrir þig að fara í stígvélin þín aftur, þau eru þægilegri núna, þegar þetta er ekki lengur í þeim.“ Og hún þreif með leyfturhraða stálplötuna upp af gólfinu. Hann ætlaði að hrifsa hana af henni aftur, en við- vörunarrödd gömlu konunnar og byssan í hendi hennar stöðvuðu hann á miðri leið. Stúlkan virti fyrir sér plötuna. „Það hlýtur að hafa verið óþægilegt fyrir þig að hafa þetta undir fætinum. En það er til ráð við því eins og fleiru og þau óþægindi hverfa nú bráölega, eins og önnur óþægindi þín, að fullu. Eg ætla að kalla á fulltrúann. Hann var sannspár um þig, eins og fleiri. Og um harmonikuna þína ætla ég að annast. Við leik- um á hana eitthvert af lögunum þínum, um leið og við sendum frá þér útvarpskveöju til ættingja þinna í Þýzkalandi og til þeirra, sem sóuðu hæfileikum þínum í þjónustu svika og ódrengskapar.“ — Vladimir Dimitrovich Vassilief sat í blaðsölustöð sinni við Lieberstrasse og hlustaöi á viðtæki sitt. Þýzku stöövarnar voru þagnaðar. Englendingarnir voru komn- ir í heimsókn einu sinni enn. Hann þyrsti eftir meiri fréttum. Ef hann sneri stilli- skífunni aðeins ofurlítið, myndi Moskva heyrast. Rúss- nesk ósannindi, áróður og blekkingar. Nei, á Moskva vildi hann ekki hlusta. Þá ánægju ætlaði hann að geyma sér, þangað til sonur hans væri kominn þangað í hópi sigurvegaranna. Þá gætu þeir sameiginlega notið sætleika hefndar- innar. — Aöalfundur Sjómannadagsráðsins í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn í Reykjavík 21. febr. s.l. Á fundinum voru lagðir fram reikningar Sjómanna- dagsins fyrir síðastliðið starfsár. Tekjuafgangur af síð- asta sjómannadegi nemur kr. 25.311.49. Eignir Sjómanadagsins nema nú kr. 54.925.29, þar af í reiðu fé kr. 39.064.03. Gjafir og samskot til hins fyrirhugaöa Dvalarheim- ilis sjómanna nema nú samtals rúmlega kr. 214.000. í vörzlum Sjómannadagsráðsins eru ennfremur kr. 10.000.00, sem Landssamband útgerðarmanna gaf til sjómannastofu í Fleetwood, en sú stofa hefir enn ekki komizt á fót. I Sjómannadagsráðinu eru nú 12 félög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Stjórn Sjómannadagsráðsins var endurkosin, en hana skipa: Henry Hálfdánarson, formaður, Bjarni Stefáns- son, gjaldkeri og Sveinn Sveinsson, ritari. Varafor- maður var kosinn Guðmundur Oddsson, skipstjóri, varagjaldkeri Þorsteinn Árnason, vélstjóri og vararit- ari Jón Kristófersson, skipstjóri. 22 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.