Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 12
sínar liendur þessu umframverðmæti, sem tækni og við-
skiptahættir þeirra tíma gátu látið verða á vinnu eins
manns umfram það, sem hann þurfti til viðurlífis. Þetta
var gert með ýmsum hætti: Með eignarhaldi á höfuð-
starfstæki þeirra tíma, manninum sjálfum, þ. e. með
þrælahaldi; með eignarhaldi á landi, sem gerði rækt-
anda jarðarinnar gerháðan landsdrottni sínum. Með
fjárleigum, þannig, að sá er fé þurfti að nota til at-
vinnureksturs síns, varð að fá það lánað með afarkost-
um hjá þeim, sem áttu. Vinnan var þá, eins og hún er
enn í dag, undirstaða mannlegs lífs. En þjóðskipulag
þeirra tíma hafði skapað tiltölulega fáum mönnmn rétt-
indaaðstöðu til þess að sópa að sér bróðurpartinum
af arði allra þegna þjóðfélagsins, frjálsra og ófrjálsra.
Það mun nú enginn sæmilega greindur maður leyfa
sér að bera brigður á það, að það er þessi ójöfnuður,
þetta ranglæti, sem er dýpsta orsök þess, að þessi forn-
aldarríki hrörna upp innan frá og falla að lokum í
rústir. Menn kunna að hafa gert sér grein fyrir eðli og
gildi vinnunnar í þá daga. A það bendir meðal annars
sú harðvítuga barátta verkalýðs og alþýðu, sem háð
var í Rómaborg hvað eftir annað, og oft kostaði stór-
kostlegar blóðsúthellingar, þar sem beztu synir Róma-
veldis létu lífið fyrir málstað verkalýðsins. En sérrétt-
indastéttinni tókst að því sinni að stemma stigu við allri
framþróun — og kvað þar með dauðadóminn upp yfir
sér og ríki sínu. Siðlausar, harðgerðar þjóðir moluðu
í rústir hið háreista þjóðfélagsmusteri, sem átti svo
veikar undirstöður, að það hvíldi á áþján, kúgun og
undirokun alls hins vinnandi fólks. Hámenning for-
réttindastéttarinnar gat engu bjargað, af því að áþján
alþýðunnar gerði ríkið máttvana.
IL
Á miðöldunum stendur enn við það sama, sem í
fornöld, að mestu leyti. Sú orka, sem á takteinum er,
til þess að leysa af hendi vinnu, er að mestu starfsorka
mannsins, studd af mjög fátæklegum hjálpartækjum,
og fáum einum, sem ekki höfðu þekkzt og verið notuð
í fornöld. Um allar miðaldir er ekki um aðra fram-
leiðslu að ræða en þá, sem sköpuð er með höndunum,
handverkfærum og húsdýrum. Verzlunin er mjög tak-
mörkuð. Bæirnir fáir og fátt um stórar borgir. Lénsað-
allinn er orðinn yfirráðastéttin, sem með jarðeignir
sínar að höfuðtæki, tryggir sér arðinn af vinnunni. En
nú eru stórar breytingar í aðsigi. Landafundirnir um
1500 eru þar stórvirkasta orsökin. Þungur straumur
gulls og silfurs tekur að berast heim til Norðurálfu frá
nýlendunum. Verzlunin eykst hröðum skrefum, nýir
auðsöfnunarmöguleikar, nýjar aðferðir til þess að gera
sér vinnu mannanna að stórfelldari gróðalind en áður,
skapast óðfluga. Vöruhungrið fer að gera vart við sig,
framleiðsluþörfin eykst. Þetta verður til þess að hrinda
áleiðis stórstígri þróun iðnaðarins. Handverksmönnun-
um fjölgar og þeir fara að safnast saman á þá staði,
þar sem hagkvæmast er að reka einstakar iðngreinar.
I þessurn umbrotum fæðist borgarastéttin, sem eiginlega
hafði ekki verið til í lénsskipulagi miðaldanna. Smám
saman kemur svo stóriðnaðurinn til sögunnar. Ný tæki,
nýjar vélar, margföld afköst. Maðurinn er ekki lengur
einn um að leggja til starfsorkuna. Járnöld hin nýja
er hafin og tröllefldir málmjötnar strita nú við hlið
mannsins og undir stjórn hans. Þetta er hin svonefnda
iðnbylting.
Iðnbyltingin kollvarpaði allri ríkjandi skiptingu
stétta, öllu ríkjandi stjórnarfari, lögum og viðskipta-
háttum. Og hún gerði annað og meira. Hún skóp nýja
stétt — verkalýðsstétt nútímans. Og störf þessarar
verkalýðsstéttar voru jafnmikil undirstaða lífsins, eins
og störf verkalýðsstéttarinnar hafa verið frá örófi alda,
— en aðstaða hennar til þess að njóta ávaxta erfiðis
síns var hæpnari en vinnustéttar nokkurra liðinna kyn-
slóða í allri sögu mannkynsins.
Þetta má þó ekki skilja svo, að verkalýðsstétt nútím-
ans hafi orðið til í einni svipan. Hún varð til smárn
saman eftir því, sem iðnbyltingin gekk yfir. Og hún
var ekki borin til þess að ganga á rósum og hvíla á
hægindum. Hún verður til af uppflosnuðum bændum,
sem hröktust í atvinnuleit til bæjanna, skapaðist af her-
skörum þeirra, sem iðnbyltingin svipti fornum lífsmögu-
leikum og knúði réttindalausa inn á nýjar starfsbrautir
í þjónustu iðnaðarins. Og um leið byrjar þjáningasaga
verkamannsins: Gegndarlaust strit, óholl húsakynni,
matvælaskortur, barnaþrælkun, — eymd, þjáning,
mannleg niðurlæging, átakanlegri en orð fái lýst. En
hinsvegar takmarkalaus auðsöfnun, glæsilegt hóglífi,
lífsnautn og þægindi. Það er á grunni þessara and-
stæðna, sem verkalýðshreyfing nútímans rís, að vísu
veik og fálmandi í fyrstu, en gerist þegar frá líður
voldug og áhrifamikil. Og það er bezt að segja það
alveg eins og er, og segja það þegar í stað, að það er
hún, sem hefir bjargað hinum vestræna kynstofni í iðn-
þróunarlöndunum frá algerðri úrkynjun og hruni. Um
það leyti, sem hún tók að reisa fyrstu varnarvirki sín
fyrir hina nýju verkalýðsstétt, voru hin bágu kjör henn-
ar þegar farin að valda slíkurn mannspjöllum, að úr-
kynjunin, drykkjuskapurinn, glæpirnir, manndauðinn,
voru á góðri leið með að mergsjúga sjálfan lífsmeið
hinna vestrænu þjóða. Að þeim kyrkingi, sem þá kom
í mannfólkið, búa Bretland, Belgía, Frakkland og
Þýzkaland enn, ekki hvað sízt Bretland, þar sem iðn-
byltingin hélt fyrst innreið sína. Hitt er svo annað mál,
að fasismi og nazismi sýnast vera á góðri leið með að
bæta verkalýð Ítalíu og Þýzkalands það upp, sem hann
10
VINNAN