Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 21
Hús ]óhannesar Oddssonar,
Miðbœr á Seyðisfirði.
veiðaskipið „Val“. Hinn 3. marz 1903 lét skipið út frá
Akureyri, en hreppti nóttina eftir aftaka veður og hefir
ekki spurzt til þess síðan.
Anton var kosinn formaður á stofnfundi félagsins
og gegndi hann því starfi í 3 ár samfleytt.
Jóhannes Oddsson verkamaður er fæddur í Landa-
koti við Reykjavík 26. júní 1868. Hann flutti til Seyð-
isfjarðar árið 1894, en þaðan aftur til Reykjavikur ár-
ið 1902. Árið 1904 flutti hann til Seyðisfjarðar á nýj-
an leik. Hefir hann dvalið þar síðan og jafnan verið
einn af áhugamönnum verkalýðssamtakanna á staðnum
og hinn ötulasti starfsmaður þeirra frarn á þenna dag.
Alls voru stofnendurnir 60—70 að tölu.
Lög félagsins voru birt í Bjarka, blaði Þorsteins Erl-
ingssonar skálds, en hann var, sem kunnugt er, eld-
heitur málsvari þeirra, sem lægst voru settir í þjóðfé-
lagsstiganum og studdi drengilega í blaði sínu þessi
samtök verkamanna.
Um tilgang félagsins segir m. a. í lögum þessum;
2.-6. gr.:
„2. gr. Mark og mið félagsins er að vernda réttindi
verkalýðsins.
3. gr. Á aðalfundi, í byrjun hvers félagsárs, ákveð-
ur félagið vinnulaun fyrir komandi ár og skal þá tekið
tillit til árferðis og annars þess, er þá virðist gefa til-
efni til hækkunar eða lækkunar á vinnulaunum. Hinn
reglulegi vinnutími skal vera 10 stundir á dag, er telj-
ist heill dagur.
4. gr. Félaginu er skylt að styrkja nauðlíðandi fé-
lagsmeðlimi eftir mætti með hollum ráðum og fjár-
lánum úr sjóði félagsins, þó því aðeins að neyð þeirra
stafi eigi af óráðssemi eða ódugnaði, og má aðeins lána
gegn tryggingum. Ennfremur skal félagið styrkja fé-
lagsmenn eftir efnurn til nauðsynlegra og gagnlegra
fyrirtækja, ef þeir óska þess.
5. gr. Félagsmenn skulu hvetja og uppörva hver ann-
an til árvekni og ástundunar við alla vinnu, vinna með
trúmennsku og hlýðni og stunda svo hag síns vinnu-
veitanda. sem væri það þeirra eiginn hagur og ætíð
leitast við að gera vinnuna sem arðmesta fyrir vinnu-
eiganda. Þó verður þessa ekki eins stranglega krafizt
af þeim, er vinna undir forustu óþýðra og óhagsýnna
verkstjóra. Félaginu skal umhugað um að hver félagi
auki sína bóklegu og verklegu þekkingu, þó einkum í
þeim efnum, er lúta að stöðu hans.
6. gr. Félagið skal leita þannig lagaðs samkomulags
við vinnuveitendur, að þeir láti félagsmenn sitja fyrir
allri vinnu hjá sér, og launi hana samkvæmt ákvæð-
um félagsins gegn því, að félagið skuldbindi sig til að
sjá þeim fyrir vinnukrafti, er þeir óska og þarfnast, að
svo miklu leyti, sem vinnukraftur er til í félaginu og
félagsmenn hafa ekki óhj ákvæmilegum störfum að
gegna fyrir sig sjálfa.“
í aukalögum félagsins var birtur fyrsti kauptaxtinn,
sem samþykktur hefir verið og auglýstur af íslenzku
verkalýðsfélagi. Var um talsverða kauphækkun að
ræða, samkvæmt taxta þessum og auk þess var þar á-
kveðið, að ekki skyldi unnið lengur en 10 klst. á dag,
nema greitt væri fvrir það eftirvinnukaup. Áður hafði
vinnutíminn verið a. m. k. 12 stundir og var því um
verulegar kjarabætur að ræða í þessum efnum. Greiða
skyldi, samkvæmt taxtanum, 25 aura fyrir klst. á tíma-
bilinu 1. okt. til 1. maí, en 30 aura frá 1. maí til 1. okt.
Fyrir eftirvinnu var greitt um tímann 5 aurum hærra
kaup.
Félagsstofnuninni var að sjálfsögðu tekið fálega í
VINNAN
19