Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 10
síðar rauni gefast rúm og tækifæri til að ræða þau
nánar.
Mér virðist það vera höfuðskilyrði þess að Alþýðu-
sambandið geti hafið athafnir í fræðslu- og útbreiðslu-
málum, að akurinn sé plægður í einingum þess, verka-
lýðsfélögunum sjálfum.
Mynda þarf fræðsluráð innan verkalýðsfélaganna,
sem hafi með höndum alla fræðslustarfsemi félag-
anna, útbreiðslu sambandsblaðsins, bóka, leiðarvísa o.
fl. En fyrst og fremst þurfa þessi fræðsluráð að vera
frumkvætt afl, sístarfandi og ráðfinnandi urn fræðslu
og skólun félaga sinna.
Alþýðusambandið þarf að hafa starfandi sérstakan
fræðslumálaerindreka, sem ferðist milli verkalýðsfélag-
anna, dvelji nokkurn tíma á bverjum stað, komi á fót
námsflokkum í ýmsum greinum, örvi til vaxtar hvern
vísi að bókmennta- og listastarfsemi alþýðunnar, og
styrki á allan hátt sjálfstætt menningarstarf félaganna.
Alþýðusambandið þarf að stofna til útgáfu bóka urn
sögu verkalýðshreyfingarinnar hér á landi og erlendis,
leiðbeinandi rita um verkalýðs- og menningarmál, hand-
bóka og almennra fræðirita.
Þá er og sambandinu nauðsyn á að eignast tæki til
kvikmyndasýninga og afla góðra rnynda til kaups eða
leigu, er síðan verði sýndar í félögum þess.
íslenzk listastarfsemi verður að vera einn meginþátt-
ur í allri viðleitni okkar til frjórra athafna. Úr jarðvegi
alþýðunnar hefir flestum lífsbroddum íslenzkra lista
skotið og takist henni að sjá um að garðarnir, sem
hún hefir hlaðið um bætta afkomu sína, megi einnig
verða þeim til skjóls, mun alþýðan gera sér vonir um
ríkan stuðning íslenzkra listamanna. Og þörfin er brýn
að örva skilning almennings á listum, með því að koma
honum í nánari snerting við áhrif þeirra og unað. Al-
þýðusambandið þarf því að hafa forgöngu um að
farnir verði leiðangrar færustu bókmenntamanna,
hljómlistarmanna, leiklistarmanna o. fl. til hinna ýmsu
staða. Verkalýðsfélögin, ásamt starfsmönnum Alþýðu-
sambandsins, ættu að sjá um móttöku alla og tryggja
skilyrðin fyrir sem beztum árangri.
Það er nógur tíminn að stríðinu loknu að ræða um
námsferðir íslenzkra alþýðumanna til útlanda, en slík-
um ferðum ætti Alþýðusambandið að beita sér fyrir.
Vel heppnaðar námsferðir út fyrir íslenzka túngarð-
inn gætu vel orðið alþýðumönnum nokkur uppbót þess,
sem þeim hefir verið meinað að njóta, af menningar-
legum skilyrðum.
Alþýðu- og verkalýðshúsin í kaupstöðum eru ein
höfuðstoðin, sem fræðslu- og menningarstarfsemin hlýt-
ur að hvíla á. Slík hús eru til á allmörgum stöðum.
Hinsvegar hefir sá hluti sambandsins, sem fjölmenn-
astur er á einum stað í ekkert hús að venda, sem hann
geti ráðstafað að eigin vild. Þrátt fyrir ýmsar til-
raunir verkalýðsfélaganna í Reykjavík til þess að koma
upp húsum fyrir starfsemi sína, má segja að hann sé
jafn athvarfslaus, sem hann áður var.
Reykvíski verkalýðurinn þarf að koma upp verka-
lýðshöll, þar sem hann einn ræður húsum og enginn
staður er of góður fyrir neinn þann verkamann, sem
þráir að taka þátt í viðleitni stéttar sinnar til aukins
þroska og menningarlífs.
Það er stiklað hér á stærstu atriðunum, sem varða
frumskilyrðin að menningarstarfi alþýðusamtakanna.
Þótt menn séu vafalaust sammála um að mikið þurfi
að gera á þessum sviðum, þá er það engan veginn nóg,
því slík verkefni sem þessi verða ekki framkvæmd með
því að „sitja við borðið og segja eitt orð, vera sam-
mála aðeins um það, sem er rétt.“ Verkalýðurinn þarf
að leggja á sig baráttu og fórnir til þess að vænta
megi nokkurs árangurs.
Þótt ég efist ekki um, að fulltrúar síðasta Alþýðu-
sambandsþings hafi haft fullan skilning á fræðslu- og
menningarmálum alþýðunnar og nauðsyn þess að Al-
þýðusambandið hrindi af stað margháttaðri starfsemi
í þá átt, vannst naumast nokkur tími til að ræða þau á
þinginu og frá þeim var gengið af slíkum handavamm-
arskap, að samþykkt var ályktun um ýmiskonar fram-
kvæmdir, en því hinsvegar gleymt, sem oft þykir nokk-
urs virði, þegar hefja skal stórfelldar athafnir, að
sjá þeim fjárhagslega borgið. Það verður því að telj-
ast verkefni núverandi sambandsstjórnar, að finna
leiðir til að bæta fyrir þessa óþægilegu „gleymsku“, og
það mun hún vafalaust reyna í trausti þess að með-
limir sambandsins styðji hana með ráðum og dáð.
Þeir tímar eru nú vonandi brátt liðnir, að íslenzkum
verkalýð komi til hugar nokkrar sættir eða málamiðl-
un urn kröfurnar til vinnu, brauðs og frelsis samtaka
sinna. Hann mun seinna líta í móðu fjarskans erfið-
leikana við að losa um dauðatök afturhaldsins á sjálf-
sagðasta rétti fólksins og undrast hætti þeirra tíma,
þegar mikill hluti hins vinnandi mannkyns átti engin
langsýnni markmið en þau, að hafa nóg til næsta dags.
*
HÚN FANN ÞAÐ
Á útiskemmtun var mér sagt, að fyrst þau hafi hitzt
og liálfri stund í kyrrþey saman varið.
„Eg hefi,“ sagði hann, „kvenmannsvarir aldrei áður
kysst.“
„Nei, ástin mín, ég fann það strax,“ var svarið.
F. H.
8
VINNAN