Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 11
SIGURÐUR EINARSSON V I N N A N I. Það er vafamál, hvort að menn hafa yfirleitt gefið því gætur, að allt það, sem í daglegu tali er kallað vinna, er eiginlega ekki í öðru fólgið en því að færa til efni á yfirborði jarðarinnar. Þetta er þó ekki alveg ná- kvæmt. Frummaðurinn vann á þann hátt, að hann færði aðeins til efni á yfirborði jarðarinnar. Frá einu sjónar- miði séð, er öll verktækni mannanna aðeins í því fólgin, að þeir hafa komizt upp á það, að hagræða efnum of- urlítið undir yfirborði jarðarinnar og dálítið fyrir utan það, með öðrum orðum, grafa sig ofurlítið inn í hana og lyfta sér dálítið upp yfir hana. En á þessari athafnasemi, að láta efnin á yfirborði jarðarinnar aldrei óhreyfð, byggist allt mannlegt líf. Jafnvel villimaðurinn, sem gengur til veiða til þess að forða sér frá því að deyja úr sulti, og kemur heim með einn fugl, er háður þessu sama lögmáli á sama hátt og nútímamaður, er rennir fimmtíu vagna eimlest yfir land- ið. Efnið, sem annar hreyfir, er að vísu mestmegnis lík- ami hans sjálfs, hinn hreyfir þúsundir smálesta. En frumskilyrðið fyrir því að vinna geti farið fram, er ávallt það, að einhver orka sé til staðar, sem beitt verð- ur við það, sem hreyfa á. Kornið grær ekki, nema því aðeins að orka sé til þess að stinga upp akurinn, eða velta plógstrengnum, girðingin verður ekki til, nema því aðeins að orka sé til, til þess að færa stein eða hnaus í garðlag, húsið verður ekki til, nema orka sé til, til þess að viða að efni og telgja það saman. Á sama hátt þarf orku til þess að ýta bátnum yfir hafið með árum, hvort heldur er til flutninga, eða veiða, orku til að elta skinnið til klæðnaðar, eða vefa ullina í dúk. Og þó er allt þetta í rauninni ekki annað en að færa til efni á yfirborði jarðar, hagræða þeim, hreyta þeim, greina þau sundur og fella þau saman með nýjum hætti. Þetta er vinnan, undirstaða lífsins. Og þegar segir í fyrstu Mósebók: í sveita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta, samsvarar það því, að sagt hafi verið við manninn: Það ert þú, sem skalt leggja til orkuna til vinnunnar. Ella muntu deyja. Ströng nauðsyn hefir knúið manninn til þess að hlýða þessu boði Ritningarinnar betur en nokkru öðru. Sulturinn var hinn harði húsbóndi, sem áfram rak. Og á frumstigi mannkynsins er ekki um aðra orku að ræða til vinnu en vöðvaorku mannsins. Því voru þess vegna ákveðm takmörk sett, hverju auðið var að afkasta. Og það var furðulega lítið á orkumælikvarða nútímans. Það er þessi takmörkun orkunnar, sem setur öllu lífi frummannsins sín miskunnarlausu takmörk, tjóðrar hann aldatugum saman við lífsbaráttu, þar sem hver kynslóðin dregur fram lífið á því að ganga í annarrar spor. Ef til vill er það einn gagnmerkasti þátturinn í allri sögu mannkynsins, hvernig maðurinn lærir smátt og smátt að grípa til hjálparorku, temja hana og gera sér hana undirgefna. Hann lærir að láta hestinn og uxann draga viðu og grjót, draga plóginn yfir akurinn, bera sjálfan sig yfir landið. Hann lærir að láta vindinn, óvin sinn á vötnum og sjó, gefa sér vængi til þess að svífa áreynslulaust yfir hafflötinn. Hann lærir að láta elfina, farartálmann, fleyta fyrir sig trjávið og bátum. Hann hefir eignazt nokkra þjóna, sem hjálpa honum í hinni stritsömu glímu við efnin á yfirborði jarðarinnar. Og það eru þessir þjónar, sem fyrst og fremst valda því, að orka eins manns getur hrokkið lengra en að sjá honum sjálfum farborða. Honum hefir tekizt að skapa verðmæti, sem geyma má, — vísir að auði. Hin voldugu menningarríki fornaldarinnar, Egypta- land, Babýloníuríki, Sýrland og síðar Rómaveldi, byggðu öll vald sitt og tilveru á því, að nokkur hluti íbúanna hafði skapað sér aðstöðu til þess að safna á VINNAN 0

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.