Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 17
Skólavörðustígurinn í Rvík 1894. V eitingahúsið Geysir sést á myndinni lengst til vinstri. menn en þeir, sem voru meðlimir í félaginu. Menn þessir voru Sigurður Sigurðsson, ráðunautur Búnað- arfélagsins og Bjarni Jónsson frá Vogi. I desember 1894 var útgerðarmönnum send reglu- gerð um kjör háseta, sem samþykkt hafði verið á fundi í félaginu og undirrituð af 80 mönnum. Voru þar fram bornar kröfur um að fæðið yrði bætt og helmingur kaupsins greiddur framvegis í peningum. Áður hafði kaupið nær eingöngu verið greitt í vörum. í vertíðarbyrjun ræddi félagsstj órnin í fyrsta sinn við útgerðarmenn, en lítill árangur varð að umræðun- um. Skipstjórafélagið Aldan gekkst að lokum fyrir málamiðlun milli Bárunnar og Útgerðarmannafélagsins með þeim árangri, að samkomulag náðist um nokkra tilslökun hjá báðum. Samtök sem þessi voru þá óþekkt að mestu meðal alþýðu manna hér á landi. En sjómenn utan af landi báru fréttir af félagsskapnum til annarra sjávarþorpa og afleiðingin varð sú, að víðar var hafizt handa um stofnun slíkra félaga. í Hafnarfirði var stofnað félag árið 1896, að tilhlut- an Ottó N. Þorlákssonar, en undir forustu Sveins Auð- unnssonar. Á Akranesi var félag stofnað árið 1902, á Eyrarbakka 1903, á Stokkseyri skömmu síðar, í Kefla- vík 1904 og í Garði 1905. Félögin höfðu öll sama nafn, Báru-nafnið, en hlutu hvert um sig sérstakt númer. Flest af félögum þessum stofnaði Sigurður Eiríksson regluboði, enda voru starfshættir þeirra sniðnir í aðal- atriðum eftir lögum Góðtemplara. Sérstakt samband var stofnað fyrir félögin og var það nefnt Stórdeild. Fulltrúar mættu á stofnþingi þess frá öllum félagsdeildunum. Var Otto kosinn stórdeild- arstjóri, Helgi Björnsson ritari og Finnbogi Finnboga- son gjaldkeri. Beitti Stórdeildin sér mjög fyrir því að draga úr áfengisnautn sjómanna, sem þá var afar mikil. Félagsmenn voru í sumum efnum bjartsýnir mjög og stórhuga. Réðust þeir m. a. í byggingu samkomuhúss, Bárubúðarinnar svonefndu, sem nú er eign Knatt- spyrnufélags Ileykjavíkur. Húsið var einlyft fyrst í stað og fullgert þannig í desember árið 1900. Síðar var bætt ofan á það annarri hæð. Reksturskostnaður hússins varð þó félaginu brátt um megn og var það tekið af því að lokum upp í skuldir, sem á því hvíldu. Sérstakt pöntunarfélag var myndað innan félagsins og veitti því forstöðu Jón Jónsson, nú búsettur á Lind- argötu í Reykjavík. Árið 1903 leitaði félagið samvinnu við Skipstjóra- félagið Aldan um stofnun ráðningarstofu fyrir sjómenn. Tilmælum þessum var hafnað og var málið þar með úr sögunni. Fyrsta kaupsamning sinn gerði félagið árið 1902. Útgerðarmannafélagið hafði um vorið gefið út prent- aðan kauptaxta, sem gilda átti í 3 ár. En sjómenn voru staðráðnir í að hafna þessum taxta og var útgerðar- mönnum sent uppkast að nýjum ráðningarkjörum, sem samþykkt höfðu verið af félaginu. Leiddi það til þess, að kosnar voru nefndir frá báðum aðiljum, til um- VINNAN 15

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.