Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Side 15

Vinnan - 01.10.1946, Side 15
JÚLÍUS JÓHANNESSON: Sýnd veiði en ekki gefin í fornsögum okkar er oft getið um hvalreka, þar sem frásögulegir atburðir gerðust á hvalfjör- um, er menn böiðust um hvalinn, svo mannfall varð af beggja liði. Þó hvalfundur sá er hér segir af leiddi ekki af sér svo söguleg tíðindi, þá er þó eldra fólki hér um slóðir enn í minni það þras og málaflækjur, er urðu út af hval þessum og átu upp verð hans, svo ekki sá tvíeyring eftir. Veturinn 1881—’82 er jafnan kallaður „Frosta- veturinn“ vegna óvenjulegrar frosthörku. Þá rak hafís eftir áramótin inn í Eyjafjörð, inn að grunn- um, en þar fyrir innan var lagís, inn í fjarðar- botn. 31. janúar bar það til tíðinda, að bóndinn að Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, Jónatan Jónsson, eygði þúst nokkra undarlega í ísnum, fram og út af Þórisstaðanesinu. Er hann fór að athuga þetta, sá hann, að þar var stór hvalur, er hafði sprengt upp alinnar þykkan ísinn og lá nú þarna dauður. Má nærri geta, að bóndanum hefur fundizt þar hafa hlaupið á snæri sitt. En hann átti eftir að reyna, „að ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið.“ Þá var eigandi jarðanna Garðsvíkur og Svein- bjarnargerðis Eiríkur Halldórsson, Sigurðssonar prests á Hálsi Arnasonar ríka, bónda í Sigluvík. Hafði Eiríkur búið í Garðsvík þá fyrir allmörg- um árum, en var nú bóndi í Húnavatnssýslu, en umboð fyrir hann að þessum jörðum hafði þá Edilon Grímsson, skipstjóri, er þá var búsettur á Akureyri. Krafðist Edilon þess að athugað yrði, hvort hvalurinn gæti ekki verið í landhelgi. Voru mældar vegalengdir frá honum til lands. Stytzt var upp að Gerðisgili í landi Sveinbjarn- argerðis, 220 faðmar, en út og upp í Garðsvíkur- nes 260 faðmar, og jafnlangt inn og upp í „Brúnku“, sem er skerjagarður fram úr Þóris- staðanesi. Var þetta því framar en landhelgi er venjulega talin. En þá var því haldið fram, að hann gæti verið í fiskhelgi. Sú fiskhelgi var eftir gömlurn lögum talin það, að ef málsþorski væri haldið út af borðstokk á bát, ef greint yrði úr landi, hvort bak eða kviður þorsksins sneri að landi. Var nú bátur dreginn fram að hvalnum og málsþorski haldið út af borðstokknum og menn settir í landi að segja um hvort greina mætti mismuninn. Ekki gátu menn orðið ásáttir um þetta, sumir þóttust ekkert greina, aðrir þóttust sjá mun á, en þorðu þó ekki að bjóða eið út á það. Þá gerði Einar Ásmundsson í Nesi kröfu í hval- inn. Er talið, að hann hafi byggt kröfu sína á því, að litlu fyrr en hvalur þessi fannst, hafði verið hvalur í vök þar ytra og þóttist Gunnar sonur hans hafa skotið í hann lensu. Þar eð úrskurður fékkst ekki á þessu í fljótu bragði, var skurður og sala hvalsins fengin í hend- ur hreppstjóra, Stefáni Péturssyni bónda í Siglu- vík, og oddvita Jóhanni Bergvinssyni, bónda Gautsstöðum. Hvalur þessi var talinn 45 álna langur. Til þess að lyfta honum úr sjó, svo náð yrði til að skera hann, voru fengin skipasetningstæki — gangspil og dragreipi — hjá Baldvini Jónssyni bónda á Sval barði, sem um þær mundir tók hákarlaskip til uppsáturs á Svalbarðseyri, víðsvegar frá um fjörð- inn. Ekki mátti lyfta hvalnum meir upp á ísinn en þörf krafði, því þá brotnaði alinnar þykkur ísinn undan þunganum. Spikvættin var seld á kr. 4.00; rengisvættin á kr. 2,66 og kjötvættin á kr. 1.00. Þrátt fyrir frosthörkur og hríðar flaug hvalsag- an um allar nærliggjandi sveitir. Komu menn víðsvegar að að ná sér í hval, miklu örara en und- an hafðist að skera. Urðu því margir að bíða eftir afgreiðslu. Hestum sínum komu menn fyrir á næstu bæjum og sjálfum sér til gistingar. Um daga voru allir á ísnum, þar var pottur á hlóðum, er hvalur var soðinn í og át þar hver af er vildi. Þá var eitthvað prangað með kaffi og brennivín. Ekki kunnu menn vel töfinni, þóttust sumir þurfa að bíða lengur en aðrir og úrlausn öll ganga VINNAN 281

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.