Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 16
helzt til mikið eftir mannvirðingum og ríkidæmi. Þá kenndu menn lélegri verkstjóri hvað hval- skurðurinn gengi treglega. Aftur sökuðu þeir, er að skurðinum unnu, aðkomumenn fyrir að tefja verkið með óþörfu þrasi. Mest bitnuðu að- finnslurnar á Stefáni, sýndist þá stundum mjóu muna, að ekki kæmi til handalögmáls í snörpustu hryðjunum. Eftir á var mikið gert að því að halda uppi sögum um að hann hafði dregið sér vel í bú sitt af hvalnum, má vera að þar hafi miklu um orkað bragur, er kveðinn var þar um og fór víða um byggðir. Davíð Kristjánsson hét bóndi í Eyjafirði, góður hagyrðingur. Hann þóttist afskiptur við hvalinn og vildi hefna þess nokkuð. Vorið eftir voru þeir staddir í búð á Oddeyri, Stefán og Davíð, ásamt mörgum öðrum. Þrumaði þá Davíð brag þennan yfir Sefáni, sem kallaður var Hvalbragur. Koma hér þrjár vísur úr lionum, eins og þær hafa geymzt í minni manna. Má vera að þær hafi verið fleiri í fyrstu: Ef að ég ráða ætti hval óspart ég skyldi til mín draga, með yfirhylming hreppsins laga mín allt það vinna magtin skal. Grafa þó sumt í gamlan snjó — gera það hundar oft sem stela, og liafa þó samt á eftir nóg, ef að þeir bara kunna að fela. Boð þau í auðmýkt bera skal bara til stóru höfðingjanna og enda fleiri ríkismanna þeir, hvort þeir þegið geti hval. Hylli þeirra ég hafa vil; hana kaupi með spiki og rengi Þess ég ei heldur þegna dyl, að þrífst ég á henni vel og lengi. Fátæka læt ég fara hreint frá mér tómhenda, glorhungraða, og met það ekki mikinn skaða, þeir hafa áður erfitt reynt. Sjálfur í auðmýkt signi ég mig svo yfir stóru hvalþjósinni, það verður hver að sjá um sig, sem á að ráða lífsbjörginni. Stefán: ,,Hö, hö, hö, ég trúi ég geti nú ekki rekið við.“ Davíð: „Þú hefur þá ekki étið hval í morgun, en þá étur þú hann, er þú kemur heim, og þá get- urðu rekið við.“ Nú fór Einar í Nesi að færast í aukana, spáðu menn ekki góðu þar um, því þar var ekki við lamb að leika. Fyrir máli Jónatans stóð Skafti Jó- sepsson lögfræðingur, er bjó þá á Akureyri. Daginn áður en réttarhald yrði á Svalbarði. komu þeir á Þórisstaði, Einar í Nesi og Benedikt Sveinsson sýslumaður. Vildu þeir hafa tal af Jóna- tan. Guðrún dóttir hans hafði tekið því fjarri, þar eð hann væri veikur og rúmliggjandi. En hann mun hafa helzt til mikið glatt sig í Bakkusi um þær mundir, en ekki sterkur fyrir hjarta, en það ásamt áhyggjum af hvalmálinu orsakað veikindi hans. — Ekki létu þeir hana aftra sér frá að ganga inn að honum í rúminu. Ræddu þeir við hann hvalmálið og er talið, að þeir hafi ekki fegrað fyrir honum hans mál. Áð- ur en þeir fóru, fengu þeir hann til að undir- skrifa skjal, þar sem hann afsalar öllum rétti sín- um til hvalsins, til Einars í Nesi. Er þeir voru farnir, fór Jónatan að efast um að hann hefði gert rétt að undirrita þetta. Sendi hann í Garðsvík eftir Helga Laxdal. Sagði hann honum, hvað gerzt hafði. Bar Helgi þetta undir Stefán í Tungu, kom þeim saman um að ná þyrfti til Skafta snemma daginn eftir, ef hann kynni ráð móti þessu, áður en réttarhald hæfist. Kom nú Skafti út í Svalbarð og þótti þá illa komið málinu, sagði að nú væru góð ráð dýr. Brá hann sér út í skemmu, lagði þar tunnubotn á reið- ingabunka, og hafði það fyrir skrifborð. Á því skrifaði hann skjal, þar sem skrifað stendur að Jónatan fái honum í hendur alla meðferð hval- málsins, fyrir sína hönd. Bréfið dagsetur hann degi fyrr en þeir Einar og sýslumaður voru á Þór- isstöðum. Var síðan sendur hraðboði ut á Þóris- staði að Jónatan undirskrifaði plaggið. Var því öllu lokið áður en réttur var settur. Er sýslumaður hafði sett réttarhaldið, lagði Ein- ar fram afsal Jónatans. Kvað þá sýslumaður ekki þurfa frekar um það að ræða og vildi slíta rétti. Mótmælti þá Skafti því harðlega, kvaðst einnig hafa gögn fram að færa í málinu og las upp sitt bréf. Þó fleira segi ekki af réttarhöldunum, má ætla að annað hafi farið eftir þessu. Mál þetta var ald- rei leyst með dómi; var álitið að þeir hefðu kæft það með góðu samkomulagi, án formlegs dóms- úrskurðar. Ekki vita menn til þess, að þeir sem höfðu með höndum söluna á hvalnum, gerðu nokkrum skil á verði hans. Enda ekki ljóst, hver réttur viðtak- andi var, þar sem enginn dómsúrskurður mun hafa komið þar um svo vitað sé. Engin hreppsbók 282 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.