Vinnan - 01.10.1946, Side 20
V erkak vennasamtökin
í Vestmannaeyjum 20 ára
Það er upphaf að samtökum verkakvenna í
Vestmannaeyjum, að þann 28. febrúar 1926 eru
samankomnar 68 konur í kvikmyndahúsinu
,,Borg“, að tilhlutan Verkamannafél. „Drífandi“.
Voru þar mættir af hálfu „Drífanda“ Kjartan
Norðdahl og ísleifur Högnason. Hvöttu þeir kon-
ur mjög til að stofna sitt stéttarfélag.
Var þá stofnað verkakvennafélagið „Hvöt“. —
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þessar konur:
Kristín Jakobsen, Þóranna Ögmundsdóttir, Krist-
ín Óladóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Ingibjörg
Magnúsdóttir.
Kristín Jakobsen var kosin formaður og gegndi
þeim starfa meðan félagið lifði. Félagið gekk þeg-
ar í Alþýðusanrband íslands.
Á þrem næstu fundum er Karólína Ziemsen
gestur félagsins. Eggjaði hún félagskonur til starfs
og dáða.
Var við all-ramman reip að draga, samtökin á
frumstigi, skilningsleysi sumra vinnandi manna
á gildi samtakanna og andúð atvinnurekenda.
Aðalmál félagsins var að sjálfsögðu kaupgjalds-
málin. Urn þessar mundir var kvennakaup 70
aurar á klst., en þá setti „Hvöt“ nýjan taxta, þar
Kristín Óladóttir
formaður
Verkakvfél. Hvöt
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
núverandi formaður
Snótar
sem tímakaup er 90 aurar í dagvinnu en kr. 1.25
fyrir eftir- og næturvinnu. Þó náðust ekki form-
legir samningar um þetta kaup.
Félagið var í allmiklum vexti fyrst í stað, en
brátt fer að dofna yfir því. Mun það hafa starfað
fram til ársins 1929, en þá lognast það út af. Mun
þar hafa miklu um valdið, að samtökin voru á
tilraunastigi, konur lítt félagsvanar og eining ekki
'sem bezt.
Þegar félagið var liðið undir lok hríðlækkaði
kaupið svo, að 1929 var það komið niður í 55
aura á klst.
Þegar hér var komið, sáu verkakonur að við
svo búið mátti ekki standa. Var því árið 1930
stofnað verkakvennafélag, er gekk í Verkamanna-
félagið „Drífanda“ sem deild. Formaður deildar-
innar og fulltrúi kvenna í stjórn „Drífanda“ var
Guðrún Jónsdóttir, Auðsstöðum. Hún er nú bú-
sett í Reykjavík. Deildin varð brátt all-fjölmenn
og starfaði af áhuga.
Helzta átak félagsins á þessum árum var deilan
við Kveldúlf 1932, um vorið. Var deilt um fisk-
þvottakaupið eða öllu frekar flokkun fiskjarins,
er var verkafólkinu mjög í óhag. Deilan var mjög
hörð og stóð hálfan mánuð. Konurnar stóðu sig
286
VINNAN