Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Síða 23

Vinnan - 01.10.1946, Síða 23
ganga í „Snót“ á fundi 25. september 1937. Töldu þær meiru varða að konur sameinuðust í einu félagi heldur en halda uppi togstreitu um hvort félagið skyldi leggja niður, nafn þess o. s. frv. Á aðalfundi 1938 var Margrét Sigurþórsd. kos- in form., Dagmey Einarsdóttir, gjaldkeri, og Helga Rafnsdóttir, ritari. Stjórn þessi átti mikl- um vinsældum að fagna, og sat hún 7 ár sam- fleytt, nema Helga er fluttist til Rvíkur 1943. Var Marta Þorleifsdóttir kosin ritari í hennar stað. Varaform. var lengst af Ólafía Óladóttir. Þótt konur þessar hafi sýnt mikinn dugnað í félagsstarfinu eiga margar fleiri þar óskilið mál, þótt ekki verði nöfn þeirra nefnd hér. Á aðalfundi 1945 var Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir kosin form. ,,Snótar“ og gegnir hún þeim starfa enn. Árið 1940 opnast mikill vinnumarkaður í stærstu útvegsbæjunum, því þá kemur fiskiðnað- urinn (flökun) fyrst verulega til sögunnar. Var í fyrstu greitt mánaðarkaup við þessa vinnu. Verka- konur kusu heldur tímakaup, og stóð í allmiklu þjarki við atvinnurekendur um þessi mál. Einn- ig kröfðust konur kauphækkunar í sama hlutfalli og samdist um milli útvegsmanna og verkamanna. Hafði verkakvennafélagið sitt mál fram, og var taxti „Snótar“ annar hæsti á landinu um áramót 1942—43, en nú er greitt hæsta kvennakaup á landinu í Vestmannaeyjum. Hér hefur verið farið mjög fljótt yfir sögu, en ýtarleg saga krefst meira rúms en þetta tímarit hefur ráð á. Þó skal á fátt eitt drepið enn. Félagið hélt basar árið 1940 og oftast á hverju ári síðan. Ágóðanum var stundum varið til styrkt- ar sjúkrasjóði félagsins, er stofnaður var 1933. „Snót“ átti frumkvæði að því að Barnadagur Helga Rafnsdóttir ritari Snótar 1938—1943 var haldinn 1940 í samráði við ýmis önnur félög í bænum. Dagurinn hefur verið haldinn hátíð- legur síðan og arðinum varið til kaupa á dvalar- heimili fyrir börn. Þá hefur félagið staðið fyrir mjög fjölmennum saumanámskeiðum undanfarin 4 ár. „Snót“ er í Sambandi sunnlenzkra kvenna og Kvenréttindafélagi íslands. Skemmtifundi hefur félagið haldið öðru hvoru, þar hafa félagskonur flutt ýmislegt frumsamið efni, lesið upp og skemmt sér við söng og dans. Félagslífið hefur yfirleitt verið ágætt síðan full- koinin eining komst á við sameiningu „Snótar“ og Verkakvennafélagsins. Mörg erfið verkefni hafa verið leyst, en samt eru næg verkefni framundan fyrir hvern þann félagsskap, sem sækir fram. Það mun „Snótar“- konum fullljóst nú, þegar þær hefja nýjan áfanga í starfi sínu. Vinnan óskar þeim heilla og góðs gengis í fram- tíðinni. Verkakonur í Vestmannaeyjum! Eflið útbreiðslu Vinnunnar. Setjið ykk- ur það mark að Vinnan sé keypt d hverju alþýðuheimili í Eyjum. Aukin útbreiðsla Vinnunnar þýðir sterkari og samhentari alþýðusamtök. VINNAN 289

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.