Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Page 25

Vinnan - 01.10.1946, Page 25
hennar og vildi fara að hátta; en hún strauk lóf- um sínum yfir hár hans, dökkt og hrokkið og hélt áfram að tala: Ég er viss um að einhvern tíman færð þú vinnu, kannski líka fasta vinnu, kannski í skrifstofu, elskan, eins og þú ert nú líka flinkur að skrifa. Ég er viss um þú kemst í skrifstofu eða pakkhús. Og við skulum búa í fínu húsi og horfa á sjóinn út um gluggana. — Og tvö herbergi og eldhús! Heldurðu það verði ekki gaman, elsku hjartans lambhrúturinn minn? Og bað! Held- urðu það verði ekki flott? Þá held ég maður hætti nú að sauma hjá þessum helvítis ekkisin kaup- rnanni fyrir enga peninga niðri í bæ. Og hún ið- aði sér upp við hann og nralaði dimnru hljóði. Og hann hélt líka það yrði flott og yndislegt og langaði í meira vínarbrauð. Og hún skreið upp fyrir lrann í dívaninn, teygði úr sér og heimtaði rúm. Tvö rúm og nátt- borð sitt hvorum megin og spegil, sem hún gæti skoðað sig í alla leið niður á tær. Og hún bað hann að koma til sín, en sitja ekki eins og merki- kerti upp á endann fyrst að lífið væri nú svona undursamlegt þrátt fyrir allt. Og meðan regnið hrundi niður litlar rúður gluggans, eins og tár, eða skýin liðu vestur himin- hvolfið, eins og uppgufaðar eyjar eða vindsveip- ur feykti reykjarslæðingi úr skorsteini inní her- bergið, svo vasaklútarnir þeirra urðu svartir, ef þau þurrkuðu sér um nefið, eða dúfur kurruðu á þakrennunni og golan svaf, undu þau undir súðinni sín draumaríku og góðu vökukvöld, mas- andi um framtíðina og elskandi hvort annað. Og eldri kona að austan brosti til þeirra út úr gylltum ramma uppi á þili, en vekjaraklukka á litlu borði buldraði sitt eilífa tikk-takk, stillt og háttbundið og fyllti brjóst þeirra kyrrð og svefni. Og loksins rann upp einn fölur og hlýr maí- morgunn. Dularfull skip klufu silfurgljáan sjó Engeyjarsundsins og vörpuðu akkerum frammi á legunni. Eitt þeirra, kannski tvö eða þrjú, renndu sér í fullu hispursleysi inn á innri höfn- ina og lögðust við bryggju, eins og þau væru kom- in heim til sín. Og af þiljum þeirra streymdu hóp- ar undarlegra manna, sem hurfu inn í göturnar í bænum. Þeir brutu upp Landsímastöðina með morðvopnunr og miðuðu hríðskotabyssum á glugga og dyr sofandi gistihúsa og virtust tilbún- ir að drepa hvern þann saklausan einstakling, sem vogaði sér útfyrir rykgráa veggi þeirra til að bjóða heiminum góðan daginn meðan döggin var að gufa upp af stránum á Austurvelli. Þeir stóðu vörð um pósthúsið og bankana og liöfðu hjálma og byssur og stingi á byssunum og VINNAN fóru strax að blikka stelpurnar. Og þeir skálm- uðu í löngum halarófum um stræti og torg. Og borðalagður einstaklingur úr hverri halarófu gekk dálítið útaf fyrir sig og öskraði, þegar þeir áttu að stanza eða snúa við. Og þeir stönzuðu allir og sneru við. Og þeir dingluðu handleggj- unum og pjökkuðu áfram eins og upptrektir gervikarlar úr leikfangabúð og horfðu beint fram. o o o Og það voru aðrar halarófur, sem sungu her- söngva og voru skítugar. Hafnarbakkinn ómaði af annarlegri tungu, og annarlegum bílum var raðað hlið við hlið, og þeir fylltust þessum annarlegu mönnum utan af logni skyggndu liafinu, sem ýmist masandi eða þögulir hagræddu byssum sínum og skotfæra- beltum meðan bílstjórarnir settu vélarnar í gang og óku af stað upp í sveit. Svipur bæjarins var svo framandi þennan morg- un, að einhver spurði, hvort ríkisstjórnin ætlaði ekkí að mótmæla, og einhver svaraði: Hvaða rík- isstjórn? En íslenzka ríkisstjórnin sagði, að Eng- lendingar hefðu hertekið landið okkar í vináttu- skyni, og þeir ætluðu að vernda okkur fyrir vin- um okkar, Þjóðverjunum, og við ættum að setja upp ketilinn og gefa þeim kaffi og pönnukökur. — Síðan mótmælti ríkisstjórnin. Öllum fannst þetta skemmtileg tilbreyting. Sumir fengu reyndar hrukkur á ennið eins og þeir væru að rembast við að hugsa, og einstöku menn töluðu um innrásir og loftárásir og jafnvel blóðug návígi á götum bæjarins og sögðu, að allar styrjaldir væru fagnaðarerindi djöfulsins, en það nennti enginn að hlusta á þá, því hitt sáu allir, að fáæktin og atvinnuleysið áttu sér ekki lengur aðild í lífi hinnar litlu borgar, en höfðu samsam- azt öllum döprum minningum hungurfölrar and- vöku liðins krepputíma. Það fannst enginn svo aumur verkamaður, að hann uppljómaðist ekki á þessu eina, snögga augabragði tilverunnar í hlýju fyrirheiti þeirrar augljósu staðreyndar, að í dag gæti hann étið svo mikið af soðnum fiski, sem hann langaði í, án þess að eiga á hættu að verða eilífur skuldunaut- ur matmóður sinnar. Þeir, sem í gær eigruðu nið- ur að höfninni á götóttum skóm meðan sulturinn rak þá til að biðja til guðs urn nokkurra stunda vinnu, sem stöðugt brást, þeim var nú smalað saman af áfjáðum, erlendum vinnuveitanda og fengið skítnóg djobb. En spaklyndir kaupsýslumenn og feitir litu til himins og lofuðu drottin í hljóði. Sumir hinna erlendu landdáta voru reknir í vinnu með íslenzku verkamönnunum og reynd- 291

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.