Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 26
JURI SEMJONOFF:
Brauð gulu þjóðanna
Engin planta er jafn nátengd menningunni á
vissum landsvæðum og rísinn. Hann er sérkenni-
legur fyrir monsúnhéruð lieimsins. Hinir þrot-
lausu suðvestan vindar, sem blása yfir Indlands-
haf, frá því í júní og fram í október, flytja með
sér mikinn raka inn yfir meginland Asíu. Þess
vegna fellur saman rigningatíminn og sumarhit-
arnir í monsúnlöndunum. Þannig skapast þau
kjör, sem henta rísnum bezt. Satt er það að til er
svo nefndur „fjallarís“, sem ekki þarf eins mik-
inn raka og „fenjarísinn“, en hann er aðeins ann-
ars flokks framleiðsla, sem gefur minni og verri
uppskeru.
Viltur rís hefur fundizt bæði í Afríku og Norð-
vestur-Afríku. En rísrækt hefur þó vafalaust haf-
izt í Kína. Þaðan fluttist rísinn til Japans, til
Austur-Indísku eyjanna og í vestur, — til Ind-
lands og hins núverandi Afghanistans. Þaðan hef-
ur leiðin legið eins og hjá öðrum nytjaplöntum
ust beztu drengir. En þegar dagar liðu, tóku þeir
til að bölva í sand og ösku á sínu annarlega tungu-
rnáli og sögðust ekki vera komnir til að moka skít
heldur heimtuðu að fá að drepa fólk. Stundum
fóru þeir á fyllirí og skutu úr byssunum sínum
inn um glugga hjá taugaveikluðum konum.
Stundum nauðguðu þeir heimasætum bak við
öskutunnur í porti eða hrintu farlama kerling-
um niður í skurð. Stundum fengu þeir grunlausa
bílstjóra til að aka með sig út fyrir bæinn, svo þeir
gætu rotað þá með tómum viskíflöskum og stolið
peningunum þeirra upp á þægilegan máta. Stund-
um gáfu þeir öllum súkkulaði.
Og morgnarnir héldu áfram að koma. Og það
var sólskin og dögg á stræti, og húsin risu björt
og hrein úr baði næturinnar, og loftið var blátt
og tært og hlýtt. Og stundum komu morgnarnir
með regni og kulda, eða fjúkandi ryki á götunt
og stormskýjum yfir Esjunni. En hvernig sem
morgnarnir komu, biðu dagarnir að baki þeirra
allra með fangið fullt af gulli.
yfir Ferghanadalinn til persnesku landanna, sem
ná alla leið að Kaspíhafinu, — Gilan og Masen-
deran —, til Transkákasus og Sýrlands. Þar kynnt-
ist Alexander mikli rísnum. Grikkir ræktuðu
hann í Þessalíu, en Rómverjar þekktu hann að-
eins sem dýrmæta og sjaldséða innflutningsvöru,
sem notuð var til lækninga.
Það voru hvorki Grikkir né Rómverjar, held-
ur Arabar, sem fluttu rísinn til Evrópu. í fornöld
var rísinn hvorki til í Palestínu né Egyptalandi.
Hann er ekki nefndur á nafn í heimildarritum
Egypta né Kaldea, og hans er hvorki getið í
Gamla- né Nýja-testamentinu. Það er fyrst við
komu Arabanna, að rísrækt hefst í Egyptalandi
og berst eftir norðurströnd Afríku til SuðurSpán-
ar. Hermenn Karls V. fluttu hann til Ítalíu, svo
að hann vann sér griðland á Pósléttunni, og það
voru Tyrkir, sem fluttu hann til Balkanskagans.
Sá heiður, að hafa flutt rísinn til Vesturálfu,
fellur ekki í skaut Spánverja, heldur Englend-
inga eða réttara sagt Hollendinga. Árið 1647 var
ríssekkur fluttur til Virginíu og fenginn í liend-
ur landsstjóranum. Rísnum var sáð, og uppsker-
an varð 16 sekkir. Þetta virtist vera góð byrjun,
en — rísinn var étinn upp til agna, og ekkert
hugsað um að sá aftur, orsakir þess vita menn
ekki. Sagnaritari nokkur getur þess, að lands-
stjórinn, Sir William Berkeley, harðjaxl hinn
mesti, alkunnur fyrir grimmd og trúarofstæki,
hafi verið því mótfallinn. Jafnvel þó að Sir Willi-
am hafi vafalaust verið þrjózkur, var hann þó
enginn fáráðlingur. Við verðum því að gera ráð
fyrir, að einhverjar aðrar orsakir hafi legið því til
grundvallar, að hann vildi ekki byrja á rísyrkju.
Fimmtíu árum seinna var annar ríssekkur sendur
öðrum landsstjóra, Thomas Smith. Hann sáði
þeim í garð sinn á heppilegum, rökum stað. Rís-
inn óx ágætlega, og aðrir nýlendumenn fóru að
dæmi landsstjórans og byrjuðu að rækta rís. Hvers
vegna var það annar en ekki fyrsti sekkur, sem
lagði grundvöll að rísyrkju Ameríkumanna? Nán-
ari saga seinni sekksins svarar þessari spurningu.
292
VINNAN