Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Side 28

Vinnan - 01.10.1946, Side 28
Siglt út « síldveiði hlaupi í spik, en uppskeran er nóg til þess að þeir skrimta. Víða í Austurlöndum lifa íbúarnir ein- vörðungu a£ rísi. Menn éta það, eftir efnum og ástæðum, frá 100 til 250 kílógramm á ári (í Japan að meðaltali 200 kg.) Það er hinn alkunni „rís- mælikvarði", Það er að segja hæfileiki gulu þjóð- anna til þess að treina fram lífið á viðurværi, sem sendi hvern hvítan mann óðara til annars og betri heims. í rússnesk-japanska stríðinu skrif- uðu rússnesku fangarnir heim til sín, að Japanir sveltu þá. Þegar málið var tekið fyrir af lilut- lausri nefnd, kom jiað á daginn, að fangarnir fengu helmingi stærri rísskammt en japönsku hermennirnir. Snður-Burma er strjálbýlasta rísræktarhéraðið, og er íbúatalan aðeins 30 á hvern ferkílómetra, sem er alltof fámennt til rísyrkju. Við landbún- að, þar sem kvikfjárræktin er hverfandi lítil, er rísyrkja í stærri stíl óhugsandi, er íbúatalan fer niður úr 60—70 manns á ferkílómetra. Allur rís- útflutningur Bui'ma kemur frá héruðum, sem eru svona þéttbýl. Við skulum gera samanburð á fjölbýlinu í hveitihéruðum Norður-Ameríku: í Norður- og Suður-Dakota 4, í Nebraska 6 og í Kansas 9 á hvern ferkílómetra. Hveitilönd Kan- ada eru ennþá strjálbýlli. Þrátt fyrir alla kosti hefur rísinn þó veigamikla galla til þess að vera aðaluppistaða til manneldis. Hann er fátækur að köfnunarefnum, það er að segja eggjahvítuefnum, sem gefa korntegundum okkar svo mikið næringargildi. Sé hann hýddur missir hann líka fjörefni sín. Þeir, sem lifa ein- göngu á hýddum rís, sýkjast af beri-beri. Þá er einnig til annar sjúkdómur, sem oft er settur í samband við rísyrkjuna. í Evrópu trúðu menn því lengi fastlega, að rísinn flytti með sér malaríu, vegna þess að alls staðar eru bleytur, þar sem rís er ræktaður. Á Spáni voru gefin út lög 1860, sem leyfðu rísyrkju aðeins í þeim héruðum, sem rísyrkja var yfir höfuð óhugsandi, — það er 294 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.